Heilbrigðismál Sér soninn brosa í fyrsta sinn vegna nýrra gleraugna Sjónstöðin hefur fest kaup á sextán nýjum gleraugum, sem gera sjónskertum kleift að horfa á sjónvarpið, út um gluggann og fara í leikhús. Sjónskert kona segist í fyrsta sinn geta séð son sinn brosa, eftir að hafa fengið slík gleraugu. Innlent 26.2.2023 21:45 Læknar tækju aldrei þátt í rannsóknum á föngum Formaður Geðlæknafélags Íslands fullyrðir að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi samþykkti aldrei að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Umræðan um efnin sé komin út á villigötur. Innlent 25.2.2023 09:09 Um hugvíkkandi efni og geðraskanir Umræðan um hugvíkkandi efni er að sumu leyti snúin og getur verið erfitt að orða hlutina rétt svo þeir misskiljist ekki. Hugvíkkandi efni eru nokkur, en það sem mest hefur verið í umræðunni undanfarið er efnið sílósíbín (psilocybin). Ástæðan er sú að til eru rannsóknir sem benda til þess að efnið geti mögulega verið gagnlegt í meðferð sumra geðraskana eins og t.d. þunglyndi. Skoðun 25.2.2023 08:01 Munu aldrei gefa föngum hugvíkkandi efni án samþykkis allra Fangelsismálastjóri segir að ekki verði gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, liggi fyrir. Hann kveðst opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál séu áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast. Innlent 24.2.2023 21:01 Mygla fannst í eldra húsnæði Melaskóla Mygla hefur greinst á nokkrum stöðum í eldra húsnæði Melaskóla. Skólastjórnendur hafa boðið til fundar með foreldrum og aðstandendum nemenda næstkomandi mánudag. Innlent 24.2.2023 12:24 Hafa kallað fólk í skimun vegna berklasmita Nokkrir einstaklingar hafa greinst með berkla á þessu ári og hefur heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu boðað hóp fólks í skimun vegna þess. Umdæmislæknir sóttvarna segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur af smitunum enda séu berklar ekki bráðsmitandi sjúkdómur. Innlent 20.2.2023 15:14 Grafalvarlegt mál að bíðtíminn skuli vera þrjú ár Í svari sem ég fékk frá Þroska-og hegðunarstöð (ÞOH) vegna tilvísunar sem barst þeim í febrúar 2022, var mér tjáð að þá hafi biðin verið 18-20 mánuðir, en fæ núna í febrúar 2023 tilkynningu um að biðin sé 30-36 mánuðir og þar af leiðandi mun ekki vera möguleiki á greiningu fyrr en eftir rúm tvö ár. Ástæðan sem er gefin fyrir þessum biðtíma sé fjöldi tilvísana og óviðráðanlegar aðstæður. Skoðun 20.2.2023 12:00 Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. Innlent 20.2.2023 09:40 Sjálfvirknivæða vinnu heilbrigðisstarfsfólks með gervigreind Gervigreind sem þróuð er af íslensku fyrirtæki er nú notuð til að greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækinu var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim - en nú sér forsvarsmaður þess fram á að tæknin geti verið bylting í heilbrigðiskerfinu. Innlent 19.2.2023 08:05 Sagði skilið við viðskiptafræðina og fékk hæstu einkunn í hjúkrunarfræði Þrátt fyrir að vera kominn með B.S. og Master í viðskiptafræði og vinnu í faginu ákvað Kristófer Kristófersson að setjast aftur á skólabekk. Í þetta skiptið var það hjúkrunarfræðin sem heillaði hann. Lífið 18.2.2023 10:54 Kallað út í tómið Nýlega er afstaðinn fundur með ungmennaráðum í borgarstjórn sem er árlegur viðburður. Í annað sinn á stuttum tíma leggur ungmennaráð fram tillögu um að aðgengi að sálfræðingum verði stórbætt. Flokkur fólksins hefur margsinnis sl. 5 ár lagt fram sambærilegar tillögur og þá bent á hvað þurfi að gera til að aðgengi barna að fagþjónustu skóla verði bætt. Skoðun 18.2.2023 10:01 Greiningum fjölgar enn á inflúensu, skarlatssótt og hálsbólgu Aukning varð á fjölda inflúensugreininga í síðustu viku samanborið við