Tímamót

Fréttamynd

Hæsta tré ársins hlýtur titilinn „Tré ársins“

Skógræktarfélag Íslands hefur tilnefnt hæsta tré landsins til heiðurstitilsins „Tré ársins“ hjá félaginu þetta árið. Um er að ræða Sitkagreni í Skógarlundi við Systrafoss á Kirkjubæjarklaustri, sem er um þrjátíu metrar að hæð.

Innlent
Fréttamynd

Loka Ís­búð Brynju í Lóu­hólum

Ísbúð Brynju í Lóuhólum verður lokað á næstu mánuðum. Staðsetningin hentaði ekki nægilega vel en önnur ísbúð keðjunnar er staðsett ansi nálægt Lóuhólum. Framkvæmdastjóri ísbúðarinnar segir reksturinn á Akureyri og í Kópavogi alltaf ganga jafn vel.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atli Fannar og Lilja eru trúlofuð

Fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason og Lilja Kristjánsdóttir lögfræðingur eru trúlofuð. Parið deildi þessum gleðifréttum á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Ástrós og Adam eiga von á barni

LXS raunveruleikastjarnan og dansarinn Ástrós Traustadóttir og frumkvöðullinn Adam Karl Helgason eiga von á barni í febrúar á næsta ári. Það er mikill spenningur hjá parinu fyrir erfingjanum en þetta er þeirra fyrsta barn saman.

Lífið
Fréttamynd

Ekki í vafa um eftir­minni­legasta daginn

Í maí á þessu ári tilkynnti Þórólfur Guðnason að hann myndi brátt láta af störfum sem sóttvarnalæknir. Nú er síðasti dagur Þórólfs í embætti að kvöldi kominn og segir hann að sér líði vel með ákvörðunina og hann sé þakklátur þeim sem lögðu hönd á plóg í Covid faraldrinum.

Innlent
Fréttamynd

Bubbi vissi fyrstur að von væri á barni

Leik- og söngkonan Rakel Björk Björnsdóttir og tónlistarmaðurinn Garðar Borgþórsson eru að bæta við sig nýju hlutverki sem foreldrar. Það var enginn annar en tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sem vissi að barnið væri væntanlegt, jafnvel á undan foreldrunum sjálfum.

Lífið
Fréttamynd

Af hverju er alltaf svona vandræðalegt að syngja afmælissönginn?

„Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Jónas, hann á afmæli í dag.“ Höldum við áfram núna? er spurning sem vaknar í huga margra einmitt þegar þetta erindi klárast. Væri ekki hægt að komast að samkomulagi um eitt eða tvö erindi íslenska afmælissöngsins?

Menning
Fréttamynd

„Að gefast aldrei upp, það er bara málið“

Alexander Petersson tilkynnti í vor að hann væri hættur handboltaiðkun eftir 24 ára feril. Hann kveðst stoltur af afrekum sínum á þeim tíma en þegar litið er til félagsferils hans stendur tíminn hjá Rhein-Neckar Löwen upp úr.

Handbolti
Fréttamynd

Hætt að vera Glowie í bili

Tónlistarkonan Glowie ætlar að segja skilið við tónlistina í bili og einbeita sér að því að vera bara Sara Pétursdóttir. Hún segir mikið álag hafa fylgt því að vera í sviðsljósinu frá ungum aldri og nú ætli hún að taka sér tíma í það að vera fullorðin. 

Lífið