Bretland

Fréttamynd

Ekkert táragas til Hong Kong

Stjórnvöld á Bretlandi ákváðu í gær að banna sölu á öllum verkfærum sem óeirðalögreglumenn nota, til að mynda táragasi, til Hong Kong. Sömuleiðis var kallað eftir rannsókn á átökum lögreglu og mótmælenda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu.

Erlent
Fréttamynd

„Ekki vera heigull, Boris“

Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og leiðtogaefni Íhaldsflokksins kallaði eftir því að keppinautur hans í leiðtogakjörinu, Boris Johnson, skorist ekki undan því að mæta í kappræður í sjónvarpssal nú í vikunni. Þá sagðist Hunt ekki myndu gagnrýna Johnson vegna lögregluútkalls að heimili þess síðarnefnda á föstudag.

Erlent
Fréttamynd

Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið

Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna.

Erlent
Fréttamynd

Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson

Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast.

Erlent
Fréttamynd

Johnson bætti við sig fylgi

Dominic Raab, fyrrverandi útgöngumálaráðherra Breta, datt í gær úr leik í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins, þar sem einnig er valinn nýr forsætisráðherra Breta.

Erlent