
Pólland

Handtökuskipun gefin út vegna Nord Stream skemmdarverkanna
Þjóðverjar hafa gefið út handtökuskipun innan evrópska efnahagssvæðisins á hendur úkraínskum köfunarkennara sem er sakaður um að hafa verið hluti af teymi sem sprengdi upp Nord Stream gasleiðsluna á sínum tíma.

Dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og brottvísað fyrir árásina á Mette
Pólskur maður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í héraðsdómi Kaupmannahafnar til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa veist að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í júní síðastliðinn

Fannst á lífi eftir tvo sólarhringa neðanjarðar
Pólskur námuverkamaður fannst í dag eftir umfangsmikla björgunaraðgerð í kolanámunni í bænum Rydułtowy í Suður-Póllandi. Maðurinn hafði verið fastur í námunni í tvo sólarhringa.

Hakkarar trufla útsendingar frá EM leikjum Pólverja
Er eitthvað meira pirrandi en truflanir verða þegar þú ert að horfa á mikilvægan fótboltaleik? Pólskir sjónvarpsáhorfendur eru örugglega orðnir mjög pirraðir á slíku.

Fann fyrir nærveru hinna látnu í Auschwitz
„Það tók virkilega á að sjá þennan stað og upplifa þá skelfilegu sögu sem þarna fór fram,“ segir ljósmyndarinn Hilmar Þór Norðfjörð. Hann heimsótti á dögunum útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz með myndavélina við höndina.

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Bakhjarlar Úkraínu leyfa árásir í Rússlandi
Undanfarna mánuði hafa orðið nokkrar vendingar í stríðinu í Úkraínu. Rússar sækja enn hægt fram á austurhluta Úkraínu og hafa opnað nýja víglínu í norðausturhluta landsins. Úkraínumenn hafa þar að auki áhyggjur af nýrri hernaðaruppbyggingu norðar á landamærunum eða jafnvel í Belarús.

Pólverjar víggirða landamærin í austri
Ráðamenn í Póllandi tilkynntu í gær ætlanir um umfangsmikla varnarvirkjagerð á landamærum Póllands við Rússland og Belarús. Einnig stendur til að auka fjárfestingar í stafrænum vörnum, drónaeftirliti og annarskonar varnarmálum.

Brottfall ungra karla á Íslandi úr námi hæst í Evrópu
Um 16 prósent ungs fólks á aldrinum 18 til 24 á Íslandi flosnuðu upp úr námi eftir mennta- eða framhaldsskóla samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar fyrir árið 20230 á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Ísland er í þriðja sæti meðal Evrópuríkja.

Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra
Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir.

Friðrik skipaður sendiherra í Póllandi
Friðrik Jónsson, sendifulltrúi og fyrrverandi formaður BHM, tekur við stöðu sendiherra Íslands í Póllandi þann 1. ágúst næstkomandi.

Íslendingur sem lúbarði lögreglumenn í Varsjá þarf að borga brúsann
Íslenskum karlmanni er gert að greiða samtals þrettán þúsund pólsk slot, sem jafngildir um 450 þúsund íslenskra króna, vegna árásar gegn tveimur lögreglumönnum í Varsjá í Póllandi.

Starfaði fyrir pólska herinn og sýnir nú skartgripi á Garðatorgi
Menningarlífið iðar á Garðatorgi um þessar mundir en Hönnunarsafn Íslands, sem er staðsett þar, stendur fyrir opnun og uppskeruhátíð á morgun klukkan 18:00.

Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn
Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad.

Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum
Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu.

Sagði höfuðhögg eiga að koma í veg fyrir að lögreglan fengi hann í hendurnar
Landsréttur hefur staðfest ákvörðun ríkissaksóknara um að afhenda erlendan karlmann til Póllands vegna evrópskar handtökuskipunar. Maðurinn, sem er sagður hafa farið huldu höfði hér á landi, er samkvæmt handtökuskipuninni grunaður um fjölmörg þjófnaðarbot og eignaspjöll.

„Lifum á þýðingamestu tímum frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar“
Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands segir Evrópu vera á „fyrirstríðstímum“ og varar við því að Úkraína megi ekki lúta í lægra haldi fyrir Rússlandi. Heimsálfan eigi mikið undir og stríð ekki lengur draugar fortíðar.

Tusk hyggst skipta út 50 sendiherrum hægristjórnarinnar
Stjórnvöld í Póllandi hafa afturkallað 50 sendiherra sína í viðleitni til þess að bæta alþjóðleg samskipti á viðsjárverðum tímum. Utanríkisráðuneytið segir aðgerðina nauðsynlega og utanríkisþjónustuna verða faglegri fyrir vikið.

