
Fiskeldi

Ráðherra segir stöðuna alvarlega og heitir aðgerðum
Matvælaráðherra segir nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna að staðan í allri umgjörð sjókvíaeldis sé alvarleg og gera verði breytingar. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna skýrslunni en hún staðfesti engu að síður brotalamir í stjórnsýslu sjókvíaeldis.

„Mun litlum árangri skila að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna“
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sem kynnt var í þingnefnd í gær. Samtökin telja niðurstöður úttektarinnar staðfesta það sem samtökin hafi löngum bent á, það er að brotalamir hafi verið á stjórnsýslu sjókvíaeldis og að viðkomandi stjórnvöldum hafi ekki verið tryggð nægjanlega styrk umgjörð og fjármagn til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum.

Veðja á nýja atvinnugrein og áforma tugmilljarða hlutafjársöfnun
Fjögur fyrirtæki hafa boðað risavaxna uppbyggingu í laxeldi á suðvesturhorni landsins og gangi þau áform eftir gæti ársframleiðsla á eldisfiski á landi numið vel á annað hundrað þúsund tonn innan fárra ára. Tvö þeirra eru nú að fara að biðla til fjárfesta, einkum innlendra, um að leggja þeim til samanlagt tugi milljarða króna í hlutafé og vonir standa til að sú fjármögnun klárist á næstu mánuðum.

„Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“
Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum.

Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni.

„Merkilegt ef við ætlum að skjóta skjólshúsi yfir skattaflóttafólk frá Noregi“
Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins telur hugmyndir SFS um að margfalda sjókvíaeldi villandi, umhverfisáhrifin af því séu ekki verjanleg. Norsk fiskeldisfyrirtæki flýi hingað því skattaumhverfið sé hagstæðara en í Noregi og taki svo hagnaðinn aftur heim.

Norska skattaflóttafólkið og fyrirheitna landið Ísland
Ísland er nú orðið fyrirheitna landið í augum ríkasta fólks Noregs sem hefur á undanförnum mánuðum flúið land í stórum stíl. Eða réttara sagt fyrirtækjarekstur á Íslandi er það sem heillar því þetta fólk ætlar ekki að borga skatt hér, frekar en í heimalandi sínu.

SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur raunhæft að á næstu áratugum verði hægt að framleiða tólf sinnum meira af eldisfiski hér á landi en nú er. Hún fagnar aukinni fjárfestingu Norðmanna í fiskeldi hér á landi.

Ný landsstjórn hyggst hækka gjöld á sjávarútveg og fiskeldi
Ný landsstjórn Færeyja, sem tók við völdum í dag, hyggst styrkja sjálfstæði Færeyinga með því að draga úr þeim fjárhagsstuðningi sem þeir þiggja frá Dönum. Þá verða gjöld á sjávarútveg og fiskeldi hækkuð samhliða því sem sveitarfélög fá stærri hlut af atvinnuvegasköttum.

Uppsöfnun lífrænna efna og hvíld fiskeldissvæða
Mikill vöxtur hefur verið í fiskeldi á Íslandi síðustu 20 árin og undanfarið hefur framþróunin verið sérstaklega ör. Fiskeldinu hefur eðlilega fylgt almenn umræða um áhrif þessa iðnaðar á umhverfið. Umræður sem þessar eru nauðsynlegar enda mikilvægt hagsmunamál að vernda lífríki sjávar en á stundum hefur fullyrðingum verið haldið á lofti sem ekki eiga við rök að styðjast.

„Náttúran nýtur ekki vafans“
Stjórn Landverndar hvetur matvælaráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til að koma í veg fyrir fyrirsjáanlegt umhverfisslys við Örlygshöfn og styrkja og bæta allt regluverk fyrir fiskeldi í opnum sjávarkvíum. Þá eru ráðherrarnir hvattir til banna frekari vöxt fiskeldis þar til þekking um langtímaáhrif þess eldis sem þegar er komið af stað á Íslandi er fyrir hendi.

Skora á matvælaráðherra að banna laxeldi í opnum sjókvíum
Tuttugu og fimm fyrirtæki og samtök náttúruunnenda skora á matvælaráðherra að stöðva laxeldi í opnum sjókvíum áður en það „verður um seinan“ og kalla eftir trúverðugri áætlun sem miðar að því að banna alfarið laxeldi í sjókvíum hér við land.

Eigandi Stofnfisks stefnir í norsku kauphöllina og safnar hlutafé
Benchmark Holdings, sem keypti 89 prósenta hlut í Stofnfiski árið 2014, hyggst afla 158 milljónum norskra króna, jafnvirði um 2,3 milljarða króna, í hlutafjárútboði. Það er skref í átt að tvíhliða skráningu á Euronext Growth hliðarmarkaðinn í Osló. Ef af hlutafjáraukningunni verður mun hlutaféð aukast um fimm prósent.

Þegar Alþingi og Hafrannsóknastofnun ákváðu að leyfa „spjöll“ á tíu þúsund ára gömlum laxastofnum
Eðlilega vakti athygli á dögunum þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra neyddist til að leiðrétta svar sem hún gaf á Alþingi vegna þess að hún hafði fengið rangar upplýsingar frá Hafrannsóknastofnun um stöðu erfðablöndunar eldislax við villta laxastofna.

