Landspítalinn

Fréttamynd

Lyf­lækninga­deild lokað: Omíkron ein­angrað við Akra­nes

Lyf­lækninga­deild Sjúkra­hússins á Akra­nesi hefur verið lokað tíma­bundið og eru sjúk­lingar hennar og starfs­fólk í sótt­kví. Beðið er eftir niður­stöðu skimana en sá sem greindist fyrst með omíkron-af­brigði kórónu­veirunnar á landinu var sjúk­lingur á deildinni.

Innlent
Fréttamynd

Líst hvorki á bólu­setninga­skyldu né -passa

Það er löngu komin „sóttþreyta“ í þjóðina og misjafnar skoðanir uppi á ágæti sóttvarnaaðgerða. Það er hins vegar mikilvægt að halda upplýstri umræðu áfram og hvetja fólk til að þiggja bólusetningu, þar sem vonir eru bundnar við að svokallaður örvunarskammtur muni veita aukna vörn til lengri tíma.

Innlent
Fréttamynd

Telur að Landspítalinn haldi hlífiskildi yfir Skúla lækni

„Mér finnst allt benda til þess að það sé haldið hlífiskildi yfir Skúla lækni,” segir Guðbjörn Dan Gunnarsson, sonur konu sem lést í umsjá Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsfalli hennar með því að setja hana í lífslokameðferð að tilefnislausu.

Innlent
Fréttamynd

Lýsir loka­dögum móður sinnar á HSS: „Hún fékk drep í annað eyrað, hluti af því datt af“

„Móðir mín lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja seinni hluta árs 2019. Ellefu vikum fyrir dauða hennar lagðist hún inn á spítalann í hvíldarinnlögn. Samdægurs var hún sett á lífslokameðferð sem fyrirskipuð var af Skúla Gunnlaugssyni. Ég vil að það komi skýrt fram að hún var ekki haldin neinum sjúkdómum eða kvillum sem ógnuðu lífi hennar.“

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til stjórnenda Landspítalans vegna Skúla Gunnlaugssonar læknis

Landspítalinn hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að Skúli Gunnlaugsson læknir verði áfram við störf á spítalanum þrátt fyrir að vera viðfangsefni lögreglurannsóknar sem snýr að andláti fjölda sjúklinga í hans umsjón. Þar sem mér er málið skylt finn ég mig knúinn til að skrifa þetta bréf.

Skoðun
Fréttamynd

„Við viljum bara nýta alla þekkingu í kerfinu“

Willum Þór Þórsson, nýr heilbrigðismálaráðherra, segir nýja starfið leggjast vel í sig. Eftirvæntingin væri mikil og segist hann finna fyrir fiðringi í heilbrigðisráðuneytinu séu mörg verkefni sem þurfi að fara í.

Innlent
Fréttamynd

Þetta ætlar ríkis­stjórnin að gera á kjör­tíma­bilinu

Lofts­lags­mál, heil­brigðis­mál og tækni­breytingar eru einna fyrir­ferða­mestu mála­flokkarnir í stjórnar­sátt­mála nýrrar ríkis­stjórnar sem kynntur var í dag. Miklum úr­bótum er lofað í heil­brigðis­málum þar sem skipa á fag­lega stjórn yfir Land­spítalann að nor­rænni fyrir­mynd.

Innlent
Fréttamynd

Gjörgæsla í gjörgæslu

Umræða um gjörgæsludeildir Landspítala hefur verið áberandi upp á síðkastið. Margir hafa furðað sig á því að gjörgæsludeildir spítalans ráði ekki við að sinna þremur til fjórum sjúklingum með COVID. Margoft hefur verið bent á að gjörgæslupláss á Íslandi séu of fá, jafnvel þegar enginn heimsfaraldur geisar.

Skoðun
Fréttamynd

Fíla­beins­turninn og Land­spítali

Þau sem stödd eru í fílabeinsturni, vita sjaldnast af því. Þannig skynja þau jafnvel ekki forréttindi sín, gera sér ekki grein fyrir takmörkunum sínum og sjá óskýrt stöðu mála. Þessu hef ég kynnst af eigin raun. Þegar ég hóf störf sem sjálfstætt starfandi stjórnunarráðgjafi hóf ég samhliða að starfa sem jöklaleiðsögumaður í hlutastarfi. Þar fór ég með ferðamenn í ævintýraferðir á jökla, með brodda á fótum og belti um mitti. Jöklastarfið var um margt merkilegt þar sem ég fékk að upplifa skemmtilegasta starf í heimi, enda umkringdur jákvæðum ferðamönnum, íslenskri náttúru og samhuga samstarfsmönnum. En það var annað sem ég fékk að upplifa sem var ansi merkilegt. Ég var í framlínustarfi.

Skoðun
Fréttamynd

Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota

Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala.

Innlent
Fréttamynd

Töldu sig verða gerð afturreka með áminningu

Sú rannsókn sem fór fram á ásökunum læknanema á Landspítalanum á hendur Björns Loga Þórarinssonar sérfræðilæknis um kynferðislega áreitni er sú ítarlegasta sem ráðist hefur verið í innan spítalans vegna áþekkra ásakana.

Innlent
Fréttamynd

Þrjár Co­vid-inn­lagnir

Þrír voru lagðir inn á Landspítala í gær með Covid-19 og liggja nú alls 23 inni. Þrír þeirra hafa lokið einangrun en eru ekki útskrifaðir. Fjórir liggja á gjörgæslu, þar af þrír í öndunarvél.

Innlent