fjórar vikur þar á undan. Alls greindust 46 með staðfesta inflúensu, þar af 35 með inflúensustofn B, níu með inflúensustofn A(H1) og tveir með stofn A(H3). Innlent 17.2.2023 08:19 Fjögurra ára fór í öndunarvél vegna streptókokka: Móðirin reið út í kerfið Móðir fjögurra ára stúlku sem var hætt komin og þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda vegna alvarlegrar streptókokkasýkingar, segist reið og sár við heilbrigðiskerfið. Hún er viss um að hægt hefði verið að grípa inn í mun fyrr og koma í veg fyrir lífshættulegt ástand dóttur sinnar. Innlent 16.2.2023 19:18 Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. Innlent 16.2.2023 15:17 Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. Innlent 15.2.2023 14:01 Meðaldagvinnulaun upp á 650 þúsund í engu samræmi við menntun, reynslu og ábyrgð Byrjunarlaun hjúkrunafræðinga á Landspítala eru 525 þúsund krónur en meðaldagvinnulaun um 650 þúsund krónur. Meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga er 45 ár. Innlent 15.2.2023 07:51 „Öll ástin kom, þó að hjartað hans hafi ekki slegið“ „Mér fannst ég strax sjá einhverja kunnuglega svipi og maður var að lesa í allskonar, hvernig puttarnir og tásurnar hans voru, og litli nebbinn,“ segir Hildur Grímsdóttir en hún var komin 25 vikur á leið með sitt þriðja barn þegar í ljós kom að það var enginn hjartsláttur. Litli drengurinn fékk nafnið Hergeir Þór. Lífið 15.2.2023 07:00 Ég sé skýrar Nú sé ég starf mitt og köllun skýrar. Skoðun 13.2.2023 07:00 „Mamma okkar var drepin, hún var tekin af lífi“ „Það er rosalega erfitt að rifja þetta allt upp, rífa upp þessi sár. Það sem mér finnst eiginlega verst er að öll þessi umræða er að skyggja á allar fallegu minningarnar sem ég á af henni mömmu. Í staðinn fyrir eitthvað sem er falleg og góð minning kemur bara endalaus reiði og heift.“ Innlent 12.2.2023 07:00 Bráðamóttaka á Selfossi á neyðarstigi vegna manneklu Bráðamóttaka á Selfossi verður á neyðarstigi um helgina vegna alvarlegrar manneklu. Innlent 11.2.2023 22:10 Bráðamóttakan á Selfossi - Erfið staða um helgina Vegna alvarlegrar manneklu á Bráðamóttökunni á Selfossi verður erfið staða á deildinni um helgina. Alvarlegum veikindum og slysum verður þó áfram sinnt. Hjúkrunarfræðingar verða við vinnu og meta veikindi þeirra, sem leita á móttökuna en læknisþjónusta verður skert. Innlent 11.2.2023 15:03 Þung staða á bráðamóttökunni á Selfossi Þung staða er á bráðamóttökunni á Selfossi vegna manneklu. Erfiðlega hefur gengið að manna læknavaktir og biðtími á bráðamóttökunni hefur því lengst töluvert. Forstjóri segir forgangsraða þurfi tilfellum eftir alvarleika en að bráðum veikindum og slysum verði sinnt. Innlent 11.2.2023 13:42 Líklega um sex hundruð fengið lyfið á síðustu tveimur vikum Lyfjastofnun hefur innkallað sýklalyfið Staxlox í varúðarskyni eftir að einstaklingar sem fengu sambærilegt lyf í Danmörku sýktust og hylki af lyfinu reyndust menguð. Grunur er um að einn hafi sýkst hér á landi. Forstjóri Lyfjastofnunar segir líklega um 600 hafa fengið lyfið á síðustu tveimur vikum hér á landi en þau hafi verið látin vita í gegnum Heilsuveru. Þó sé ekki saman sem merki milli þess að fá mengað hylki og að sýkjast. Innlent 10.2.2023 13:00 Innkalla lyf vegna áhættu á sýkingum af völdum sýklalyfjaónæmrar bakteríu Lyfjastofnun hefur stöðvað sölu og ávísanir á sýklalyfið Staklox vegna áhættu á sýkingu af völdum sýklalyfjaónæmra baktería. Stofnunin hefur einnig innkallað lyfið frá þeim sjúklingum sem hafa fengið því ávísað. Innlent 10.2.2023 07:38 Klæðir sig upp fyrir lyfjagjöfina Símtalið sem enginn vill fá en alltof margir neyðast til að taka. Lífið er skyndilega breytt. Stóru málin verða allt í einu að algjöru aukaatriði. Baráttan