Björgunarsveitir

Fréttamynd

Í sjálfheldu þar sem þýskur ferðamaður lést nýverið

Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út um miðja nótt eftir að tilkynning barst frá manni sem var í sjálfheldu í fjalllendi. Upphafleg staðsetning hans var talin vera á Stráfjalli og hófst leit þar um klukkan fjögur í nótt sem skilaði ekki árangri.

Innlent
Fréttamynd

Maður féll í gil í Norðdal

Maður féll niður í gil í Norðdal í dag og slasaðist töluvert að sögn Úlfars Arnar Hjartarsonar í svæðisstjórn björgunarsveitar á Ströndum. Fallið hafi verið um tuttugu til þrjátíu metrar.

Innlent
Fréttamynd

Allir og amma þeirra á gos­stöðvunum

„Það var brandari um daginn að allir og amma þeirra væri komin í bílinn en nú held ég að þau séu farin að drösla langömmunni með,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, um ágang að gosstöðvunum um þessar mundir.

Innlent
Fréttamynd

Ekki allir sem hlusta

Eitthvað hefur borið á minniháttar meiðslum og fótameinum hjá fólki sem leggja leið sína að eldgosinu í Meradölum og dæmi um að einstaklingar togni á ökkla og þurfi aðstoð vegna örmögnunar. Heilt yfir hefur þó gengið nokkuð vel á svæðinu að sögn björgunarsveitarfólks en mikill fjöldi hefur gert sér ferð að gosinu frá því á miðvikudag. Er allur gangur á því hversu vel fólk er búið.

Innlent
Fréttamynd

Svona er göngu­leiðin að gosinu

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur staðið í ströngu síðan eldgos hófst í Meradölum. Björgunarsveitarmenn aðstoða ekki aðeins þá sem lenda í vanda á leiðinni að gosinu heldur hafa þeir ráðist í fyrirbyggjandi aðgerðir með því að stika gönguleið að gosinu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki þægi­legt að vera fluttur slasaður niður grófa vegina

Stríður straumur hefur verið að gosstöðvunum í dag og gær þrátt fyrir að viðbragðsaðilar hafi varað fólk við því að gera sér ferð á staðinn. Björgunarsveitarfólk hefur líkt og í síðasta gosi reynt að huga að öryggi ferðalanga en eitthvað hefur verið um slys á fólki frá því í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ekki æða af stað upp í fjall, segir Víðir

Eldgosið í Merardölum hefur haldið uppteknum hætti frá því að það hófst eftir hádegi í gær. Því er enn beint til almennings að fara ekki að gosinu fyrr en viðbragðsaðilar hafa náð utan um aðstæður þar. Tveir slösuðust í Fagradalsfjalli í gær - en Víðir Reynisson segir það hörkuferðalag að fara upp að gosinu.

Innlent
Fréttamynd

Tveir slösuðust við eldgosið í nótt

Tveir ferðamenn slösuðust við eldgosið í Meradölum í nótt og þurfti aðstoð Landhelgisgæslunnar við að flytja annan þeirra á sjúkrahús. Lögregla biðlar til þeirra sem leggja leið sína að eldgosinu að taka fullt tillit til leiðbeininga viðbragsaðila.

Innlent
Fréttamynd

„Hressandi að fá eitt eld­gos í við­bót“

Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að allar björgunarsveitir á Suðurnesjum hafi verið kallaðar út, þau séu að ná tökum á málunum og fara yfir stöðuna. Hann hvetur almenning til að hlusta á tilmæli.

Innlent
Fréttamynd

Fundu spor fyrr í dag en erfitt sé að greina þau

Spor fundust í Flateyjardal þar sem björgunarsveitir leita að þýskum ferðamanni, ekki er víst hvort sporin tilheyri manninum sem um ræðir. Lögreglan á Norðurlandi eystra segir 100 manns vera að störfum við leitina.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn sem féll í Brúar­á er látinn

Björgunarsveitinni barst tilkynning fyrir um hálftíma síðan vegna manns sem hafði fallið í Brúará við Brekkuskóg. Björgunarsveitir eru á leiðinni á staðinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þyrla komin á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Festu bíl úti í miðri Steins­holts­á

Björgunarsveitir og skálaverðir í Langadal í Þórsmörk voru kallaðir út rétt fyrir klukkan sex í kvöld þegar tilkynnt var um fastan bíl úti í miðri Steinsholtsá. Tveir menn voru inni í bílnum og þurfti að sækja þá á dráttarvél.

