Ísrael

Fréttamynd

Fjöldi mót­mælir við sögu­legt á­varp Netanjahú

Forsætisráðherra Ísraels Benjamín Netanjahú ætlar að ávarpa báðar deildir Bandaríkjaþings í dag í þeirri von að tryggja áfram stuðning Bandaríkjanna við stríðsrekstur Ísraela á Gasasvæðinu. Hann er fyrsti erlendi þjóðarleiðtoginn til að ávarpa þingið fjórum sinnum. Mikill fjöldi mótmælenda safnast saman við þinghúsið í Washington DC.

Erlent
Fréttamynd

Þrír drepnir í á­rás Ísraela í Jemen

Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust.

Erlent
Fréttamynd

Land­taka Ísraela í Palestínu ó­lög­mæt

Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur gefið út ráðgefandi álit þess efnis að landtaka Ísraela í Palestínu sé ólögmæt. Dómstóllinn kallar eftir því að Ísraelsmenn yfirgefi Palestínu en harla ólíklegt er að þeir verði við því ákalli, enda er álitið óbindandi og óframfylgjanlegt.

Erlent
Fréttamynd

Linnu­laus þjáning í­búa á Gaza

Gaza er í dag rústir einar. Rúmir níu mánuðir eru nú liðnir frá því hernaðarátök hófust fyrir botni Miðjarðarhafs en umfang og eðli átakanna á Gaza hefur valdið gríðarlegum skaða á fólki, heimilum og öðrum innviðum.

Skoðun
Fréttamynd

Um­fangs­mikil á­rás á Gasa talin hafa banað minnst 71

Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem rekin eru af Hamas segja að minnst 71 hafi verið drepinn í umfangsmikilli árás Ísraelshers á svæði sem átti að vera öruggt mannúðarsvæði. Ísraelsher segir að skotmörk árásarinnar hafi verið háttsettir leiðtogar Hamas.

Erlent
Fréttamynd

Sex­tán drepnir í loft­á­rás á skóla

Að minnsta kosti sextán manns létust í loftárás Ísraela á skóla á Gasa-svæðinu. Ísraelski herinn kveðst hafa hæft hryðjuverkamenn sem hafi komið sér fyrir innan veggja skólans. 

Erlent
Fréttamynd

Tíma­­mót í samninga­við­ræðum en enn langt í land

Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, hefur ákveðið að senda teymi samningamanna til að reyna að komast að samkomulagi við Hamas um vopnahlé og frelsun gíslanna sem enn eru í haldi Hamas. Daginn áður sendi Hamas Ísrael svar sitt við friðartillögu forseta Bandaríkjanna sem lögð var fram í maí. 

Erlent
Fréttamynd

Strangrúaðir mót­mæltu her­skyldu

Mörg þúsund strangtrúaðir gyðingar söfnuðust saman í Jerúsalem í nótt til þess að mótmæla úrskurði Hæstaréttar Ísraels þess efnis að þeir skuli nú gegna herþjónustu.

Erlent
Fréttamynd

Palestína og Vestur-Sahara – Tvær von­lausar aðskilnaðarhreyfingar

Hversu margar þjóðir eru til? Þeirri spurningu er erfitt að svara nákvæmlega en nokkuð auðvelt að áætla gróflega. Vefsíða Sameinuðu þjóðanna nefnir yfir 5.000 ólíka hópa sem eru skilgreindir sem frumbyggjaþjóðir. Yfir 7.000 tungumál töluð í heiminum, en sérstök þjóðtunga er oft talin eitt helsta einkenni þjóðar. Sjálfstæð ríki heimsins eru hins vegar færri en 200. Það segir sig því sjálft að aðeins lítill minnihluti þjóða heimsins getur átt sér þjóðríki.

Skoðun
Fréttamynd

Festu særðan Palestínumann á húdd herjeppa

Ísraelski herinn segir hermenn sína hafa brotið reglur þegar þeir festu særðan Palestínumann á húdd jeppa síns í miðju áhlaupi hersins í Jenín á Vesturbakkanum í gær. Myndband af atvikinu er í mikilli dreifingu og er fjallað um málið á mörgum stórum erlendum fréttamiðlum. Atvikið átti sér stað snemma á laugardagsmorgun.

Erlent
Fréttamynd

Hljóp ber­fætt undan sprengjuregninu

Minnst þrjátíu og átta eru sagðir látnir og fleiri slasaðir eftir loftárásir Ísraelshers á Gasa í dag. Talsmaður almannavarna á svæðinu segir að þekktar flóttamannabúðir hafi orðið fyrir skotum.

Erlent