Palestína Hamas og aðrir vopnaðir hópar verði að leysa gísla úr haldi Amnesty International ítrekar ákall sitt um að óbreyttir borgarar í gíslingu á hernumdum svæðum á Gaza verði leystir úr haldi án tafar og skilyrðislaust. Á meðal gísla eru börn. Hamas og aðrir vopnaðir hópar hafa haldið þeim í gíslingu í mánuð eða frá 7. október. Erlent 10.11.2023 11:07 Blaðamenn á Gasa grunaðir um að hafa vitað af árásunum Samskiptaráðherra Ísrael hefur sakað blaðamenn á Gasa sem vinna í verktakavinnu fyrir erlenda miðla um að hafa haft vitneskju um árásir Hamas-liða 7. október síðastliðinn, áður en þeir létu til skarar skríða. Erlent 10.11.2023 08:40 Netanyahu segir Ísraela hvorki vilja sigra, hernema né stjórna Gasa Benjamin Netanyahu segir Ísrael ekki hafa í hyggju að sigra, hernema né stjórna Gasa eftir að stríðinu við Hamas lýkur. Hins vegar þurfi að tryggja að hægt sé að senda „trúverðugt afl“ inn á svæðið ef nauðsyn krefur, til að hindra uppgang hryðjuverkasamtaka. Erlent 10.11.2023 06:54 Segja Ísraela hafa samþykkt tímabundin hlé Ríkisstjórn Ísrael hefur samþykkt að hætta árásum á Gasaströndina í fjórar klukkustundir á degi hverjum. Með þessu er vonast til þess að fleiri óbreyttir borgarar geti flúið frá norðurhluta Gasa, þar sem barist er á götum Gasaborgar og annarra byggða. Erlent 9.11.2023 20:01 Forsætisráðherra Palestínu biðlar til alþjóðasamfélagsins að stilla til friðar Forsætisráðherra Palestínu biðlaði til alþjóðasamfélagsins í dag að þrýsta á endalok stríðsátaka á Gaza og spurði hversu margir þyrftu að deyja og hvað eyðileggingin þyrfti að verða mikil áður nóg væri komið. Alþingi samþykkti ályktun utanríkismálanefndar um átökin á Gaza í dag með öllum greiddum atkvæðum. Erlent 9.11.2023 19:21 Fjölmennt á mótmælum við bandaríska sendiráðið Dágóður fjöldi fólks mætti að bandaríska sendiráðinu við Engjateig seinni partinn í dag á mótmælastöðu undir yfirskriftinni „vopnahlé strax“. Innlent 9.11.2023 17:56 Skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við krísunni á Gasa Íslenskir læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sent íslenskum stjórnvöldum sitthvort opinbera bréfið vegna ástandsins á Gasa. Undirrituð krefjast þess að íslensk stjórnvöld bregðist við atburðunum og krefjist þar vopnahlés og þrýsti á Ísrael um að stöðva árásir. Erlent 9.11.2023 13:47 Leggja lokadrög að samkomulagi um mannúðarhlé gegn lausn gísla Viðræður standa yfir um þriggja daga mannúðarhlé á árásum Ísraelshers á Gasa gegn því að Hamas sleppi um tug gísla sem samtökin hafa í haldi. Frá þessu greinir Associated Press og hefur eftir fjórum ónafngreindum heimildarmönnum. Erlent 9.11.2023 06:52 Samstaða um Gasa á Alþingi en pattstaða í átökum Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt í dag samkomulagi um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði áfram undir stjórn Palestínumanna en án Hamas. Innlent 8.11.2023 19:22 Ísraelskur fáni í Ráðhúsi Kaupmannahafnar umdeildur Fólki sem átti leið hjá ráðhúsi Kaupmannahafnar í morgun sagðist hafa brugðið við að sjá ísraelskan fána hanga í glugga ráðhússins sem vísar út á H.C Andersensbreiðgötuna, eina mest förnu götu Kaupmannahafnar. Erlent 8.11.2023 12:07 Nauðsynlegt að stöðva