er fram undan. Lífið 10.2.2023 07:00 Algjör firra að það sé lítilsvirðing að vara við hættunni af offitu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að jafnvel þótt lyf sem notuð eru við offitu séu dýr muni þau koma til með að stuðla að sparnaði í heilbrigðiskerfinu. Hann fagnar nýjum lyfjum við offitu, sem sérfræðingar séu sammála um að sé mesta heilbrigðisvandamál samtímans. Innlent 10.2.2023 06:43 „Hann mun deyja hér á næstu dögum“ Sigurður Bragason er nú í líknandi meðferð á sjúkrahúsi í Brasilíu eftir að hafa greinst með heilaæxli síðasta sumar. Sigurður er einungis 48 ára gamall. Til að bæta gráu ofan á svart misstu Sigurður og eiginkona hans meirihluta af innbúi sínu þegar það flæddi inn í hús fjölskyldunnar aðfaranótt þriðjudags. Innlent 9.2.2023 11:12 Bætt aðgengi að sjúkraþjálfun minnkar álag á heilsugæslur Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er grundvöllur heilsu og farsældar. Það má færa fyrir því sterk rök að það sé skynsöm nýting fjármuna að aðstoða þá einstaklinga sem þess þurfa sem fyrst. Þannig má koma í veg fyrir að vandamálin verði stærri og flóknari með tilheyrandi álagi og kostnaði. Skoðun 9.2.2023 09:30 Kastaði sér í snjóinn eftir sprengingu á Grenivík og vaknaði í Noregi Kona sem slasaðist alvarlega í sprengingu í verksmiðju Pharmarctica á Grenivík á síðasta ári hefur náð undraverðum bata í Noregi. Hún segist muna eftir því að hafa kastað sér í snjóinn fyrir utan verksmiðjuna strax eftir sprenginguna. Því næst rankaði hún við sér á spítala í Noregi, mánuði eftir slysið. Innlent 9.2.2023 07:01 Afneitun um íslenskt heilbrigðiskerfi Eitt af stóru vandamálunum Landspítalans er að þar liggja inni einstaklingar sem ættu að fá þjónustu í annars konar úrræði. Þjónustuúrræði sjúkrahúsa er dýrasta úrræði sem verið er að veita og því vekur það athygli að þessi staða skuli vera uppi. Skoðun 8.2.2023 12:31 « ‹ 43 44 45 46 47 48 49 50 51 … 214 ›
Sér soninn brosa í fyrsta sinn vegna nýrra gleraugna Sjónstöðin hefur fest kaup á sextán nýjum gleraugum, sem gera sjónskertum kleift að horfa á sjónvarpið, út um gluggann og fara í leikhús. Sjónskert kona segist í fyrsta sinn geta séð son sinn brosa, eftir að hafa fengið slík gleraugu. Innlent 26.2.2023 21:45
Læknar tækju aldrei þátt í rannsóknum á föngum Formaður Geðlæknafélags Íslands fullyrðir að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi samþykkti aldrei að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Umræðan um efnin sé komin út á villigötur. Innlent 25.2.2023 09:09
Um hugvíkkandi efni og geðraskanir Umræðan um hugvíkkandi efni er að sumu leyti snúin og getur verið erfitt að orða hlutina rétt svo þeir misskiljist ekki. Hugvíkkandi efni eru nokkur, en það sem mest hefur verið í umræðunni undanfarið er efnið sílósíbín (psilocybin). Ástæðan er sú að til eru rannsóknir sem benda til þess að efnið geti mögulega verið gagnlegt í meðferð sumra geðraskana eins og t.d. þunglyndi. Skoðun 25.2.2023 08:01
Munu aldrei gefa föngum hugvíkkandi efni án samþykkis allra Fangelsismálastjóri segir að ekki verði gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, liggi fyrir. Hann kveðst opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál séu áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast. Innlent 24.2.2023 21:01
Mygla fannst í eldra húsnæði Melaskóla Mygla hefur greinst á nokkrum stöðum í eldra húsnæði Melaskóla. Skólastjórnendur hafa boðið til fundar með foreldrum og aðstandendum nemenda næstkomandi mánudag. Innlent 24.2.2023 12:24
Hafa kallað fólk í skimun vegna berklasmita Nokkrir einstaklingar hafa greinst með berkla á þessu ári og hefur heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu boðað hóp fólks í skimun vegna þess. Umdæmislæknir sóttvarna segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur af smitunum enda séu berklar ekki bráðsmitandi sjúkdómur. Innlent 20.2.2023 15:14
