Danmörk Útdeila peningum til eldri borgara vegna verðbólgu Danska þingið samþykkti að gefa tekjulágum eldri borgara fimm þúsund danskar krónur skattfrjálsar hverjum til að vega upp á móti verðbólgu og háu orkuverði. Aðgerðin á ekki að ýta undir verðbólgu. Erlent 24.6.2022 11:36 Dæmd í rúmlega fjögurra ára fangelsi vegna peningaþvættis Danske bank Dómstóll í Kaupmannahöfn dæmdi litháska konu í fjögurra ára og eins mánaðar fangelsi vegna margmilljarða peningaþvættis í gegnum útibú Danske bank í Eistlandi. Konan afplánar fyrir hátt í fjögurra ára fangelsisdóm vegna annars peningsþvættismáls. Erlent 23.6.2022 08:34 Inger Støjberg stofnar Danmerkurdemókrata Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og varaformaður Venstre, hefur tilkynnt að hún hafi stofnað nýjan flokk – Danmerkurdemókrata. Erlent 23.6.2022 08:12 Húsleit gerð hjá dönsku dótturfélagi Eimskips Danska samkeppniseftirlitið framkvæmdi í dag húsleit hjá Atlantic Trucking, dönsku dótturfélagi í eigu Eimskipafélags Íslands, í Álaborg í Danmörku. Viðskipti erlent 20.6.2022 20:57 Drónar nýttir til að flytja lyf og sýni á Grænlandi Grænlensk heilbrigðisyfirvöld í samstarfi við danska sjúkraflutningafyrirtækið Falck hyggjast á næstu mánuðum prófa notkun dróna við að flytja lyf og greiningarsýni milli byggða á Grænlandi. Tilgangur verkefnisins er að kanna hvernig drónar geta styrkt heilbrigðiskerfið á stöðum þar sem innviðir eru áskorun og langt er í næsta sjúkrahús en landið er án vegakerfis. Erlent 19.6.2022 08:58 Uffe Ellemann-Jensen látinn Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur og formaður flokksins Venstre, er látinn. Hann átti lengi í baráttu við krabbamein og var áttræður þegar hann lést. Erlent 19.6.2022 08:21 Ferðaðist til Kaupmannahafnar til að skila orðu afa síns til drottningar Kjartan Þorbjörnsson, betur þekktur sem Golli, gerði sér sérstaka ferð, í tilefni 17. júní, frá Helsingborg til Kaupmannahafnar til að skila Dannebrogsorðunni sem afi hans, Gísli Konráðsson, hlaut 43 árum áður. Innlent 17.6.2022 19:34 Rússneskt herskip sigldi í tvígang inn í danska landhelgi Rússneskt herskip sigldi í tvígang inn í danska landhelgi í nótt og í morgun. Skipið var á siglingu í norðurhluta Eystrasaltsins nærri dönsku eyjunni Bornholm. Samkvæmt tilkynningu frá danska hernum var fjöldi danskra þingmanna og athafnafólks á eyjunni vegna lýðræðishátíðar sem fer þar fram um helgina. Erlent 17.6.2022 13:53 49 ára kona ákærð fyrir að þvætta 540 milljarða króna Lögregla í Danmörku hefur ákært 49 ára konu fyrir að hafa reynt að þvætta 29 milljarða danskra króna, um 540 milljarða íslenskra, meðal annars fyrir rússneska auðmenn. Erlent 15.6.2022 11:08 Binda enda á áratugalangt vinalegt „stríð“ Dönsk og kanadísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi sem bindur enda á áratugalangar en góðlátlegar deilur ríkjanna um yfirráð yfir lítilli eyju fyrir norðan Grænland. Þau hafa nú ákveðið að skipta eyjunni til helminga á milli sín. Erlent 14.6.2022 23:52 „Hjartahlaupurum“ í Danmörku fjölgað um 25 þúsund vegna Eriksen Gríðarleg aukning hefur orðið á svokölluðum „hjartahlaupurum“ í Danmörku þar sem hvert fyrstu hjálpar námskeiðið á fætur öðru er fullsetið eftir hjartaáfall Christians Eriksen, leikmanns danska karlalandsliðsins í fótbolta, á EM í fyrra. Fótbolti 13.6.2022 12:31 MeToo-bylgja skellur á skipverjum í Danmörku og Svíþjóð Fjöldi kvenna sem vinna á sjó í Danmörku og Svíþjóð hafa greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir við störf sín. Starfsmaður Maersk í Danmörku var beðin um að ræða sjálf við meintan geranda sinn til að