Innlent
Fréttamynd

Hátt í þúsund verk­efni í sumar

Hálendisvakt Landsbjargar sinnir hátt í þúsund verkefnum í sumar. Vaktin sinnti um þrjátíu verkefnum síðasta fimmtudag en að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar vanmeta Íslendingar og ferðamenn veðrið hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Felli­hýsi og trampólín fjúka út á götu

Gular veðurviðvaranir eru í gildi víða á landinu í dag vegna hvassviðris. Engin veðurviðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu en þar hefur lögregla þó fengið tilkynningar um nokkuð fok lausamuna. Fólk er hvatt til að ganga vel frá lausamunum utandyra í dag og tryggja vel að trampólín og hjólhýsi séu vel fest eða í skjóli.

Innlent
Fréttamynd

Sóttu slasaðar konur í Hvalfirði og á Snæfellsnesi

Útkall barst til björgunarsveita á Vesturlandi á fjórða tímanum í dag vegna konu sem hafði hrasað og slasað sig á fæti í Hvalfirði. Hún hafði verið á göngu í Síldarmannagötum innst í firðinum þegar hún slasaðist og gat hún ekki gengið.

Innlent
Fréttamynd

Björguðu hundi sem féll um tuttugu metra

Björgunarsveitir á Sauðárkróki og Mývatni voru kallaðar út með stuttu millibili á áttunda tímanum í kvöld. Fyrsta útkallið sneri að hundi sem lenti féll um tuttugu metra fram af kletti í Skagafirði og hið seinna var vegna mótorhjólaslys við afleggjarann að Herðubreiðalindum.

Innlent
Fréttamynd

Vélar­vana bátur dreginn í höfn á Drangs­nesi

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust upplýsingar um vélarvana bát norðan við Drangsnes á Ströndum um hádegisbil í dag. Nálægum fiskibát tókst að draga bátinn í land með aðstoð stýrimanns þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Björgunarsveit kölluð út vegna tveggja slysa hjá Glymi

Útkall barst á Björgunarsveitum á Vesturlandi rétt fyrir klukkan þrjú í dag vegna göngukonu sem hrasaði og slasaðist á fæti á leið að Glymi í stórum gönguhóp. Skömmu síðar barst annað útkall vegna ferðamanns sem hafði runnið niður gil steinsnar frá fyrri slysstað. 

Innlent
Fréttamynd

Drógu tvo vélar­vana báta að landi og björguðu ör­­magna göngu­­mönnum

Tvisvar þurfti að kalla út björgunarskip Landsbjargar í dag, Gísli Jóns var kallaður út frá Ísafirði vegna vélarvana strandveiðibáts og Sjöfn í Reykjavík var kölluð út vegna vélarvana skemmtibáts við Viðey. Björgunarsveitarmenn þurftu einnig að bjarga örmagna göngumönnum á Sprengisandsleið og aðstoða mann sem hrasaði við Hengifoss.

Innlent
Fréttamynd

Neyðarsendir franskra ferðamanna fór í gang

Um klukkan 16:00 í dag barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning frá franskri neyðarþjónustu um að neyðarsendir sem væri í vöktun hjá þeim hefði farið í gang. Að sögn neyðarþjónustunnar var neyðarsendirinn staðsettur á hálendinu norðan Vatnajökuls.

Innlent
Fréttamynd

„Fólk hefði ekki getað verið þarna mikið lengur“

Á annað hundrað björgunarsveitarmanna af öllu Suðurlandi og víðar að tóku þátt í einni umfangsmestu aðgerð síðari tíma á Vatnajökli í nótt. Hópi fjórtán göngumanna var bjargað úr virkilega erfiðum aðstæðum. Ástandið var orðið krítískt.

Innlent