Grafalvarlegt mál að bíðtíminn skuli vera þrjú ár Í svari sem ég fékk frá Þroska-og hegðunarstöð (ÞOH) vegna tilvísunar sem barst þeim í febrúar 2022, var mér tjáð að þá hafi biðin verið 18-20 mánuðir, en fæ núna í febrúar 2023 tilkynningu um að biðin sé 30-36 mánuðir og þar af leiðandi mun ekki vera möguleiki á greiningu fyrr en eftir rúm tvö ár. Ástæðan sem er gefin fyrir þessum biðtíma sé fjöldi tilvísana og óviðráðanlegar aðstæður. Skoðun 20.2.2023 12:00
Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. Innlent 20.2.2023 09:40
Sjálfvirknivæða vinnu heilbrigðisstarfsfólks með gervigreind Gervigreind sem þróuð er af íslensku fyrirtæki er nú notuð til að greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækinu var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim - en nú sér forsvarsmaður þess fram á að tæknin geti verið bylting í heilbrigðiskerfinu. Innlent 19.2.2023 08:05
Sagði skilið við viðskiptafræðina og fékk hæstu einkunn í hjúkrunarfræði Þrátt fyrir að vera kominn með B.S. og Master í viðskiptafræði og vinnu í faginu ákvað Kristófer Kristófersson að setjast aftur á skólabekk. Í þetta skiptið var það hjúkrunarfræðin sem heillaði hann. Lífið 18.2.2023 10:54
Kallað út í tómið Nýlega er afstaðinn fundur með ungmennaráðum í borgarstjórn sem er árlegur viðburður. Í annað sinn á stuttum tíma leggur ungmennaráð fram tillögu um að aðgengi að sálfræðingum verði stórbætt. Flokkur fólksins hefur margsinnis sl. 5 ár lagt fram sambærilegar tillögur og þá bent á hvað þurfi að gera til að aðgengi barna að fagþjónustu skóla verði bætt. Skoðun 18.2.2023 10:01
Greiningum fjölgar enn á inflúensu, skarlatssótt og hálsbólgu Aukning varð á fjölda inflúensugreininga í síðustu viku samanborið við fjórar vikur þar á undan. Alls greindust 46 með staðfesta inflúensu, þar af 35 með inflúensustofn B, níu með inflúensustofn A(H1) og tveir með stofn A(H3). Innlent 17.2.2023 08:19
Fjögurra ára fór í öndunarvél vegna streptókokka: Móðirin reið út í kerfið Móðir fjögurra ára stúlku sem var hætt komin og þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda vegna alvarlegrar streptókokkasýkingar, segist reið og sár við heilbrigðiskerfið. Hún er viss um að hægt hefði verið að grípa inn í mun fyrr og koma í veg fyrir lífshættulegt ástand dóttur sinnar. Innlent 16.2.2023 19:18
Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. Innlent 16.2.2023 15:17
Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. Innlent 15.2.2023 14:01
Meðaldagvinnulaun upp á 650 þúsund í engu samræmi við menntun, reynslu og ábyrgð Byrjunarlaun hjúkrunafræðinga á Landspítala eru 525 þúsund krónur en meðaldagvinnulaun um 650 þúsund krónur. Meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga er 45 ár. Innlent 15.2.2023 07:51
„Öll ástin kom, þó að hjartað hans hafi ekki slegið“ „Mér fannst ég strax sjá einhverja kunnuglega svipi og maður var að lesa í allskonar, hvernig puttarnir og tásurnar hans voru, og litli nebbinn,“ segir Hildur Grímsdóttir en hún var komin 25 vikur á leið með sitt þriðja barn þegar í ljós kom að það var enginn hjartsláttur. Litli drengurinn fékk nafnið Hergeir Þór. Lífið 15.2.2023 07:00
„Mamma okkar var drepin, hún var tekin af lífi“ „Það er rosalega erfitt að rifja þetta allt upp, rífa upp þessi sár. Það sem mér finnst eiginlega verst er að öll þessi umræða er að skyggja á allar fallegu minningarnar sem ég á af henni mömmu. Í staðinn fyrir eitthvað sem er falleg og góð minning kemur bara endalaus reiði og heift.“ Innlent 12.2.2023 07:00
