Börn og uppeldi

Fréttamynd

„Pabbi hans er í fangelsi og við bara tölum um það“

„Við tölum mjög opið um þetta enda ætla ég ekki að láta barnið mitt upplifa þetta sem skömm á nokkurn hátt. Pabbi er bara í fangelsi og svona er það og það er bara allt í lagi, ekkert leyndarmál eða feluleikur,“ segir María Dís Knudsen.

Innlent
Fréttamynd

„Líf fatlaðs barns er ekki einka­mál þess heldur er það líf allrar fjöl­skyldunnar”

„Þetta hefur afskaplega mikil áhrif á okkar daglega líf, því þá daga sem er ekki frístund þá förum við úr vinnu upp úr hádegi til að taka á móti honum kl. 14. Sonur okkar er með mikinn hegðunarvanda og yfirleitt fer hann í uppnám við þessa tilfærslu á umönnunaraðila. Þegar maður missir stjórn á barni með hegðunarvanda þá er dagurinn farinn í það, og við snúum ekki svo auðveldlega aftur til vinnu eftir þannig uppákomu,” segir Katrín Auðunardóttir, móðir 11 ára drengs í Klettaskóla. Sökum manneklu fá sonur hennar og skólafélagar hans einungis einn til tvo daga á viku í frístund í frístundaheimilinni Öskju.

Innlent
Fréttamynd

Rétta hlut tannskakkra með þreföldum styrk

Styrkur til tannréttinga hefur tæplega þrefaldast með breytingu á reglugerð um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar. Styrkur til meðferðar í báðum gómum hækkar úr 150 þúsund í 430 þúsund. Styrkur til meðferðar í einum gómi hækkar úr 100 þúsund krónum í 290 þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Tökum saman á nei­kvæðum á­hrifum snjall­síma!

Flest þekkjum við þau áhrif og tæknibreytingar sem þróun snjallsíma hefur haft á líf okkar, við erum orðin vön því að hafa allar upplýsingar, bæði gagnlegar og ógagnlegar við höndina. Við þekkjum líka flest hversu auðvelt það er að ánetjast símanum og eyða miklu meira tíma en við viljum í marklausu vafri um samfélagsmiðla og vefsíður.

Skoðun
Fréttamynd

Sátt um síma­málin

Umræðan um síma í skólastarfi er ekki ný af nálinni og blossar gjarnan upp í upphafi skólaárs þegar að skólastjórnendur, kennarar og starfsmenn skóla velta vöngum yfir því hvað sé best að gera með þessa símaeign íslenskra barna sem nálgast það að vera orðin algjör.

Skoðun
Fréttamynd

Hafa á­hyggjur af hnífa­burði grunn­skóla­krakka

Borið hefur á því í skóla-og fé­lags­mið­stöðvastarfi í Kópa­vogi að ung­lingar gangi með hníf á sér. Starfs­menn hafa á­hyggjur af þessari þróun og for­eldrum skóla­barna hefur verið sent bréf vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

„Það er okkar ein­lægi vilji að gera betur“

Yfirlæknir Livio segir reynslusögur kvenna af slæmri þjónustu fyrirtækisins teknar alvarlega og að þær verði notaðar sem hvati til að gera betur. Meðferðirnar séu krefjandi og oftar en ekki þurfi að endurtaka þær.

Innlent
Fréttamynd

Gagn­rýnir Livio: „Heimurinn bara hrundi“

Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi opnaði íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir sig um erfitt ferli að verða ólétt en hún fékk aðstoð frá fyrirtækinu Livio og eftir nokkrar tilraunir gekk það upp. Svava er komin fimm mánuði á leið í dag.

Lífið
Fréttamynd

Ungmenni fari ennþá í andaglas en á ólíkan hátt

Frá örófi alda hefur fólk gert tilraunir til að ná sambandi við handanheima og við það hafa margar aðferðir verið reyndar og þeirra á meðal er Andaglas. Fyrirbærið hefur verið áberandi í poppmenningu síðustu áratuga, líkt og bíómyndum og bókmenntum. Nú síðast í hryllingsmyndinni Talk to Me þar sem ungmenni fara í leik sem minnir að mörgu leiti á andaglas. En hver er staða andaglass í nútímasamfélagi?

Lífið
Fréttamynd

Far­símar í skólum

Ég er fyllilega sammála þeim sem telja að skólar, sem ekki finna farsímum uppbyggilegt hlutverk, ættu að banna notkun þeirra. Ég efast bara um að slíkir skólar geti tekið sér uppbyggilegt hlutverk í því samfélagi sem við byggjum.

Skoðun
Fréttamynd

Tvö til fjögur

Nei þetta er ekki grein um aukagjald vegna leikskóladvalar í Kópavogi, þetta er heldur ekki grein um opnunartíma Vínbúðarinnar á Djúpavogi. Mæli samt með Djúpavogi, bjó þar um stund.

