Stjórnsýsla

Fréttamynd

Kvikmyndagerð í úlfakreppu

Um árabil hafa nokkrir kvikmyndaráðgjafar Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) synjað fullgildum umsóknum til sjóðsins á ófaglegum og ólögmætum forsendum.

Skoðun
Fréttamynd

Auglýsum launin!

Á málþingi BHM „Sköpum samfélag fyrir öll“ sem haldið var á kvennafrídaginn var launamunur kynjanna til umfjöllunar. Vísbendingar komu fram um að kynskiptur vinnumarkaður sé ein helsta orsök launamun kynjanna.

Skoðun
Fréttamynd

Meint ís­­lenskt ó­­veður reynst dýr­­keypt fyrir Vueling

Spænska flugfélagið Vueling hefur þurft að greiða um sjötíu farþegum flugfélagsins samtals rúmlega fimm milljónir króna í skaðabætur vegna flugferða á vegum félagsins sem var ýmist seinkað eða aflýst vegna veðurs hér á landi. Í öllum tilvikum var það metið svo að veðrið hafi ekki átt að hafa áhrif á ferðir félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telur sig mega sæta ofsóknum af hálfu MAST

Árni Stefán Árnason lögfræðingur, sem hefur sérhæft sig í dýraverndunarlöggjöf og barist ákaft fyrir velferð dýra, telur borðleggjandi að Matvælastofnun ofsæki sig vegna skoðana sinna og gagnrýni sem hann hefur sett fram á hendur stofnuninni.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgar rjúpum sem má veiða á tíma­bilinu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur staðfest að veiðitímabil rjúpu verður frá 1. nóvember til 4. desember í ár. Ráðlögð veiði á tímabilinu er 26 þúsund fuglar, sem er fjölgun um sex þúsund fugla frá síðasta tímabili.

Innlent
Fréttamynd

Öllu starfsfólki sagt upp

Menntamálastofnun verður lögð niður og öllu starfsfólki þar sagt upp í viðamiklum breytingum sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur boðað. Samhæfing og ný verkfæri í skólakerfi eru meðal annars ástæður breytingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Karitas H. Gunnars­dóttir er látin

Karitas H. Gunnarsdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, er látin, 62 ára að aldri. Hún lét af störfum í ráðuneytinu fyrr á þessu ári og var í hópi reynslumestu starfsmanna stjórnarráðsins.

Innlent
Fréttamynd

„Ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað“

„Ég man mjög vel eftir fyrsta vinnudeginum. Við vorum nokkur að byrja og embættið byrjað að skoða nokkur mál þótt það væri ekki opinbert enn. En ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað og hversu stórar upphæðir þetta voru,“ segir Eiríkur Rafn Rafnsson þegar hann rifjar upp fyrsta vinnudaginn sinn sem lögreglufulltrúi hjá Embætti sérstaks saksóknara.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Vanfjármagnað geðheilbrigðiskerfi og afleiðingar þess

Landssamtökin Geðhjálp hafa um langt árabil bent á þá staðreynd að geðheilbrigðiskerfið er vanfjármagnað. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðiskerfið, sem kom út í vor, þá eru fjárframlög til málaflokksins tæplega 5% af heildarfjárframlögum til heilbrigðismála. Á sama tíma er áætlað umfang geðheilbrigðismála af heildinni í kringum 25%. Í samantekt frá árunum 2007 til 2009 var framlag til geðheilbrigðismála áætlað í kringum 8%.

Skoðun
Fréttamynd

Sviptir réttindum í tíð eldri laga þurfa ekki að sitja nám­skeið

Ökumenn sem voru sviptir ökuréttindum áður en umferðarlögum var breytt fyrir þremur árum þurfa ekki lengur að sitja námskeið hjá Samgöngustofu til að geta fengið réttindin aftur eftir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu breytti lagatúlkun sinni. Innviðaráðuneytið vísaði frá kæru vegna slíks máls.

Innlent
Fréttamynd

Til eru vítin að varast

Talið er að um 1500 leigubifreiðastjórar frá að minnsta kosti tuttugu Evrópuríkjum hafi tekið þátt í fjöldafundum í Brussel hinn 8. september sl. þar sem mótmælt var afregluvæðingu leigubifreiðaaksturs og þjónkun evrópskra valdhafa við ameríska stórfyrirtækið Uber

Skoðun
Fréttamynd

Hópur fólks hvatt lista­fólk til að spila ekki á Airwa­ves

Hópur fólks sem berst gegn stefnu íslenskra stjórvalda varðandi hælisleitendur hefur hvatt listafólks til að spila ekki á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Forsvarsmenn Airwaves segjast ekki skilja hvaða hagsmunum það þjónar að knésetja hátíðina. 

Innlent
Fréttamynd

Telur að Ólafur hafi þegið ofgreidd laun í góðri trú

Hæstaréttarlögmaður telur að framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs hafi verið í góðri trú þegar hann þáði mánaðarlega þóknun í sjö ár fyrir störf í stýrinefnd sem lögð hafði verið niður. Þá sé það langsótt að varpa ábyrgð á mistökum Fjársýslu ríkisins yfir á stjórn og framkvæmdastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Kortleggja eignatengsl í sjávarútvegi

Forsvarsmenn Samkeppniseftirlitsins hafa ákveðið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja. Er það liður í heildarstefnumótun í sjávarútvegi á vegum matvælaráðuneytisins.

Innlent