stríðsglæpi á Gaza strax Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að afstaða Alþingis gagnvart átökunum á Gaza liggi fyrir sem allra fyrst. Það liggi ljóst fyrir að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gaza og þá verði að stöðva ekki síðar en strax. Innlent 8.11.2023 12:01 G7-ríkin kalla eftir mannúðarhléi en Blinken útilokar vopnahlé Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem kallað er eftir mannúðarhléi á átökum milli Ísraela og Hamas til að greiða fyrir neyðaraðstoð til íbúa. Erlent 8.11.2023 10:58 Þingkona í Bandaríkjunum ávítt fyrir meintan stuðning við hryðjuverk Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær að ávíta þingkonuna Rashidu Tlaib, Demókrata frá Michigan, fyrir meinta vörn hennar á hryðjuverkum Hamas og stuðning hennar við slagorðin „Frá á til sjávar!“. Erlent 8.11.2023 08:01 Biden ekki sammála Netanyahu um yfirtöku Ísraelsmanna á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti styður ekki yfirtöku Ísraelsmanna á Gasa, eins og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið til kynna að muni gerast að átökum loknum. Erlent 8.11.2023 06:43 Segja hermenn berjast í „hjarta Gasaborgar“ Ísraelskir hermenn eru sagðir komnir langt inn í Gasaborg. Mikill fjöldi óbreyttra borgara hefur flúið borgina í dag og farið til suðurhluta Gasastrandarinnar. Erlent 7.11.2023 22:30 Guðlaugur Þór segir öllum ofbjóða hryllingurinn á Gaza Hátt á þriðja hundrað mótmælenda kröfðust þess við Ráðherrabústaðinn í dag að ríkisstjórnin krefðist tafarlauss vopnahlés á Gaza. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir öllum ofbjóða ástandið og óska þess að átökunum ljúki. Innlent 7.11.2023 19:26 Segir alþjóðasamfélagið stara niður í hyldýpið Francesca Albanese, sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum Palestínu, segir tilraunir Ísraelsmanna til að tortíma Hamas-samtökunum í kjölfar árásanna 7. október muni aðeins verða til þess að magna upp öfgahyggju. Erlent 7.11.2023 11:41 Stöðvið barnamorðin strax Þegar þessar línur eru ritaðar hefur útrýmingarherferð Ísraelshers á Gaza staðið í fjórar vikur. Fjöldi íbúa Gazarstrandarinnar sem fallið hafa fyrir kúlum, sprengjum og eldflaugum hersins er kominn yfir 10 þúsund manns og yfir 4000 börn hafa verið myrt. Þetta er ekki stríð gegn Hamas, þetta er stríð gegn palestínskum börnum. Skoðun 7.11.2023 09:31 Segir Ísrael munu taka yfir öryggisgæslu á Gasa í einhvern tíma Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í viðtali sem sýnt var á ABC í gær að Ísrael myndi axla ábyrgð á öryggismálum á Gasa í einhvern tíma eftir að átökunum sem nú standa yfir lýkur, þar sem menn hefðu séð hvað gerðist þegar aðrir væru við stjórnvölinn. Erlent 7.11.2023 07:08 Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. Erlent 6.11.2023 22:31 Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. Erlent 6.11.2023 10:49 Bjarni er nú meiri karlinn Hafið þið heyrt söguna um Bjössa á KFC sem varð uppvís að því að leyfa pabba sínum að kíkja ofan í peningakassann og fékk að velja refsingu sína sjálfur? Hann axlaði ábyrgð með því að færa sig yfir á djúpsteikingarpottinn. Ekki hætta. Bara færa sig. Og það fyrsta sem hann gerði þar? Setti dauða rottu