Bráðamóttaka á Selfossi á neyðarstigi vegna manneklu Bráðamóttaka á Selfossi verður á neyðarstigi um helgina vegna alvarlegrar manneklu. Innlent 11.2.2023 22:10
Bráðamóttakan á Selfossi - Erfið staða um helgina Vegna alvarlegrar manneklu á Bráðamóttökunni á Selfossi verður erfið staða á deildinni um helgina. Alvarlegum veikindum og slysum verður þó áfram sinnt. Hjúkrunarfræðingar verða við vinnu og meta veikindi þeirra, sem leita á móttökuna en læknisþjónusta verður skert. Innlent 11.2.2023 15:03
Þung staða á bráðamóttökunni á Selfossi Þung staða er á bráðamóttökunni á Selfossi vegna manneklu. Erfiðlega hefur gengið að manna læknavaktir og biðtími á bráðamóttökunni hefur því lengst töluvert. Forstjóri segir forgangsraða þurfi tilfellum eftir alvarleika en að bráðum veikindum og slysum verði sinnt. Innlent 11.2.2023 13:42
Líklega um sex hundruð fengið lyfið á síðustu tveimur vikum Lyfjastofnun hefur innkallað sýklalyfið Staxlox í varúðarskyni eftir að einstaklingar sem fengu sambærilegt lyf í Danmörku sýktust og hylki af lyfinu reyndust menguð. Grunur er um að einn hafi sýkst hér á landi. Forstjóri Lyfjastofnunar segir líklega um 600 hafa fengið lyfið á síðustu tveimur vikum hér á landi en þau hafi verið látin vita í gegnum Heilsuveru. Þó sé ekki saman sem merki milli þess að fá mengað hylki og að sýkjast. Innlent 10.2.2023 13:00
Innkalla lyf vegna áhættu á sýkingum af völdum sýklalyfjaónæmrar bakteríu Lyfjastofnun hefur stöðvað sölu og ávísanir á sýklalyfið Staklox vegna áhættu á sýkingu af völdum sýklalyfjaónæmra baktería. Stofnunin hefur einnig innkallað lyfið frá þeim sjúklingum sem hafa fengið því ávísað. Innlent 10.2.2023 07:38
Klæðir sig upp fyrir lyfjagjöfina Símtalið sem enginn vill fá en alltof margir neyðast til að taka. Lífið er skyndilega breytt. Stóru málin verða allt í einu að algjöru aukaatriði. Baráttan er fram undan. Lífið 10.2.2023 07:00
Algjör firra að það sé lítilsvirðing að vara við hættunni af offitu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að jafnvel þótt lyf sem notuð eru við offitu séu dýr muni þau koma til með að stuðla að sparnaði í heilbrigðiskerfinu. Hann fagnar nýjum lyfjum við offitu, sem sérfræðingar séu sammála um að sé mesta heilbrigðisvandamál samtímans. Innlent 10.2.2023 06:43
„Hann mun deyja hér á næstu dögum“ Sigurður Bragason er nú í líknandi meðferð á sjúkrahúsi í Brasilíu eftir að hafa greinst með heilaæxli síðasta sumar. Sigurður er einungis 48 ára gamall. Til að bæta gráu ofan á svart misstu Sigurður og eiginkona hans meirihluta af innbúi sínu þegar það flæddi inn í hús fjölskyldunnar aðfaranótt þriðjudags. Innlent 9.2.2023 11:12
Bætt aðgengi að sjúkraþjálfun minnkar álag á heilsugæslur Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er grundvöllur heilsu og farsældar. Það má færa fyrir því sterk rök að það sé skynsöm nýting fjármuna að aðstoða þá einstaklinga sem þess þurfa sem fyrst. Þannig má koma í veg fyrir að vandamálin verði stærri og flóknari með tilheyrandi álagi og kostnaði. Skoðun 9.2.2023 09:30
Kastaði sér í snjóinn eftir sprengingu á Grenivík og vaknaði í Noregi Kona sem slasaðist alvarlega í sprengingu í verksmiðju Pharmarctica á Grenivík á síðasta ári hefur náð undraverðum bata í Noregi. Hún segist muna eftir því að hafa kastað sér í snjóinn fyrir utan verksmiðjuna strax eftir sprenginguna. Því næst rankaði hún við sér á spítala í Noregi, mánuði eftir slysið. Innlent 9.2.2023 07:01
Afneitun um íslenskt heilbrigðiskerfi Eitt af stóru vandamálunum Landspítalans er að þar liggja inni einstaklingar sem ættu að fá þjónustu í annars konar úrræði. Þjónustuúrræði sjúkrahúsa er dýrasta úrræði sem verið er að veita og því vekur það athygli að þessi staða skuli vera uppi. Skoðun 8.2.2023 12:31