Fiskeldi

Fréttamynd

Djúpið í örum vexti!

Við verðum að tryggja fleiri stoðir undir atvinnulíf þjóðarinnar. Já, við vitum, að þú hefur heyrt þetta nokkrum sinnum áður. En við viljum segja þér frá atvinnugrein sem er að skapa störf og það mjög fjölbreytt störf í samfélagi sem hefur verið í varnarbaráttu allt of lengi.

Skoðun
Fréttamynd

Nú hefur fólk sýnt sitt rétta and­lit

Takk minnihluti sveitarstjórnar Múlaþings fyrir að standa með lýðræðinu og leggja fram tillögu um að standa með 75% íbúa Seyðisfjarðar, sem eru á móti sjókvíaeldi í Seyðisfirði, sem var reyndar felld af meirihlutanum.

Skoðun
Fréttamynd

800 ný störf í Þorlákshöfn í kringum fiskeldi

Fiskeldi á landi verður langstærsta atvinnugreinin í Þorlákshöfn en þar er gert ráð fyrir sex til átta hundruð nýjum störfum í kringum fiskeldi á næstu árum. Á sama tíma er gert ráð fyrir að verja 180 milljörðum króna til þessara framkvæmda

Innlent
Fréttamynd

Fjórum sinnum fleiri neikvæðir en jákvæðir gagnvart sjókvíeldi

Um 61 prósent landsmanna eru neikvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir hagsmunasamtök um verndun laxastofnsins. Aðeins fjórtán prósent svarenda eða fjórum sinnum færri segjast vera jákvæðir gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum.

Innlent
Fréttamynd

Ísfélagið kaupir í Ice Fish Farm og verður einn stærsti hluthafinn

Ísfélag Vestmannaeyja hefur náð samkomulagi við aðaleiganda Ice Fish Farm um kaup á 16 prósenta hlut í laxeldisfyrirtækinu á Austfjörðum. Viðskiptin verðmeta Ice Fish Farm, sem er skráð á Euronext-markaðinum í Osló, á 55 milljarða íslenskra króna sem er 70 prósentum yfir markaðsvirði fyrirtækisins í gær.

Innherji
Fréttamynd

Hvernig komast þau upp með þetta?

Svona spurði rannsakandi sem hefur skoðað aðferðafræði við gerð fyrsta haf- og strandsvæðaskipulags á Íslandi. Í dag er mikill sorgardagur því Innviðaráðherra Sigurður Ingi staðfesti tillögu svæðiráðs Austfjarða að Strandsvæðaskipulagi fyrir Austfirði! Já það ríkir sorg í hjörtum margra því tillaga svæðisráðs gerir ráð fyrir sjókvíaeldi í Seyðisfirði – akkúrat samkvæmt pöntun laxeldisfyrirækisins.

Skoðun
Fréttamynd

Opinber störf vegna fiskeldis fari á sunnanverða Vestfirði

Forystumenn á Vestfjörðum þrýsta á að rannsóknar- og eftirlitsstörf vegna fiskeldis verði staðsett í fjórðungnum enda séu vestfirsk samfélög og firðir undir. Formaður bæjarráðs Vesturbyggðar segir að til þessa hafi ekkert einasta opinbert starf vegna greinarinnar komið á sunnanverða Vestfirði.

Innlent
Fréttamynd

Miklir vaxtamöguleikar sjókvíeldis

Matvælaráðherra hefur hrundið á stað vinnu við að uppfylla markmið stjórnarsáttmálans um að mótuð verður heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Við þá vinnu verður lögð áhersla á tækifæri til atvinnusköpunar og mikilvægi þess að greinin byggist upp á grundvelli sjálfbærni, vísindalegrar þekkingar og verndar villtra laxastofna. Ei

Skoðun
Fréttamynd

Von á nýjum heildarlögum um fiskeldi á vorþingi 2024

Ný skýrsla Boston Consulting um framtíð lagareldis á Íslandi sýnir að atvinnugreinin geti innan tíðar orðið stór hluti af íslensku hagkerfi og samkvæmt grunnsviðsmynd gæti heildarsöluverðmæti numið allt að 6% af vergri landsframleiðslu eftir tíu ár en til þess að svo megi verða þurfi að bæta úr ýmsum brotalömum.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Skýrsla um stöðu og fram­tíð lagar­eldis

Skýrslu alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi verður kynnt á sérstökum fundi á Grand Hótel í Reykjavík sem hefst klukkan 13:30. Lagareldi er yfirheiti yfir sjókvía-, land-, þörunga- og úthafseldi, en skýrslan var unnin fyrir matvælaráðuneytið.