í pottinn til að ganga í augun á jafnöldrum sínum. Skoðun 6.11.2023 07:01 Yfirmenn fjölda stofnana SÞ fordæma stöðuna og kalla eftir vopnahléi Ísraelsher segist hafa umkringt Gasaborg og náð að skipta Gasa í tvennt; Norður-Gasa og Suður-Gasa. Talsmaður hersins segir um að ræða mikilvægan áfanga í stríðinu gegn Hamas-samtökunum. Erlent 6.11.2023 06:43 „Ríkisstjórnin hefur orðið okkur til skammar á alþjóðavettvangi“ Formaður félagsins Ísland-Palestína sagði viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna átakanna á Gasa vera Íslendingum til skammar á samstöðufundi fyrir Palestínu í dag. Tugir eru sagðir hafa verið drepnir og fleiri særst í árásum á flóttamannasvæði í nótt. Innlent 5.11.2023 20:00 Húsfyllir í Háskólabíói á stórfundi fyrir Palestínu Meira en þúsund manns eru mættir í Háskólabíó á stórfund fyrir Palestínu, samstöðufund sem félagið Ísland-Palestína stendur fyrir. Innlent 5.11.2023 14:44 Vilja að stjórnvöld fordæmi aðgerðir Ísraels Búist er við því að fólk fjölmenni á stórfund til stuðnings Palestínu í Háskólabíó í dag að sögn eins skipuleggjanda. Yfirvöld í Ísrael hafa gefið fólki á Gasa svæðinu fjórar klukkustundir til að flýja. Innlent 5.11.2023 12:13 Ég skil ekki Við lifum á tímum upplýsinga. Ef við kærum okkur um getum við kynnt okkur sögu Palestínu, tilurð Ísraelsríkis og allt það sem hefur gerst síðan. Við fáum upplýsingar í rauntíma um hvað er að gerast á þessu svæði akkúrat núna. Skoðun 5.11.2023 08:31 Opið bréf til ríkisstjórnarinnar: ákall um aðgerðir vegna ástandsins á Gaza Kæra ríkisstjórn, Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 9.000 Palestínumenn á Gaza látist í árásum Ísraela á Gaza. Þar af eru fleiri en 3.700 börn. Skoðun 5.11.2023 08:00 Hvergi öruggt á Gasa Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Ísraelski herinn er sagður hafa drepið fleiri en tíu þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Forsætisráðherra Ísraels segir vopnahlé ekki koma til greina fyrr en gíslum í haldi Hamas verði sleppt. Erlent 4.11.2023 22:30 Fundar með utanríkisráðherrum arabaríkja um vopnahlé Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda um stöðuna á Gasa með utanríkisráðherrum nokkurra arabaríkja í dag. Íslandsdeild Amnesty International krefst þess að forsætis- og utanríkisráðherra leggi sitt af mörkum við að koma á vopnahléi. Innlent 4.11.2023 12:49 « ‹ 18 19 20 21 22 23 24 25 26 … 35 ›
Hamas og aðrir vopnaðir hópar verði að leysa gísla úr haldi Amnesty International ítrekar ákall sitt um að óbreyttir borgarar í gíslingu á hernumdum svæðum á Gaza verði leystir úr haldi án tafar og skilyrðislaust. Á meðal gísla eru börn. Hamas og aðrir vopnaðir hópar hafa haldið þeim í gíslingu í mánuð eða frá 7. október. Erlent 10.11.2023 11:07
Blaðamenn á Gasa grunaðir um að hafa vitað af árásunum Samskiptaráðherra Ísrael hefur sakað blaðamenn á Gasa sem vinna í verktakavinnu fyrir erlenda miðla um að hafa haft vitneskju um árásir Hamas-liða 7. október síðastliðinn, áður en þeir létu til skarar skríða. Erlent 10.11.2023 08:40
