Landspítalinn Fjórði til fimmti hver hættir í hjúkrun innan fimm ára frá útskrift Á Landspítalanum starfa nærri 1.600 hjúkrunarfræðingar í 1.340 stöðugildum en spítalann vantar 200 til viðbótar til að vel megi við una. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Sigríði Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar. Innlent 10.11.2021 06:48 „Það er allt að springa hérna“ Deildarstjóri Covid-göngudeildar óttast að Landspítalinn hætti að ráða við álagið með áframhaldandi fjölgun smitaðra í samfélaginu og telur að grípa þurfi til hertari aðgerða svo staðan verði ekki eins slæm og víða annars staðar í Evrópu. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Innlent 9.11.2021 21:30 Sjúklingur á geðdeild með Covid-19 og allir skimaðir Inniliggjandi sjúklingur á geðdeild Landspítalans greindist með Covid-19 í gær. Sjúklingar jafnt sem starfsfólk er komið í sóttkví og óskar Landspítalinn eftir liðsinni fólks með bakgrunn í geðheilbrigðisþjónustu. Innlent 9.11.2021 15:33 Fjórtán vilja taka við keflinu af Páli Fjórtán manns vilja verða forstjóri Landspítalans. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Innlent 9.11.2021 10:42 Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu 117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember. Innlent 8.11.2021 14:08 Viðvarandi neyðarástand kemur ekki til greina Á föstudaginn sl. var Landspítali færður á svokallað hættustig, en þegar spítalinn er færður á hættustig er m.a. dregið úr aðgerðum og annarri starfsemi hans. Samkvæmt tilkynningu frá spítalanum var ákvörðunin tekin vegna „mikill[a] og vaxandi fjölda smita undanfarið. Skoðun 8.11.2021 09:01 Óttast að heilbrigðiskerfið bresti líkt og víða í Austur-Evrópu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir óttast að sams konar neyðarástand skapist hér og í ríkjum Austur-Evrópu ef nýjustu aðgerðir skili ekki skjótum árangri. Það sé of mikið að hundrað manns greinist smitaðir á hverjum degi, líkt og undanfarnar tvær vikur. Innlent 7.11.2021 18:31 Hvetur fólk til að mæta á Jólabasar til að styrkja gott málefni Árlegur Jólabasar Barnaspítala Hringsins fer fram á Grand Hótel í dag þar sem handverk og bakkelsi verður til sölu til styrktar Barnaspítalanum. Hringskona hvetur landsmenn til að gera sér ferð á basarinn, sem sé nauðsynleg fjáröflun fyrir Barnaspítalann. Innlent 7.11.2021 13:02 „Einn að kalla: passið ykkur“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að hvetja til samstöðu í samfélaginu á sama tíma og ráðamenn tali sóttvarnaaðgerðir niður. Hann kallar eftir því að þeir beri ábyrgð á orðum sínum. Innlent 7.11.2021 12:01 „Við komumst í gegnum þetta ef við fáum þjóðina með okkur” Landspítalinn gerir ráð fyrir að þrír á dag muni þurfa á innlögn að halda vegna kórónuveirunnar. Verkefnastjóri farsóttanefndar óttast að spítalinn muni ekki ráða við álagið með þessu áframhaldi og biðlar til fólks að sýna ítrustu varkárni. Innlent 6.11.2021 18:31 Greiða ekki fyrir aðgerð heima sem þeir samþykktu að greiða fyrir á Spáni Sjúkratryggingar munu ekki greiða fyrir aðgerð konu vegna endómetríósu sem hún mun gangast undir hér heima, þrátt fyrir að hafa samþykkt að greiða fyrir aðgerðina erlendis. Konan, sem er á fertugsaldri, hefur upplifað mikinn sársauka frá því að hún byrjaði á blæðingum en var ekki greind fyrr en legið var fjarlægt 20 árum seinna. Innlent 6.11.2021 17:50 Spítalinn geti ekki starfað eðlilega nema með fleiri hjúkrunarrýmum Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir starfsemi spítalans að miklu leyti standa og falla með fjölda hjúkrunarrýma í landinu. Á meðan