Andlát

Fréttamynd

Söng eitt vinsælasta sumarlag Íslendinga

Söngvarinn sem gerði Þórsmerkurljóðið um hana Maríu að einhverjum vinsælasta sumarsöng Íslendinga er látinn. Hann hét Sigurdór Sigurdórsson og var jafnframt einn reynslumesti blaðamaður þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Leik­stjórinn Jean-Marc Vallé­e er látinn

Kanadíski leikstjórinn Jean-Marc Vallée er látinn, 58 ára að aldri. Hann er þekktur fyrir að hafa leikstýrt stórmyndum á borð við Dallas Buyers Club og Wild og þáttunum Big Little Lies og Sharp Objects.

Lífið
Fréttamynd

Desmond Tutu er látinn

Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku.

Erlent
Fréttamynd

Egill Skúli Ingi­bergs­son er fallinn frá

Egill Skúli Ingibergsson, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og rafmagnsverkfræðingur, er látinn, 95 ára að aldri. Hann var ráðinn borgarstjóri Reykjavíkur árið 1978 eftir að vinstriflokkar mynduðu meirihluta í borginni og gegndi hann stöðunni til 1982.

Innlent
Fréttamynd

Von á miklum fjölda við útför Fjölnis

Fjölnir Geir Bragason húðflúrlistamaður, sem lést 11. desember, verður kvaddur í Fossvogskirkju á morgun klukkan 13. Óvissuástand er vegna útbreiðslu Covid, sem gæti raskað athöfninni og hefur reyndar þegar sett strik í reikninginn.

Innlent
Fréttamynd

Meðlimur Il Divo látinn eftir baráttu við Covid

Carlos Marin, meðlimur sönghópsins Il Divo, er látinn 53 ára að aldri eftir baráttu við Covid-19. Hann veiktist mjög af veirunni fyrir tveimur vikum og þurfti að leggjast inn á gjörgæslu í öndunarvél þar sem hann lést síðan. 

Lífið
Fréttamynd

María Guð­munds­dóttir leik­kona er látin

María Guðmundsdóttir, leikkona og hjúkrunarfræðingur, er látin 86 ára gömul. Dóra Guðrún Wild dóttir hennar staðfestir andlátið í samtali við Vísi. María lést á Landspítalanum í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Anne Rice er látin

Rithöfundurinn Anne Rice lést í gær, 80 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir að hafa skrifað vinsæla sagnaflokkinn Vampire Chronicles.

Menning
Fréttamynd

Bob Dole látinn

Bob Dole, sem var öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum í 28 ár, er látinn. Hann var 98 ára.

Erlent
Fréttamynd

Stephen Sondheim látinn

Tónskáldið og lagahöfundurinn Stephen Sondheim er látinn, 91 árs að aldri. Sondheim lést í gær á heimili sínu í Bandaríkjunum.

Erlent