Netanyahu segir Ísraela hvorki vilja sigra, hernema né stjórna Gasa Benjamin Netanyahu segir Ísrael ekki hafa í hyggju að sigra, hernema né stjórna Gasa eftir að stríðinu við Hamas lýkur. Hins vegar þurfi að tryggja að hægt sé að senda „trúverðugt afl“ inn á svæðið ef nauðsyn krefur, til að hindra uppgang hryðjuverkasamtaka. Erlent 10.11.2023 06:54
Segja Ísraela hafa samþykkt tímabundin hlé Ríkisstjórn Ísrael hefur samþykkt að hætta árásum á Gasaströndina í fjórar klukkustundir á degi hverjum. Með þessu er vonast til þess að fleiri óbreyttir borgarar geti flúið frá norðurhluta Gasa, þar sem barist er á götum Gasaborgar og annarra byggða. Erlent 9.11.2023 20:01
Forsætisráðherra Palestínu biðlar til alþjóðasamfélagsins að stilla til friðar Forsætisráðherra Palestínu biðlaði til alþjóðasamfélagsins í dag að þrýsta á endalok stríðsátaka á Gaza og spurði hversu margir þyrftu að deyja og hvað eyðileggingin þyrfti að verða mikil áður nóg væri komið. Alþingi samþykkti ályktun utanríkismálanefndar um átökin á Gaza í dag með öllum greiddum atkvæðum. Erlent 9.11.2023 19:21
Fjölmennt á mótmælum við bandaríska sendiráðið Dágóður fjöldi fólks mætti að bandaríska sendiráðinu við Engjateig seinni partinn í dag á mótmælastöðu undir yfirskriftinni „vopnahlé strax“. Innlent 9.11.2023 17:56
Skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við krísunni á Gasa Íslenskir læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sent íslenskum stjórnvöldum sitthvort opinbera bréfið vegna ástandsins á Gasa. Undirrituð krefjast þess að íslensk stjórnvöld bregðist við atburðunum og krefjist þar vopnahlés og þrýsti á Ísrael um að stöðva árásir. Erlent 9.11.2023 13:47
Leggja lokadrög að samkomulagi um mannúðarhlé gegn lausn gísla Viðræður standa yfir um þriggja daga mannúðarhlé á árásum Ísraelshers á Gasa gegn því að Hamas sleppi um tug gísla sem samtökin hafa í haldi. Frá þessu greinir Associated Press og hefur eftir fjórum ónafngreindum heimildarmönnum. Erlent 9.11.2023 06:52
Samstaða um Gasa á Alþingi en pattstaða í átökum Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt í dag samkomulagi um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði áfram undir stjórn Palestínumanna en án Hamas. Innlent 8.11.2023 19:22
Ísraelskur fáni í Ráðhúsi Kaupmannahafnar umdeildur Fólki sem átti leið hjá ráðhúsi Kaupmannahafnar í morgun sagðist hafa brugðið við að sjá ísraelskan fána hanga í glugga ráðhússins sem vísar út á H.C Andersensbreiðgötuna, eina mest förnu götu Kaupmannahafnar. Erlent 8.11.2023 12:07
Nauðsynlegt að stöðva stríðsglæpi á Gaza strax Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að afstaða Alþingis gagnvart átökunum á Gaza liggi fyrir sem allra fyrst. Það liggi ljóst fyrir að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gaza og þá verði að stöðva ekki síðar en strax. Innlent 8.11.2023 12:01
G7-ríkin kalla eftir mannúðarhléi en Blinken útilokar vopnahlé Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem kallað er eftir mannúðarhléi á átökum milli Ísraela og Hamas til að greiða fyrir neyðaraðstoð til íbúa. Erlent 8.11.2023 10:58
Þingkona í Bandaríkjunum ávítt fyrir meintan stuðning við hryðjuverk Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær að ávíta þingkonuna Rashidu Tlaib, Demókrata frá Michigan, fyrir meinta vörn hennar á hryðjuverkum Hamas og stuðning hennar við slagorðin „Frá á til sjávar!“. Erlent 8.11.2023 08:01
