Ísrael

Fréttamynd

Hæfðu flótta­manna­búðir á Gasa þar sem mann­fall nálgast 22 þúsund

Herflugvélar á vegum Ísraelshers hæfðu tvær flóttamannabúðir á miðri Gasaströndinni í dag og er lítið útlit fyrir að nokkurt hlé verði gert á átökum fyrir botni Miðjarðarhafs. Mannfall þar er nú sagt nálgast 22 þúsund manns. Hátt settur ráðamaður innan Hamas segir samtökin enn standa fast á því að fleiri gíslum verði ekki sleppt úr haldi þeirra fyrr en komið verði á ótímabundnu vopnahléi á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Tug­þúsundir flýja mið­hluta Gasa

Um 150 þúsund Palestínumenn hafa nú verið neyddir til að flýja miðhluta Gasasvæðisins undan Ísraelsher sem gerir nú atlögu að flóttamannabúðum á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Segja rangar sprengjur hafa leitt til mikils mann­falls

Yfirmaður í ísraelska hernum segir að notkun rangrar tegundar skotfæra í mannskæðum loftárásum á Gasaströndinni á aðfangadag hafi leitt til umfangsmikils mannfalls, sem hægt hefði verið að komast hjá. Umræddar árásir voru gerðar í Maghazi-flóttamannabúðunum en að minnsta kosti 86 eru sagðir hafa fallið í þeim.

Erlent
Fréttamynd

Gantz hótar á­tökum við Hezbollah

Benny Ganz, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels, segir að ísraelski herinn muni ráðast gegn hersveitum Hezbollah samtakanna í Líbanon ef árásir á Ísrael frá landamærunum halda áfram.

Erlent
Fréttamynd

Börnin í Gasa „litlu Jesúar dagsins í dag“

Frans páfi segir börnin í Gasa vera „litlu Jesúa dagsins í dag“ og fordæmir loftárásir Ísraelshers. Þetta segir hann í jólaávarpi sínu sem hann flutti á svölum Péturskirkju í Páfagarði í dag.

Erlent
Fréttamynd

Tvö hundruð Palestínu­menn fallið síðasta sólar­hring

Tvö hunduð manns féllu í árásum Ísraelsmanna síðasta sólarhring og rúmlega tólf ísraelskir hermenn, að sögn hersins. Átök helgarinnar eru ein þau blóðugustu frá upphafi stríðs. Hækkandi dánartala innan herbúða Ísraelsmanna er sögð munu kynda undir stuðningi við hertar hernaðaraðgerðir.

Erlent
Fréttamynd

Nærri því átta­tíu úr sömu fjöl­skyldunni féllu í á­rás

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir árásir Ísraela á Gasaströndinni gera starfsmönnum SÞ erfitt að koma neyðarbirgðum til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Miklir tálmar hafi verið settir í veg hjálparstarfsmanna og þörf sé á meiri aðstoð.

Erlent
Fréttamynd

„Troðið í ykkur klökum og haldið hel­vítis kjafti“

Izhar Cohen, sem vann Eurovision fyrir hönd Ísrael árið 1978, segir Ísraela vita að Íslendingum sé illa við þá. Íslendingar hafi sýnt það þegar söngvakeppnin fór fram í Tel Aviv og íslenski hópurinn hafi umgengst öfgafulla Palestínumenn og stutt hryðjuverkastarfsemi gegn Ísraelum.

Erlent
Fréttamynd

Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa

Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Af vindvélum og þjóðarmorði

Íslendingar eru örsmá þjóð, staðsett á eyju fjarri meginlandi Evrópu. Við erum fámenn þjóð forréttinda í alþjóðlegu samhengi, sem hefur lítil formleg áhrif á Evrópuvettvangi.

Skoðun
Fréttamynd

Ný landa­mæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða

Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 

Erlent
Fréttamynd

Ísraelskir her­menn drápu þrjá gísla

Ísraelski herinn drap í dag þrjá gísla sem voru í haldi Hamas-liða. Samkvæmt talsmönnum ísraelska hersins var um mistök að ræða og að hermennirnir hafi staðið í trú um að gíslarnir væru ógn.

Erlent
Fréttamynd

Vopna­hlé strax

Vopnahlé strax. Í tveimur orðum er þetta krafan sem við öll verðum að halda á lofti. Í tvo mánuði hefur eldi og brennisteini rignt yfir íbúa Gaza. Afleiðingin er sú að um tuttugu þúsund hafa dáið, um helmingurinn börn. Ástandið er óbærilegt og svo alvarlegt að aðalritari Sameinuðu þjóðanna metur stöðuna þannig að heimsfriði sé ógnað og óskaði eftir að öryggisráðið myndi grípa inn í.

Skoðun