Skoðun
Fréttamynd

Konur fara í þungunar­rof vegna fá­tæktar

Borið hefur á umræðu um að konur fari í þungunarrof vegna þess að þær telji sig ekki geta séð fyrir barni, sem þær þó langar í. Formaður EAPN á Íslandi segir þetta ekki nýtt vandamál.

Innlent
Fréttamynd

„Okkur finnst að tíundi bekkur ætti að mega hafa síma“

Sumarfríi grunnskólabarna lauk víðast hvar í dag þegar skólar voru settir í blíðskaparveðri. Um fjögur þúsund börn hefja skólagöngu sína í fyrsta bekk um land allt í ár. Krakkarnir í Laugalækjaskóla eru mishrifnir af nýrri reglu um svokallað símafrí. Skólastjóri segir tíma nemenda betur varið með skólafélögum og telur öryggi þeirra aukast án símans.

Innlent
Fréttamynd

Skilur angist foreldra og hefur fulla trú á að málið endi vel

Forstjóri Menntamálastofnunar segir stofnunina hafa lagt sig fram við að finna lausn fyrir Kristján Jakov Lazarev sem er ekki enn kominn með menntaskólapláss. Leitað sé allra leiða til að finna skóla sem henti þörfum hans. Þá segir að það sé skýr stefna að breyta framkvæmd innritunar til að gæta best hagsmuna barna.

Innlent
Fréttamynd

„Við höfum á­hyggjur af krökkunum“

Stærsti dagur ársins hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Menningarnótt, er handan við hornið. Lögregla hefur áhyggjur af unglingadrykkju og verður með mikið eftirlit til að sporna við slíku. Aðstoðaryfirlögregluþjónn brýnir fyrir gestum að njóta þessa stórkostlega dags og komast heil heim. 

Innlent
Fréttamynd

Tími fram­fara í leik­skóla­málum er kominn

Öll sveitarfélög í landinu glíma við erfiðleika tengda leikskólastarfi. Nú hefur bæjarstjórn Kópavogsbæjar eftir samráð við starfsfólk og stjórnendur leikskóla bæjarins, félag leikskólakennara og fleiri hagsmunaaðila ákveðið að bjóða foreldrum val um sex stunda dvalartíma gjaldfrjálsan. Gjaldskrá fyrir sjö klukkustunda dvalartíma er óbreytt en gjaldskrárhækkanir verða á tímum umfram það. 

Skoðun
Fréttamynd

Minna á­reiti í skólum

Nú þegar skólastarf er að hefjast eftir sumarið hefur mikið verið rætt og ritað um þá sýn UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, að snjallsímar verði ekki leyfðir í grunnskólum. Samkvæmt skýrslu UNESCO sem gefin var út í lok júlí er lögð áhersla á að tækni sé eingöngu nýtt við nám þegar hún bætir námsárangur.

Skoðun
Fréttamynd

Knúsa reglulega bangsa úr fatnaði látins föður

Kona sem missti eiginmann sinn úr krabbameini á sér þá ósk heitasta að fá fólk í lið með sér að sauma persónulega bangsa handa börnum sem hafa misst foreldri sitt. Bangsi sem var saumaður úr fatnaði eiginmanns hennar er knúsaður reglulega á heimilinu.

Lífið
Fréttamynd

Leik­skóla­vandinn?

Íslendingar eru duglegir við nýyrðasmíði og hafa alltaf verið. Að eiga lifandi, fjölbreytt og djúpt tungumál er bæði fallegt og virðingarvert.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er hægt að gera miklu, miklu, miklu betur“

Framkvæmdastjóri Barna-og fjölskyldustofu segir hægt að gera miklu, miklu, miklu betur í málefnum barna með fjölþættan vanda. Stýrihópur barnamálaráðherra leggur fram á annan tug tillagna um úrbætur. Verði þær að veruleika er búist við milljarða sparnaði.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að stór­auka barna­vernd

Miklar breytingar verða gerðar á barnavernd hér á landi gangi framkvæmdaráætlun barnamálaráðherra eftir. Hann  leggur áherslu á að ríkið taki fleiri málaflokka til sín með samvinnu við sveitarfélögin.

Innlent
Fréttamynd

Far­síma­bann í skólum. Sið­fár eða raun­veru­legur vandi

Nýlega gaf Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) út skýrslu þar sem farið var yfir stöðu snjalltækja í kennslu. Meginniðurstaða skýrslunnar er sú ályktun að snjalltæki eins og farsímar og spjaldtölvur eigi ekki að nota innan veggja skóla nema ef notkun þeirra sé að bæta kennslu með ótvíræðum hætti.

Skoðun