leysa mál þeirra. Erlent 13.6.2022 10:42 Danir og Færeyingar semja um sjö milljarða ratsjárstöð NATO Jenis av Rana, utanríkisráðherra Færeyja, og Morten Bødskov, varnarmálaráðherra Danmerkur, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar á Sornfelli í Færeyjum. Yfirlýsingin var undirrituð í Þórshöfn í tengslum við ríkisfund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með þeim Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja, og Muté B. Egede, forsætisráðherra Grænlands, sem undirrituðu samstarfsyfirlýsingu þjóðanna um öryggis- og varnarmál. Erlent 9.6.2022 18:59 Tívolí í Kaupmannahöfn skreytt íslenskum veifum úr lopa Það verður Íslendingabragur í Tívolíinu í Kaupmannahöfn á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, því þá verður tívolíið allt meira og minna skreytt með handprjónuðum veifum úr íslenskri ull. Íslenskar hannyrðakonur á öllum Norðurlöndunum hafa tekið þátt í prjónaskapnum en stefnan er sett á að prjóna einn kílómetra af veifum til að skreyta með í tívolíinu. Innlent 8.6.2022 20:05 Handtaka höfuðpaur í einu stærsta skattsvikamáli Danmerkur Breskur auðkýfingur sem er talinn um að vera höfuðpaurinn í einu stærstu skattsvikamáli í sögu Danmerkur var handtekinn í Dúbaí í dag. Hann og aðrir eru sakaðir um að hafa svikið hátt í þrettán milljarða danskra króna út úr ríkissjóði. Erlent 3.6.2022 14:55 Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. Innlent 2.6.2022 22:00 Danir losa sig við undanþáguna Yfirgnæfandi meirihluti danskra kjósenda samþykkti í dag að leggja niður undanþáguákvæði um þátttöku ríkisins í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í dag. Erlent 1.6.2022 18:27 Langar biðraðir á flugvöllum um alla Evrópu Ferðasumarið er hafið og langar biðraðir hafa myndast á flugvöllum um alla Evrópu. Kerfisbilanir og skortur á starfsfólki spila inn í það, ásamt mikilli aukningu á ferðamönnum eftir tvö sumur í röð með heimsfaraldri. Erlent 1.6.2022 14:10 Danir greiða atkvæði um þátttöku í evrópsku varnarsamstarfi Danir greiða í dag atkvæði um það hvort að ríkið eigi að taka fullan þátt í varnarsamstarfi Evrópusambandsríkja. Ellefu af fjórtán flokkum á danska þinginu eru fylgjandi því að Danmörk hefji þátttöku í samstarfinu af fullum þunga. Sömuleiðis benda skoðanakannanir til þess að almenningur sé nú fylgjandi þátttöku, en talið er að kjörsókn muni ráða miklu um niðurstöðuna. Erlent 1.6.2022 11:19 „Myndlist er svo fjölbreytt og víðfeðm“ Listval stendur að myndlistarsýningunni Mens et Manus sem opnaði á síðastliðinn föstudaginn við hátíðlega athöfn í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Er sýningin sú fyrsta í röð sýninga sem Listval mun setja upp í sendiráðinu. Blaðamaður tók púlsinn á Helgu Björg Kjerúlf og Elísabetu Ölmu Svendsen, eigendum og stjórnendum Listvals. Menning 24.5.2022 12:01 Fyrsti danski handboltamaðurinn í nítján ár sem kemur út úr skápnum Danski hornamaðurinn Jacob Hessellund segist ekki hafa þolað lengur við inn í skápnum. Hann er sá fyrsti í dönsku deildinni frá árinu 2003 sem segir frá því að hann sé samkynhneigður. Handbolti 24.5.2022 09:30 Fyrsta tilfellið af apabólu staðfest í Danmörku Danska heilbrigðisráðuneytið sendi í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kom búið væri að staðfesta fyrsta tilfellið af apabólu í landinu. Erlent 23.5.2022 14:49 Tvö íslensk mörk þegar FCK varð danskur meistari FCK tryggði sér danska meistaratitilinn í fótbolta í dag þegar lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar fór fram. Fótbolti 22.5.2022 17:42 Eiginkona hins dauðadæmda var fræg söngkona Eiginkona