Innlent
Fréttamynd

Ice Fish Farm landar 24 milljarða króna lánalínu og sækir nýtt hlutafé

Laxeldisfyrirtækið Ice Fish Farm á Austfjörðum hefur náð samkomulagi við fjóra banka um lánsfjármögnun að fjárhæð 156 milljónir evra, jafnvirði tæplega 24 milljarða króna, og samhliða því hefur verið ákveðið að hefja undirbúning að umfangsmikilli hlutafjáraukningu og skuldbreytingu hluthafalána. 

Innherji
Fréttamynd

Byggja nýja blokk á bestu lóð Bíldudals

Tíu íbúða fjölbýlishús er í smíðum á Bíldudal, það stærsta sem þar hefur risið í nærri hálfa öld. Sveitarfélagið Vesturbyggð og fyrirtækið Arnarlax beittu sér fyrir húsbyggingunni og vonast menn til að fljótlega verði byggt annað álíka stórt, svo mikil er húsnæðisþörfin.

Innlent
Fréttamynd

170 ný störf verða til hjá Landeldi í Þorlákshöfn

Framkvæmdir við að koma upp stærsta landeldi landsins á koppinn standa nú yfir í Þorlákshöfn en þar á að ala 40 þúsund tonn af laxi árlega þar sem allur fiskeldisúrgangur stöðvarinnar verður nýttur í öflugan áburð. Um 170 ný störf munu skapast á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Fyrst­i á­fang­i land­eld­is í Eyj­um mun kost­a 25 millj­arð­a

Félagið Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) vinnur að því að koma á fót landeldi á laxi í Vestmannaeyjum. Horft er til þess að framleiða í fyrsta áfanga um 15 þúsund tonn af laxi á seinni hluta árs 2027 með mögulega stækkun í 30 þús tonn. Um er að ræða um 25 milljarða króna fjárfestingu í fyrsta áfanga. Starfsmenn verða um 100. 

Innherji
Fréttamynd

„Þetta var svakalegt að sjá eldtungurnar“

Viðbragðsaðilar náðu að bjarga verðmætum Arctic Fish í Tálknafirði þegar húsnæði þess brann í gær og getur regluleg starfsemi fyrirtækisins því haldið áfram, að sögn sveitarstjóra, sem var með þeim fyrstu á vettvang brunans í gær.

Innlent
Fréttamynd

Elds­upp­tökin enn ó­ljós

Vettvangur stórbruna á Tálknafirði í gær hefur verið afhentur lögreglu til rannsóknar. Engar vísbendingar eru um hver eldsupptök voru en nóg var af eldsmat inni í húsinu. 

Innlent
Fréttamynd

Byggingin átti að kosta um fjóra milljarða

Gert var ráð fyrir því í kostnaðaráætlun Arctic Fish að byggingin sem brann á Tálknafirði í morgun ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins segir að nákvæmar tölur um tjón liggi ekki fyrir. 

Innlent
Fréttamynd

Tveir á slysa­deild eftir eld á Tálkna­firði

Eldur kviknaði í húsnæði í eigu Arctic Fish í botni Tálknafjarðar í morgun. Svæðið hefur verið rýmt af lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum. Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli.

Innlent
Fréttamynd

Skýrslan leiði til úrbóta í veitingu leyfa til fiskeldis

Ítrekaðar frestanir á leyfisveitingum fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi valda því að örlög laxaseiða fyrir á þriðja hundrað milljóna króna eru í uppnámi hjá Arctic Fish. Talsmaður fyrirtækisins vonast til að viðkomandi stofnanir taki mið af ábendingum Ríkisendurskoðunar, fari að lögum og gefi út leyfin.

Viðskipti innlent