NATO

Fréttamynd

Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Rússneskur aðmíráll segir kafbát NATO hafa verið siglt á Kursk

Vyachselav Popov, fyrrverandi aðmíráll í Rússlandi, heldur því fram að kafbátur frá ríki í Atlantshafsbandalaginu hafi valdið því að rússneski kafbáturinn Kursk hafi sokkið árið 2000. Eigin rannsókn Rússa leiddi í ljós að kafbáturinn sökk eftir sprengingu vegna gallaðs tundurskeytis.

Erlent
Fréttamynd

Norðurlöndin hefðu getað unnið meira saman í faraldrinum

Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráðherra Norðurlandanna segir að Norðurlöndin hefðu getað haft með sér meira samstarf á tímum covid faraldursins. Öryggis- og varnarmál hafi fengið aukna athygli í samstarfi Norðurlandanna á undanförnum árum.

Erlent
Fréttamynd

Rússar hefna fyrir refsiaðgerðir NATO-ríkja

Skrifstofum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Moskvu verður lokað og sendinefnd Rússlands gagnvart bandalaginu verður kölluð heim með aðgerðum sem stjórnvöld í Kreml tilkynntu um í dag. Aðgerðirnar eru svar við brottvísun rússneskra sendifulltrúa hjá NATO.

Erlent
Fréttamynd

Sprengjuþoturnar flognar frá Íslandi

Bandarísku sprengjuþoturnar þrjár, hinar torséðu B-2 Spirit, eru farnar frá Íslandi. Þetta var í fyrsta sinn sem Keflavíkurflugvöllur var nýttur sem bækistöð fyrir B-2 sprengjuþotur en áður hafði aðeins ein flugvél slíkrar gerðar komið til landsins til stuttrar eldsneytismillilendingar.

Innlent
Fréttamynd

Keflavíkurflugvöllur skilgreindur sem framvarðarstöð B-2 til sprengjuárása

Tvær af þremur B-2 Spirit sprengjuþotum bandaríska flughersins, sem staðsettar eru á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir, æfðu með norska flughernum yfir Norðursjó í vikunni. Samkvæmt frétt norska hersins fóru æfingarnar fram á mánudag og miðvikudag með þátttöku F-35 orustuþotna Norðmanna sem komu frá Evenes-flugvellinum í Norður Noregi.

Innlent
Fréttamynd

Gunnólfsvík sögð ákjósanleg sem öryggis- og leitarhöfn norðurslóða

Lagabreyting sem utanríkisráðherra kynnti fyrr á árinu um að skilgreina Gunnólfsvík á Langanesi sem öryggissvæði fyrir Landhelgisgæsluna hefur vakið spurningar um hvort hugmyndin sé að taka svæðið frá undir flotahöfn NATO. Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir þetta ákjósanlegan stað fyrir öryggis- og leitarhöfn vegna norðurslóða.

Innlent
Fréttamynd

Tvenn íslensk hjón með börn enn í Kabúl

Annar þeirra tveggja íslensku ríkisborgara sem sinnt hafa verkefnum fyrir stofnanir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan er kominn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna heilu og höldnu. Utanríkisráðuneytinu er nú kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara sem enn eru staddir í afgönsku höfuðborginni Kabúl.

Innlent
Fréttamynd

Harm­leikurinn í Afgan­istan og á­byrgð okkar

Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn sem naut þjálfunar og hergagna frá Bandaríkjunum var þrjá daga að tapa stríðinu og forsetinn hefur flúið land.

Skoðun
Fréttamynd

Yfirráð Talíbana verði aldrei viðurkennd

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir framsókn Talíbana í Afganistan grafalvarlegt mál sem alþjóðasamfélagið verði að bregðast við. Neyðarstjórn Nató fundaði um stöðuna í dag en yfirráð Talíbana verða aldrei viðurkennd af bandalaginu.

Erlent
Fréttamynd

Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan

Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn.

Erlent
Fréttamynd

Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina

Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan.

Erlent
Fréttamynd

Kalla bjórinn heim frá Afgan­istan

Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að ráða verktaka í að flytja tæplega 23 þúsund lítra af bjór frá Afganistan aftur til Þýskalands, nú þegar Atlantshafsbandalagið (NATO) undirbýr að draga hermenn sína út úr Afganistan.

Erlent
Fréttamynd

NATO æfir sig fyrir mögulega innrás

Þúsundir hermanna, sjóliða og flugmanna taka nú þátt í umfangsmiklum heræfingum Atlantshafsbandalagins (NATO) sem ætlað er að líkja eftir innrás í eitt aðildarríkið. Æfingarnar fara fram beggja vegna Atlantshafsins allt að Svartahafi.

Erlent
Fréttamynd

Óásættanlegt framferði og brot á alþjóðalögum

Atlantshafsbandalagið krafðist þess í dag að hvítrússnesku stjórnarandstæðingarnir sem voru handteknir eftir að flugi þeirra með RyanAir var stýrt af leið og lent í Minsk verði leystir úr haldi. Utanríkisráðherra segir málið með ólíkindum.

Erlent