hjúkrunarrýmin séu þetta fá geti spítalinn ekki starfað með eðlilegum hætti. Landspítalinn var færður á hættustig í gær. Innlent 6.11.2021 12:07 Landspítalinn á hættustig Landspítali var færður á hættustig kl. 16 í dag. Í tilkynningu á Facebooksíðu spítalans segir að þá hafi viðbragðsstjórn komið saman til fundar ásamt farsóttanefnd og tekið ákvarðanir sem varða breytta starfsemi. Innlent 5.11.2021 18:07 „Bráðvantar“ heilbrigðisstarfsfólk í bakvarðasveitina Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita síðustu daga og með auknu álagi á heilbrigðiskerfið bráðvantar nú fleira heilbrigðisstarfsfólk á skrá í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Innlent 5.11.2021 15:39 Þessi bylgja sú stærsta til þessa og neyðarástand að skapast Núverandi bylgja kórónuveirusmita er sú stærsta til þessa í faraldrinum, að sögn sóttvarnalæknis. Neyðarástand muni skapast á sjúkrahúsum haldi núverandi fjöldi daglegra smita áfram. Innlent 5.11.2021 15:16 Ungbarn liggur á Landspítala með Covid-19 Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19, þar af eitt ungbarn. Þar af eru átta sjúklingar óbólusettir. Innlent 3.11.2021 10:57 Að minnsta kosti sjö fluttir á bráðamóttöku í gærkvöldi og nótt vegna slysa Tveir menn voru vistaðir í fangageymslum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin í gær sökum ástands. Annar var handtekinn í Hlíðahverfi og þar sem lögregla gat ekki komist að því hvar hann býr var hann fluttur á lögreglustöð. Innlent 3.11.2021 06:27 Skora á stjórnarflokkana að taka á málefnum bráðamóttökunnar Stjórn Sjúkraliðafélags Íslands skorar á formenn stjórnarflokkanna að taka á málefnum bráðamóttöku Landspítalans í stjórnarmyndunarviðræðum sínum. Meira fjármagn þurfi til að tryggja nauðsynlega mönnun og rétt flæði innan spítalans til framtíðar. Innlent 2.11.2021 18:34 Farsóttarnefnd svarar Svanhildi vegna svínaflensusamanburðar Farsóttarnefnd Landspítalans hefur birt útlistun á því hvað sé helst frábrugðið á milli svínaflensufaraldursins árið 2009 og kórónuveirufaraldursins sem geisað hefur hér frá síðasta ári, og viðbragða við þeim. Innlent 2.11.2021 15:46 Heilbrigðiskerfið – stjórnun og skipulag Innan Læknafélags Íslands hefur lengi ríkt sú skoðun að íslenskt heilbrigðiskerfi þurfi að vera sjálfbært og geta aðlagast breytilegum sviðsmyndum og álagi af ólíkum toga. Þar skiptir meginmáli að íbúar og þarfir þeirra séu ætíð hafðir í forgrunni. Skoðun 2.11.2021 13:31 „Læknar eru að drukkna í klínískri vinnu og hafa ekki rými til vísindastarfs“ „Það vantar miklu meiri áherslu og kraft frá yfirstjórn Landspítalans að eitt af meginmarkmið spítalans sé virkilega að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð. Þá þarf náttúrulega reksturinn og annað að snúast um það að styrkja og hlúa að vísindunum. Þetta er grafalvarleg staða.“ Innlent 2.11.2021 10:00 Samanburður Svanhildar ósanngjarn og ekki góður Þórólfur Guðnason segir fólk tjá sig um getu Landspítalans án þess að kynna sér málið nægilega vel. Það er ekki sanngjarnt að sögn sóttvarnalæknis að bera Covid-19 saman við svínaflensuna, eins og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs gerði í viðtali í gær. Innlent 1.11.2021 12:23 Lést vegna Covid-19 en lá inni af öðrum ástæðum Einstaklingurinn sem lést á Landspítalanum af völdum Covid-19 um helgina var lagður inn á spítalann af öðrum orsökum. Þetta kemur fram á vef Landspítalans. Innlent 1.11.2021 10:35 Ákall til stjórnvalda – bæta þarf ástandið á Bráðamóttöku Mikil umræða hefur verið um Bráðamóttökuna síðustu daga og vikur. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa ritað greinar, farið í viðtöl í fjölmiðlum og lýst ástandinu. Sjúkraliðar sem starfa á Bráðamóttökunni vilja gjarnan leggja sitt af mörkum í þessari umræðu. Skoðun 1.11.2021 08:01 Smitaðist beint eftir hjartaaðgerð og kveðst eiga líf sitt bóluefnum að þakka Maður sem smitaðist af Covid-19 inni á hjartadeild aðeins örfáum dögum eftir stóra aðgerð segist eiga bóluefnum líf sitt að þakka. Það hefði enginn þurft að smitast þarna inni að sögn mannsins, sem gagnrýnir að heimsóknir hafi verið leyfðar á deildinni. Innlent 31.10.2021 20:06 Sjúklingur smitaður af Covid-19 lést á Landspítala Sjúklingur sem smitaður var af Covid-19 lést á Landspítalanum í dag. Innlent 31.10.2021 18:05 „Fólk bara gefst upp“ Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni segir ríkja algjörlega ótækt ástand. Álagið hafi vaxið mikið undanfarin ár. Innlent 31.10.2021 14:23 Málefnalegar ástæður fyrir því að 20 starfsmenn Landspítalans hafni bólusetningu Starfandi forstjóri Landspítalans segir að spítalinn hafi brugðist eins vel við og hann gat þegar hópsmit kom upp á hjartaskurðdeild. Hún kveðst skilja vel að aðstandendur séu sárir vegna málsins. Innlent 31.10.2021 12:12 Afléttingar nú séu óábyrgar: Segir Landspítalann lekt fley í öldugangi Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir fyrirséða fimmtu bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fyllt gjörgæslu Landspítalans upp í rjáfur auk þess sem hún hafi áhrif á alla aðra starfsemi spítalans. Innlent 30.10.2021 21:50 Mönnunarkrísa á Landspítala getur leitt til takmarkana fyrir almenning Svo getur farið að mönnunarkrísa á Landspítala leiði til þess að almenningur þurfi að búa við sóttvarnatakmarkanir á ný, að sögn forstjóra Landspítalans. Staðan er mjög tvísýn á sjúkrahúsinu. Innlent 30.10.2021 19:15 « ‹ 26 27 28 29 30 31 32 33 34 … 60 ›
Fjórði til fimmti hver hættir í hjúkrun innan fimm ára frá útskrift Á Landspítalanum starfa nærri 1.600 hjúkrunarfræðingar í 1.340 stöðugildum en spítalann vantar 200 til viðbótar til að vel megi við una. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Sigríði Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar. Innlent 10.11.2021 06:48
„Það er allt að springa hérna“ Deildarstjóri Covid-göngudeildar óttast að Landspítalinn hætti að ráða við álagið með áframhaldandi fjölgun smitaðra í samfélaginu og telur að grípa þurfi til hertari aðgerða svo staðan verði ekki eins slæm og víða annars staðar í Evrópu. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Innlent 9.11.2021 21:30
Sjúklingur á geðdeild með Covid-19 og allir skimaðir Inniliggjandi sjúklingur á geðdeild Landspítalans greindist með Covid-19 í gær. Sjúklingar jafnt sem starfsfólk er komið í sóttkví og óskar Landspítalinn eftir liðsinni fólks með bakgrunn í geðheilbrigðisþjónustu. Innlent 9.11.2021 15:33
Fjórtán vilja taka við keflinu af Páli Fjórtán manns vilja verða forstjóri Landspítalans. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Innlent 9.11.2021 10:42
Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu 117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember. Innlent 8.11.2021 14:08
Viðvarandi neyðarástand kemur ekki til greina Á föstudaginn sl. var Landspítali færður á svokallað hættustig, en þegar spítalinn er færður á hættustig er m.a. dregið úr aðgerðum og annarri starfsemi hans. Samkvæmt tilkynningu frá spítalanum var ákvörðunin tekin vegna „mikill[a] og vaxandi fjölda smita undanfarið. Skoðun 8.11.2021 09:01