Davíð Kristján skoraði í fyrsta leik
Davíd Kristján Ólafsson byrjar vel með pólska liðinu Cracovia.

Sprautuðu mykju yfir lögreglu í mótmælaskyni
Bændur í Evrópu eru reiðir yfir lágu matvöruverði, ódýrri innfluttri vöru og of mikilli skriffinsku sem tengist ýmsum reglugerðum Evrópusambandins. Bændur hafa nú mótmælt vikum saman víða um Evrópu.

Davíð Kristján genginn til liðs við Cracovia í Póllandi
Davíð Kristján Ólafsson er genginn til liðs við pólska félagið Cracovia. Hann skrifaði undir samning til ársins 2026, með möguleika á framlengingu.

Bað LGBTQ+ samfélagið afsökunar á áralöngum ofsóknum
Þáttastjórnandi hjá ríkismiðlinum TVP í Póllandi hefur beðist afsökunar á afstöðu og framkomu miðilsins í garð LGBTQ+ fólks síðustu ár. Ráðist var í umfangsmiklar breytingar á stjórn TVP þegar Donald Tusk varð forsætisráðherra í desember síðastliðnum.

Tusk segir Repúblikönum að skammast sín
Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir Repúblikönum í öldungadeild Bandaríkjaþings að skammast sín. Er það í kjölfar að þingmennirnir felldu frumvarp sem þeir höfðu sjálfir beðið um og komið að því að semja. Það frumvarp sneri meðal annars að hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum.

Ekki lengur á Íslandi til að svara fyrir ofbeldi gegn konum
Karlmaður frá Póllandi var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir líkamsárás gegn tveimur konum og hótunarbrot. Önnur konan er jafngömul manninum en hin tuttugu árum eldri. Maðurinn var ekki viðstaddur meðferð málsins.

Finnur fjölskyldu sína loksins eftir áttatíu ár
Barnungur drengur sem fannst yfirgefinn í gettói í Varsjá árið 1943 hefur fundið fjölskyldu sína á ný, nú háaldraður maður. Endurfundurinn varð fyrir tilstilli erfðarannsóknar sem leiddi í ljós að hann ætti fjölskyldu í Bandaríkjunum.

Stefna að því að auka aðgengi að neyðarpillunni
Ný ríkisstjórn Póllands leitast nú við að vinda ofan af einhverjum þeim lagabreytingum sem fyrri stjórn hrinti í framkvæmd árið 2017 og sem varð til þess að einungis var hægt að nálgast svokallaðar neyðarpillur gegn ávísun læknis.

Pólverjar vilja vopna Úkraínumenn langdrægum flaugum
Utanríkisráðherra Póllands hefur kallað eftir því að bandamenn Úkraínumanna sjái þeim fyrir langdrægum eldflaugum til að gera stjórnvöldum kleift að hæfa bækistöðvar Rússa í Úkraínu.

Vann á Íslandi í hálft ár og náði að safna fyrir sex mánaða ferðalagi
Dawid Siódmak er tæplega þrítugur Pólverji sem lifir nokkuð óhefðbundnum lífsstíl. Hann og unnusta hans vinna sex mánuði á ári, lifa mjög spart og safna pening. Hinn helminginn á árinu nýta þau í ferðalög víðsvegar um heiminn þar sem þau lifa á sparifénu. Hafa þau meðal annars heimsótt Víetnam, Kambódíu, Marokkó, Mexíkó og Spán. Undanfarna sex mánuði þau dvalið og unnið á gistiheimili á Íslandi og safnað fyrir næsta ferðlagi.

Tusk og ráðherrar hans sóru embættiseið
Donald Tusk gekk á fund Andrzej Duda Póllandsforseta í morgun og sór embættiseið sem nýr forsætisráðherra Póllands. Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Tusk sóru sömuleiðis embættiseið í forsetahöllinni í Varsjá.

Donald Tusk kjörinn forsætisráðherra
Donald Tusk hefur verið kjörinn forsætisráðherra Póllands eftir Mateusz Morawiecky fékk ekki meirihluta í pólska þinginu í dag til að leiða næstu ríkisstjórn landsins. Flokkur Tusk hefur verið níu ár í minnihluta pólska þingsins.

Örlög stjórnar Morawiecki ráðast í dag
Pólska þingið mun í dag greiða atkvæði um hvort Mateusz Morawiecki, starfandi forsætisráðherra, eigi að leiða næstu ríkisstjórn landsins í kjölfar þingkosninganna sem fram fóru í október.