danska mannsins sem hlaut dauðadóm í Nígeríu í gær var þekkt söngkona þar í landi. Málið hefur vakið mikla athygli í Nígeríu. Erlent 21.5.2022 13:09 Danskur ríkisborgari dæmdur til dauða í Nígeríu Danskur karlmaður var í dag dæmdur til dauða í Nígeríu fyrir að hafa myrt eiginkonu sína og barn þeirra. Sjö ár eru síðan dauðadómi var framfylgt í landinu. Erlent 20.5.2022 23:33 Ríkissaksóknari Danmerkur vill ákæra fyrrverandi varnarmálaráðherra Ríkissaksóknari Danmerkur vill að varnarmálaráðherrann fyrrverandi, Claus Hjort Frederiksen, verði ákærður fyrir að hafa deilt upplýsingum sem varða þjóðaröryggi til fjölmiðla og þar með gerst sekur um landráð. Erlent 12.5.2022 10:36 Segir það frábæra hugmynd Trumps að kaupa Grænland Carla Sands, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, hefur opinberlega hrósað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir að hafa viljað kaupa Grænland. Hugmynd Trumps hafi verið frábær þar sem Danir hafi hvorki efni á að byggja upp Grænland né getu til að verja það. Erlent 7.5.2022 07:59 Íslensk dagskrá í Tívolí þann 17. júní Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní verður í ár hluti af hátíðardagskrá Tívolís í Kaupmannahöfn sem gengur undir nafninu Tivoli Celebrates. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsstofu. Lífið 4.5.2022 12:21 Fimmta manndrápið á Grænlandi frá áramótum Einn maður hefur verið handtekinn í bænum Tasiilaq á Austur-Grænlandi eftir að karlmaður fannst látinn þar í nótt. Grænlenska lögreglan rannsakar málið sem manndráp. Erlent 26.4.2022 11:44 Nítján ára danskur unglingalandsliðsmaður látinn Danski unglingalandsliðsmaðurinn Matthias Birkkjær Pedersen er látinn en félagið hans Bjerringbro-Silkeborg greindi frá þessu á heimasíðu sinni. Handbolti 25.4.2022 08:00 « ‹ 13 14 15 16 17 18 19 20 21 … 41 ›
Útdeila peningum til eldri borgara vegna verðbólgu Danska þingið samþykkti að gefa tekjulágum eldri borgara fimm þúsund danskar krónur skattfrjálsar hverjum til að vega upp á móti verðbólgu og háu orkuverði. Aðgerðin á ekki að ýta undir verðbólgu. Erlent 24.6.2022 11:36
Dæmd í rúmlega fjögurra ára fangelsi vegna peningaþvættis Danske bank Dómstóll í Kaupmannahöfn dæmdi litháska konu í fjögurra ára og eins mánaðar fangelsi vegna margmilljarða peningaþvættis í gegnum útibú Danske bank í Eistlandi. Konan afplánar fyrir hátt í fjögurra ára fangelsisdóm vegna annars peningsþvættismáls. Erlent 23.6.2022 08:34
Inger Støjberg stofnar Danmerkurdemókrata Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og varaformaður Venstre, hefur tilkynnt að hún hafi stofnað nýjan flokk – Danmerkurdemókrata. Erlent 23.6.2022 08:12
Húsleit gerð hjá dönsku dótturfélagi Eimskips Danska samkeppniseftirlitið framkvæmdi í dag húsleit hjá Atlantic Trucking, dönsku dótturfélagi í eigu Eimskipafélags Íslands, í Álaborg í Danmörku. Viðskipti erlent 20.6.2022 20:57
Drónar nýttir til að flytja lyf og sýni á Grænlandi Grænlensk heilbrigðisyfirvöld í samstarfi við danska sjúkraflutningafyrirtækið Falck hyggjast á næstu mánuðum prófa notkun dróna við að flytja lyf og greiningarsýni milli byggða á Grænlandi. Tilgangur verkefnisins er að kanna hvernig drónar geta styrkt heilbrigðiskerfið á stöðum þar sem innviðir eru áskorun og langt er í næsta sjúkrahús en landið er án vegakerfis. Erlent 19.6.2022 08:58
Uffe Ellemann-Jensen látinn Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur og formaður flokksins Venstre, er látinn. Hann átti lengi í baráttu við krabbamein og var áttræður þegar hann lést. Erlent 19.6.2022 08:21