Óttast að heilbrigðiskerfið bresti líkt og víða í Austur-Evrópu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir óttast að sams konar neyðarástand skapist hér og í ríkjum Austur-Evrópu ef nýjustu aðgerðir skili ekki skjótum árangri. Það sé of mikið að hundrað manns greinist smitaðir á hverjum degi, líkt og undanfarnar tvær vikur. Innlent 7.11.2021 18:31
Hvetur fólk til að mæta á Jólabasar til að styrkja gott málefni Árlegur Jólabasar Barnaspítala Hringsins fer fram á Grand Hótel í dag þar sem handverk og bakkelsi verður til sölu til styrktar Barnaspítalanum. Hringskona hvetur landsmenn til að gera sér ferð á basarinn, sem sé nauðsynleg fjáröflun fyrir Barnaspítalann. Innlent 7.11.2021 13:02
„Einn að kalla: passið ykkur“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að hvetja til samstöðu í samfélaginu á sama tíma og ráðamenn tali sóttvarnaaðgerðir niður. Hann kallar eftir því að þeir beri ábyrgð á orðum sínum. Innlent 7.11.2021 12:01
„Við komumst í gegnum þetta ef við fáum þjóðina með okkur” Landspítalinn gerir ráð fyrir að þrír á dag muni þurfa á innlögn að halda vegna kórónuveirunnar. Verkefnastjóri farsóttanefndar óttast að spítalinn muni ekki ráða við álagið með þessu áframhaldi og biðlar til fólks að sýna ítrustu varkárni. Innlent 6.11.2021 18:31
Greiða ekki fyrir aðgerð heima sem þeir samþykktu að greiða fyrir á Spáni Sjúkratryggingar munu ekki greiða fyrir aðgerð konu vegna endómetríósu sem hún mun gangast undir hér heima, þrátt fyrir að hafa samþykkt að greiða fyrir aðgerðina erlendis. Konan, sem er á fertugsaldri, hefur upplifað mikinn sársauka frá því að hún byrjaði á blæðingum en var ekki greind fyrr en legið var fjarlægt 20 árum seinna. Innlent 6.11.2021 17:50
Spítalinn geti ekki starfað eðlilega nema með fleiri hjúkrunarrýmum Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir starfsemi spítalans að miklu leyti standa og falla með fjölda hjúkrunarrýma í landinu. Á meðan hjúkrunarrýmin séu þetta fá geti spítalinn ekki starfað með eðlilegum hætti. Landspítalinn var færður á hættustig í gær. Innlent 6.11.2021 12:07
Landspítalinn á hættustig Landspítali var færður á hættustig kl. 16 í dag. Í tilkynningu á Facebooksíðu spítalans segir að þá hafi viðbragðsstjórn komið saman til fundar ásamt farsóttanefnd og tekið ákvarðanir sem varða breytta starfsemi. Innlent 5.11.2021 18:07
„Bráðvantar“ heilbrigðisstarfsfólk í bakvarðasveitina Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita síðustu daga og með auknu álagi á heilbrigðiskerfið bráðvantar nú fleira heilbrigðisstarfsfólk á skrá í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Innlent 5.11.2021 15:39
Þessi bylgja sú stærsta til þessa og neyðarástand að skapast Núverandi bylgja kórónuveirusmita er sú stærsta til þessa í faraldrinum, að sögn sóttvarnalæknis. Neyðarástand muni skapast á sjúkrahúsum haldi núverandi fjöldi daglegra smita áfram. Innlent 5.11.2021 15:16
Ungbarn liggur á Landspítala með Covid-19 Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19, þar af eitt ungbarn. Þar af eru átta sjúklingar óbólusettir. Innlent 3.11.2021 10:57
Að minnsta kosti sjö fluttir á bráðamóttöku í gærkvöldi og nótt vegna slysa Tveir menn voru vistaðir í fangageymslum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin í gær sökum ástands. Annar var handtekinn í Hlíðahverfi og þar sem lögregla gat ekki komist að því hvar hann býr var hann fluttur á lögreglustöð. Innlent 3.11.2021 06:27
Skora á stjórnarflokkana að taka á málefnum bráðamóttökunnar Stjórn Sjúkraliðafélags Íslands skorar á formenn stjórnarflokkanna að taka á málefnum bráðamóttöku Landspítalans í stjórnarmyndunarviðræðum sínum. Meira fjármagn þurfi til að tryggja nauðsynlega mönnun og rétt flæði innan spítalans til framtíðar. Innlent 2.11.2021 18:34