Stjórnvöld fíflast með framtíð fiskeldis
Í umræðu liðinna daga hefur nokkuð verið rætt um gjaldtöku af fiskeldi. Tilefnið er fyrst og fremst boðuð áform núverandi ríkisstjórnar um nærri tvöföldun á auðlindagjaldi vegna fiskeldis, sem innheimt er af þeim sem hafa leyfi til sjókvíaeldis við Ísland.

Arnarlax hyggst kæra 120 milljóna króna sektarákvörðun
Arnarlax hyggst kæra ákvörðun Matvælastofnunar um stjórnvaldssekt á fyrirtækið. MAST lagði í dag 120 milljóna króna sekt á fyrirtækið fyrir brot gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og að beita sér fyrir veiðum á strokfiski.

120 milljóna sekt lögð á Arnarlax: Vítavert aðgæsluleysi
Matvælastofnun hefur lagt 120 milljón króna stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Matvælastofnun telur aðgæsluleysi Arnarlax hafi verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar.

Tvö hundruð tonna sæeyrnaeldi í Grindavík
HS Orka og Sæbýli undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um sæeyrnaeldi í Auðlindagarði HS Orku. Gert er ráð fyrir byggingu á tvö hundruð tonna eldi sem mögulegt er að fimmfalda á næstu tíu árum.

Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum
Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu.

Svandís dregur svar sitt um erfðablöndun eldislaxa og villtra til baka
Svandís Svavarsdóttir ráðherra hefur gefið út tilkynningu á vef matvælaráðuneytisins þar sem hún leiðréttir svar við fyrirspurn Brynju Dan Gunnarsdóttur þess efnis að ekki séu staðfest tilvik um erfðablöndun eldislaxa og villtra. Það sé rangt.

Svandís fari með fleipur um erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa
Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, sérfræðingur um laxfiska, segir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra hreinlega fara með rangt mál þegar hún heldur því fram að ekki liggi fyrir staðfest erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa.

Fimm nýir stjórnendur ráðnir til Geo Salmo
Fiskeldisfyrirtækið Geo Salmo í Ölfusi hefur ráðið til sín fimm nýja stjórnendur, þau Evu Dögg Jóhannesdóttur, Eyþór Helgason, Karl Kára Másson, Garðar Sigþórsson og Jóhannes Gíslason.

Tveir bleikjustofnar taldir bestir til að þróa áfram sem eldisfisk
Eftir áratugarannsóknir á bleikjustofnum Íslands hefur kynbótastöðin á Hólum komist að þeirri niðurstöðu að tveir stofnar teljist bestir til fiskeldis. Annar kemur úr vatni á Norðurlandi en hinn úr vatnasvæði á Suðurlandi.

Saur frá mönnum á tún bænda vegna hækkandi áburðaverðs?
Miklir möguleikar felast í úrgangi laxeldis hér á landi í áburðarnotkun fyrir bændur á tún sín á sama tíma og áburðaverð í heiminum hefur rokið upp úr öllum hæðum. Þá kemur úrgangur úr mönnum einnig til greina, sem áburður á túnin.

Eldislaxar í meirihluta í Mjólká
Í veiðum Fiskistofu í Mjólká í Arnarfirði veiddust 43 laxar þar sem 28 af þeim koma úr eldi. 15 laxar voru villtir og reyndist einn þeirra eiga uppruna sinn frá Skotlandi. Hóf Fiskistofa veiðar í ágúst síðastliðnum er grunur kom upp um að eldislax væri í Mjólká.

Við höfum val og vald
Fyrir fáeinum dögum birtist frétt af því að dreifingarfyrirtækin Norðanfiskur og Fisherman hefðu verið skikkuð til að fjarlægja af umbúðum utan um sjókvíaeldislax orðin „vistvænn, umhverfisvænn og sjálfbær“.

Óþolandi refhvörf í laxeldinu
Fyrirtækjunum Norðanfiski og Fisherman hefur, samkvæmt úrskurði Neytendastofu, verið bannað að nota villandi fullyrðingar í markaðssetningu á vöru sinni þess efnis að um sé að ræða vistvæna framleiðslu. Þau geti ekki sýnt fram á neitt slíkt.

Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi
Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi.

Helmingur laxa í Mjólká reyndist úr eldi
Helmingur þeirra laxa sem Fiskistofa veiddi í Mjólká í Arnarfirði til rannsóknar í síðasta mánuði reyndust vera eldislaxar.

Samkeppniseftirlitið rannsakar samruna móðurfélaga Arnarlax og Arctic Fish
Samkeppniseftirlitið telur ástæðu til að rannsaka áhrif samruna norsku fiskeldisfyrirtækjanna SalMar og NTS á samkeppni hér á landi. Samruninn gæti haft áhrif hér á landi þar sem íslensku fyrirtækin Arnarlax og Arctic Fish eru dótturfélög norsku fyrirtækjanna.