Ferðaðist til Kaupmannahafnar til að skila orðu afa síns til drottningar Kjartan Þorbjörnsson, betur þekktur sem Golli, gerði sér sérstaka ferð, í tilefni 17. júní, frá Helsingborg til Kaupmannahafnar til að skila Dannebrogsorðunni sem afi hans, Gísli Konráðsson, hlaut 43 árum áður. Innlent 17.6.2022 19:34
Rússneskt herskip sigldi í tvígang inn í danska landhelgi Rússneskt herskip sigldi í tvígang inn í danska landhelgi í nótt og í morgun. Skipið var á siglingu í norðurhluta Eystrasaltsins nærri dönsku eyjunni Bornholm. Samkvæmt tilkynningu frá danska hernum var fjöldi danskra þingmanna og athafnafólks á eyjunni vegna lýðræðishátíðar sem fer þar fram um helgina. Erlent 17.6.2022 13:53
49 ára kona ákærð fyrir að þvætta 540 milljarða króna Lögregla í Danmörku hefur ákært 49 ára konu fyrir að hafa reynt að þvætta 29 milljarða danskra króna, um 540 milljarða íslenskra, meðal annars fyrir rússneska auðmenn. Erlent 15.6.2022 11:08
Binda enda á áratugalangt vinalegt „stríð“ Dönsk og kanadísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi sem bindur enda á áratugalangar en góðlátlegar deilur ríkjanna um yfirráð yfir lítilli eyju fyrir norðan Grænland. Þau hafa nú ákveðið að skipta eyjunni til helminga á milli sín. Erlent 14.6.2022 23:52
„Hjartahlaupurum“ í Danmörku fjölgað um 25 þúsund vegna Eriksen Gríðarleg aukning hefur orðið á svokölluðum „hjartahlaupurum“ í Danmörku þar sem hvert fyrstu hjálpar námskeiðið á fætur öðru er fullsetið eftir hjartaáfall Christians Eriksen, leikmanns danska karlalandsliðsins í fótbolta, á EM í fyrra. Fótbolti 13.6.2022 12:31
MeToo-bylgja skellur á skipverjum í Danmörku og Svíþjóð Fjöldi kvenna sem vinna á sjó í Danmörku og Svíþjóð hafa greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir við störf sín. Starfsmaður Maersk í Danmörku var beðin um að ræða sjálf við meintan geranda sinn til að leysa mál þeirra. Erlent 13.6.2022 10:42
Danir og Færeyingar semja um sjö milljarða ratsjárstöð NATO Jenis av Rana, utanríkisráðherra Færeyja, og Morten Bødskov, varnarmálaráðherra Danmerkur, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar á Sornfelli í Færeyjum. Yfirlýsingin var undirrituð í Þórshöfn í tengslum við ríkisfund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með þeim Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja, og Muté B. Egede, forsætisráðherra Grænlands, sem undirrituðu samstarfsyfirlýsingu þjóðanna um öryggis- og varnarmál. Erlent 9.6.2022 18:59
Tívolí í Kaupmannahöfn skreytt íslenskum veifum úr lopa Það verður Íslendingabragur í Tívolíinu í Kaupmannahöfn á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, því þá verður tívolíið allt meira og minna skreytt með handprjónuðum veifum úr íslenskri ull. Íslenskar hannyrðakonur á öllum Norðurlöndunum hafa tekið þátt í prjónaskapnum en stefnan er sett á að prjóna einn kílómetra af veifum til að skreyta með í tívolíinu. Innlent 8.6.2022 20:05
Handtaka höfuðpaur í einu stærsta skattsvikamáli Danmerkur Breskur auðkýfingur sem er talinn um að vera höfuðpaurinn í einu stærstu skattsvikamáli í sögu Danmerkur var handtekinn í Dúbaí í dag. Hann og aðrir eru sakaðir um að hafa svikið hátt í þrettán milljarða danskra króna út úr ríkissjóði. Erlent 3.6.2022 14:55
Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. Innlent 2.6.2022 22:00
Danir losa sig við undanþáguna Yfirgnæfandi meirihluti danskra kjósenda samþykkti í dag að leggja niður undanþáguákvæði um þátttöku ríkisins í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í dag. Erlent 1.6.2022 18:27