Farsóttarnefnd svarar Svanhildi vegna svínaflensusamanburðar Farsóttarnefnd Landspítalans hefur birt útlistun á því hvað sé helst frábrugðið á milli svínaflensufaraldursins árið 2009 og kórónuveirufaraldursins sem geisað hefur hér frá síðasta ári, og viðbragða við þeim. Innlent 2.11.2021 15:46
Heilbrigðiskerfið – stjórnun og skipulag Innan Læknafélags Íslands hefur lengi ríkt sú skoðun að íslenskt heilbrigðiskerfi þurfi að vera sjálfbært og geta aðlagast breytilegum sviðsmyndum og álagi af ólíkum toga. Þar skiptir meginmáli að íbúar og þarfir þeirra séu ætíð hafðir í forgrunni. Skoðun 2.11.2021 13:31
„Læknar eru að drukkna í klínískri vinnu og hafa ekki rými til vísindastarfs“ „Það vantar miklu meiri áherslu og kraft frá yfirstjórn Landspítalans að eitt af meginmarkmið spítalans sé virkilega að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð. Þá þarf náttúrulega reksturinn og annað að snúast um það að styrkja og hlúa að vísindunum. Þetta er grafalvarleg staða.“ Innlent 2.11.2021 10:00
Samanburður Svanhildar ósanngjarn og ekki góður Þórólfur Guðnason segir fólk tjá sig um getu Landspítalans án þess að kynna sér málið nægilega vel. Það er ekki sanngjarnt að sögn sóttvarnalæknis að bera Covid-19 saman við svínaflensuna, eins og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs gerði í viðtali í gær. Innlent 1.11.2021 12:23
Lést vegna Covid-19 en lá inni af öðrum ástæðum Einstaklingurinn sem lést á Landspítalanum af völdum Covid-19 um helgina var lagður inn á spítalann af öðrum orsökum. Þetta kemur fram á vef Landspítalans. Innlent 1.11.2021 10:35
Ákall til stjórnvalda – bæta þarf ástandið á Bráðamóttöku Mikil umræða hefur verið um Bráðamóttökuna síðustu daga og vikur. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa ritað greinar, farið í viðtöl í fjölmiðlum og lýst ástandinu. Sjúkraliðar sem starfa á Bráðamóttökunni vilja gjarnan leggja sitt af mörkum í þessari umræðu. Skoðun 1.11.2021 08:01
Smitaðist beint eftir hjartaaðgerð og kveðst eiga líf sitt bóluefnum að þakka Maður sem smitaðist af Covid-19 inni á hjartadeild aðeins örfáum dögum eftir stóra aðgerð segist eiga bóluefnum líf sitt að þakka. Það hefði enginn þurft að smitast þarna inni að sögn mannsins, sem gagnrýnir að heimsóknir hafi verið leyfðar á deildinni. Innlent 31.10.2021 20:06
Sjúklingur smitaður af Covid-19 lést á Landspítala Sjúklingur sem smitaður var af Covid-19 lést á Landspítalanum í dag. Innlent 31.10.2021 18:05
„Fólk bara gefst upp“ Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni segir ríkja algjörlega ótækt ástand. Álagið hafi vaxið mikið undanfarin ár. Innlent 31.10.2021 14:23
Málefnalegar ástæður fyrir því að 20 starfsmenn Landspítalans hafni bólusetningu Starfandi forstjóri Landspítalans segir að spítalinn hafi brugðist eins vel við og hann gat þegar hópsmit kom upp á hjartaskurðdeild. Hún kveðst skilja vel að aðstandendur séu sárir vegna málsins. Innlent 31.10.2021 12:12
Afléttingar nú séu óábyrgar: Segir Landspítalann lekt fley í öldugangi Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir fyrirséða fimmtu bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fyllt gjörgæslu Landspítalans upp í rjáfur auk þess sem hún hafi áhrif á alla aðra starfsemi spítalans. Innlent 30.10.2021 21:50
Mönnunarkrísa á Landspítala getur leitt til takmarkana fyrir almenning Svo getur farið að mönnunarkrísa á Landspítala leiði til þess að almenningur þurfi að búa við sóttvarnatakmarkanir á ný, að sögn forstjóra Landspítalans. Staðan er mjög tvísýn á sjúkrahúsinu. Innlent 30.10.2021 19:15