
Landhelgisgæslan

Tveir slasaðir eftir mótorhjólaslys
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag vegna mótorhjólaslyss við Sandvatn í Þingvallasveit.

Þór þarf ekki til Grænlands
Varðskipið Þór er laust til annarra verkefna eftir að hafa verið í biðstöðu vegna skemmtiferðaskips sem strandaði undan austurströnd Grænlands í gær.

Ákveða á næstu klukkustundum hvort Þór stími til Grænlands
Áhöfn varðskipsins Þórs er í viðbragðsstöðu norður af Langanesi vegna strands skemmtiferðaskips við austurströnd Grænlands.

Þrír fluttir með þyrlunni til Reykjavíkur og fjórir með sjúkraflugi
Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir alvarlegt slys skammt frá Blönduósi. Nokkrir aðrir voru fluttir með sjúkrabifreiðum til Akureyrar en þar voru fjórir settir í sjúkraflug til Reykjavíkur og nokkrir lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri.

Þrír fluttir á sjúkrahús með þyrlu Gæslunnar eftir alvarlegt slys
Þyrla Landhelgisgæslunnar og aðrir viðbragðsaðilar voru kallaðir út rétt eftir klukkan fimm í morgun eftir að tilkynning barst um mjög alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum sunnan við Blönduós.

Slasaður í brattri hlíð og þyrlan komst ekki að
Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um klukkan þrjú í dag um slasaðan gangnamann í Eyjafirði. Björgunarsveitir voru kallaðar á staðinn ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar sem komst ekki að manninum vegna sviptivinda.

Björguðu ungum manni í sjálfheldu í Fáskrúðsfirði
Björgunarsveitarmenn á Austurlandi og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar björguðu ungum manni sem hafði lent í sjálfheldu í Tungutröð, klettabelti milli Daladals og Tungudals inn af Fáskrúðsfirði, í gærkvöldi.

Þyrla kölluð út vegna slyss á Kistufelli
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti unglingsstrák sem slasaðist þar sem hann var á göngu með skólahópi á Kistufelli á Vestfjörðum í dag.

Varðskipin seld til Grikklands: „Það varð enginn feitur af því“
Varðskipinu Tý var siglt úr landi í gær og Ægir verður að öllum líkindum dreginn burt á næstu vikum. Grískur maður keypti skipin í lok júní.

Aftur kölluð út vegna bráðra veikinda í skemmtiferðaskipi
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan 11 í dag eftir að tilkynnt var um bráð veikindi manns um borð í skemmtiferðaskipi sem statt er í Dynjandisvogi í Arnarfirði.

Kölluð út vegna bráðra veikinda um borð í skemmtiferðaskipi
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna bráðra veikinda manns um borð í skemmtiferðaskipinu Celebrity Summit um klukkan átta í morgun.

Dagur í lífi þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar
Þórarinn Ingi Ingason er flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni sem flogið hefur þyrlunum í yfir 20 ár.

Líðan hins slasaða sögð stöðug
Líðan mannsins sem fluttur var alvarlega slasaður á slysadeild, eftir bílveltu á Ólafsfjarðarvegi, er stöðug samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Skæðustu sprengjuþotur heims mættar á Keflavíkurflugvöll
Flugsveit bandaríska flughersins er væntanleg til landsins í dag þar sem hún verður við æfingar með bandalagsríkjum í Norður-Evrópu. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit flugvélar með allt að 200 manna liðsafla sem mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu í Keflavík næstu vikur á meðan æfingar standa yfir.

Alvarlega slasaður eftir bílveltu á Ólafsfjarðarvegi
Einn slasaðist alvarlega í bílveltu á Ólafsfjarðarvegi við Kambhól um klukkan hálf eitt í nótt.

Þyrlan sótti slasaða vélsleðamenn við Langjökul
Tvær bandarískar konur sem slösuðust í alvarlegu vélsleðaslysi við Langjökul í dag voru fluttar með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Fjöldi björgunarsveitarfólks af öllu Suðurlandi vestan Þjórsár var kallað út vegna slyssins en dregið var úr viðbúnaði vegna þess hversu hratt þyrlan komst á staðinn.

Útkall á mesta forgangi vegna vinnuslyss nærri Stykkishólmi
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á mesta forgangi út á þriðja tímanum í dag vegna vinnuslyss í nágrenni við Sykkishólm.

Slasaðist í Kerlingarfjöllum
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um kvöldmatarleytið vegna konu sem slasaðist í Kerlingarfjöllum.

Fluttur slasaður af Langjökli eftir vélsleðaslys
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Landspítalanum í Fossvogi rétt fyrir klukkan sex í dag með slasaðan mann sem var fluttur af Langjökli eftir vélsleðaslys.

Tveir á Landspítalann eftir sjóslys við Njarðvík
Tveir menn hafa verið fluttir á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi vegna sjóslyss út undan Njarðvíkurhöfn. Mikill viðbúnaður var við höfnina.

Varðskip Færeyinga eltu skip Watsons úr lögsögu Færeyja
Færeyingum virðist hafa tekist að hrekja Paul Watson, stofnanda Sea Shepherd-samtakanna, burt frá Færeyjum þetta sumarið eftir að skip hans gerði tvær misheppnaðar tilraunir til að hindra grindhvalaveiðar Færeyinga.

„Þetta er mjög erfitt en okkur gengur vel“
Slökkviliðsmenn börðust við gróðurelda á gossvæðinu á Reykjanesi í allan dag meðal annars með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að styrkja Björgunarsveitina í Grindavik um tíu milljónir króna og verið er að athuga gerð á nýju bílastæði sem myndi stytta göngu að gosstöðvunum verulega.

Tvö tonn af vatni í senn
Slökkvistarf Landhelgisgæslunnar við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga hefur gengið vel að sögn stýrimanns. Notast er við skjólur sem rúma um tvö tonn af vatni.

Nota þyrlu til að slökkva gróðurelda við gosið
Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir eldstöðvarnar við Litla-Hrút og dreifir vatni yfir gróðurelda á svæðinu til að halda aftur af dreifingu þeirra. Þetta er gert að ósk almannavarna til að draga úr líkum á því að eldurinn breiðist að gönguslóðum.

Skoða hvernig flugvélarflakið verður flutt af vettvangi
Þrír fórust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Boð úr neyðarsendi flugvélarinnar barst Landhelgisgæslunni eina mínútu yfir fimm í gær og var gerð tilraun til að ná sambandi við flugvélina með öllum leiðum.

Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit
Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins.

Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi
Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent.

Flugvélin fundin
Flugvélin sem leitað hefur verið að frá því fyrr í kvöld fannst nú á áttunda tímanum. Um borð í vélinni voru tveir farþegar, auk flugmanns. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ekki hægt að upplýsa um afrif þeirra á þessari stundu.

Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna flugvélar á Austurlandi
Umfangsmiklar aðgerðir eru í gangi á Austurlandi eftir að boð barst frá neyðarsendi um borð í flugvél nálægt Breiðdalsheiði. Ekki hefur náðst samband við vélina en um er að ræða fjögurra sæta Cessna 172 flugvél. Ekki liggur fyrir hve margir eru um borð.

Þyrlusveitin sótti slasaðan reiðhjólamann
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var á leið til Reykjavíkur eftir æfingar á Austfjörðum þegar tilkynning barst um reiðhjólaslys í Bláskógabyggð á Suðurlandi. Þyrlunni var lent þar og sá slasaði tekinn upp í og stefnan tekin á Reykjavík á ný.