Langar biðraðir á flugvöllum um alla Evrópu Ferðasumarið er hafið og langar biðraðir hafa myndast á flugvöllum um alla Evrópu. Kerfisbilanir og skortur á starfsfólki spila inn í það, ásamt mikilli aukningu á ferðamönnum eftir tvö sumur í röð með heimsfaraldri. Erlent 1.6.2022 14:10
Danir greiða atkvæði um þátttöku í evrópsku varnarsamstarfi Danir greiða í dag atkvæði um það hvort að ríkið eigi að taka fullan þátt í varnarsamstarfi Evrópusambandsríkja. Ellefu af fjórtán flokkum á danska þinginu eru fylgjandi því að Danmörk hefji þátttöku í samstarfinu af fullum þunga. Sömuleiðis benda skoðanakannanir til þess að almenningur sé nú fylgjandi þátttöku, en talið er að kjörsókn muni ráða miklu um niðurstöðuna. Erlent 1.6.2022 11:19
„Myndlist er svo fjölbreytt og víðfeðm“ Listval stendur að myndlistarsýningunni Mens et Manus sem opnaði á síðastliðinn föstudaginn við hátíðlega athöfn í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Er sýningin sú fyrsta í röð sýninga sem Listval mun setja upp í sendiráðinu. Blaðamaður tók púlsinn á Helgu Björg Kjerúlf og Elísabetu Ölmu Svendsen, eigendum og stjórnendum Listvals. Menning 24.5.2022 12:01
Fyrsti danski handboltamaðurinn í nítján ár sem kemur út úr skápnum Danski hornamaðurinn Jacob Hessellund segist ekki hafa þolað lengur við inn í skápnum. Hann er sá fyrsti í dönsku deildinni frá árinu 2003 sem segir frá því að hann sé samkynhneigður. Handbolti 24.5.2022 09:30
Fyrsta tilfellið af apabólu staðfest í Danmörku Danska heilbrigðisráðuneytið sendi í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kom búið væri að staðfesta fyrsta tilfellið af apabólu í landinu. Erlent 23.5.2022 14:49
Tvö íslensk mörk þegar FCK varð danskur meistari FCK tryggði sér danska meistaratitilinn í fótbolta í dag þegar lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar fór fram. Fótbolti 22.5.2022 17:42
Eiginkona hins dauðadæmda var fræg söngkona Eiginkona danska mannsins sem hlaut dauðadóm í Nígeríu í gær var þekkt söngkona þar í landi. Málið hefur vakið mikla athygli í Nígeríu. Erlent 21.5.2022 13:09
Danskur ríkisborgari dæmdur til dauða í Nígeríu Danskur karlmaður var í dag dæmdur til dauða í Nígeríu fyrir að hafa myrt eiginkonu sína og barn þeirra. Sjö ár eru síðan dauðadómi var framfylgt í landinu. Erlent 20.5.2022 23:33
Ríkissaksóknari Danmerkur vill ákæra fyrrverandi varnarmálaráðherra Ríkissaksóknari Danmerkur vill að varnarmálaráðherrann fyrrverandi, Claus Hjort Frederiksen, verði ákærður fyrir að hafa deilt upplýsingum sem varða þjóðaröryggi til fjölmiðla og þar með gerst sekur um landráð. Erlent 12.5.2022 10:36
Segir það frábæra hugmynd Trumps að kaupa Grænland Carla Sands, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, hefur opinberlega hrósað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir að hafa viljað kaupa Grænland. Hugmynd Trumps hafi verið frábær þar sem Danir hafi hvorki efni á að byggja upp Grænland né getu til að verja það. Erlent 7.5.2022 07:59
Íslensk dagskrá í Tívolí þann 17. júní Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní verður í ár hluti af hátíðardagskrá Tívolís í Kaupmannahöfn sem gengur undir nafninu Tivoli Celebrates. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsstofu. Lífið 4.5.2022 12:21
Fimmta manndrápið á Grænlandi frá áramótum Einn maður hefur verið handtekinn í bænum Tasiilaq á Austur-Grænlandi eftir að karlmaður fannst látinn þar í nótt. Grænlenska lögreglan rannsakar málið sem manndráp. Erlent 26.4.2022 11:44
Nítján ára danskur unglingalandsliðsmaður látinn Danski unglingalandsliðsmaðurinn Matthias Birkkjær Pedersen er látinn en félagið hans Bjerringbro-Silkeborg greindi frá þessu á heimasíðu sinni. Handbolti 25.4.2022 08:00