Biden ekki sammála Netanyahu um yfirtöku Ísraelsmanna á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti styður ekki yfirtöku Ísraelsmanna á Gasa, eins og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið til kynna að muni gerast að átökum loknum. Erlent 8.11.2023 06:43
Segja hermenn berjast í „hjarta Gasaborgar“ Ísraelskir hermenn eru sagðir komnir langt inn í Gasaborg. Mikill fjöldi óbreyttra borgara hefur flúið borgina í dag og farið til suðurhluta Gasastrandarinnar. Erlent 7.11.2023 22:30
Guðlaugur Þór segir öllum ofbjóða hryllingurinn á Gaza Hátt á þriðja hundrað mótmælenda kröfðust þess við Ráðherrabústaðinn í dag að ríkisstjórnin krefðist tafarlauss vopnahlés á Gaza. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir öllum ofbjóða ástandið og óska þess að átökunum ljúki. Innlent 7.11.2023 19:26
Segir alþjóðasamfélagið stara niður í hyldýpið Francesca Albanese, sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum Palestínu, segir tilraunir Ísraelsmanna til að tortíma Hamas-samtökunum í kjölfar árásanna 7. október muni aðeins verða til þess að magna upp öfgahyggju. Erlent 7.11.2023 11:41
Stöðvið barnamorðin strax Þegar þessar línur eru ritaðar hefur útrýmingarherferð Ísraelshers á Gaza staðið í fjórar vikur. Fjöldi íbúa Gazarstrandarinnar sem fallið hafa fyrir kúlum, sprengjum og eldflaugum hersins er kominn yfir 10 þúsund manns og yfir 4000 börn hafa verið myrt. Þetta er ekki stríð gegn Hamas, þetta er stríð gegn palestínskum börnum. Skoðun 7.11.2023 09:31
Segir Ísrael munu taka yfir öryggisgæslu á Gasa í einhvern tíma Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í viðtali sem sýnt var á ABC í gær að Ísrael myndi axla ábyrgð á öryggismálum á Gasa í einhvern tíma eftir að átökunum sem nú standa yfir lýkur, þar sem menn hefðu séð hvað gerðist þegar aðrir væru við stjórnvölinn. Erlent 7.11.2023 07:08
Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. Erlent 6.11.2023 22:31
Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. Erlent 6.11.2023 10:49
Bjarni er nú meiri karlinn Hafið þið heyrt söguna um Bjössa á KFC sem varð uppvís að því að leyfa pabba sínum að kíkja ofan í peningakassann og fékk að velja refsingu sína sjálfur? Hann axlaði ábyrgð með því að færa sig yfir á djúpsteikingarpottinn. Ekki hætta. Bara færa sig. Og það fyrsta sem hann gerði þar? Setti dauða rottu í pottinn til að ganga í augun á jafnöldrum sínum. Skoðun 6.11.2023 07:01
Yfirmenn fjölda stofnana SÞ fordæma stöðuna og kalla eftir vopnahléi Ísraelsher segist hafa umkringt Gasaborg og náð að skipta Gasa í tvennt; Norður-Gasa og Suður-Gasa. Talsmaður hersins segir um að ræða mikilvægan áfanga í stríðinu gegn Hamas-samtökunum. Erlent 6.11.2023 06:43
„Ríkisstjórnin hefur orðið okkur til skammar á alþjóðavettvangi“ Formaður félagsins Ísland-Palestína sagði viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna átakanna á Gasa vera Íslendingum til skammar á samstöðufundi fyrir Palestínu í dag. Tugir eru sagðir hafa verið drepnir og fleiri særst í árásum á flóttamannasvæði í nótt. Innlent 5.11.2023 20:00
Húsfyllir í Háskólabíói á stórfundi fyrir Palestínu Meira en þúsund manns eru mættir í Háskólabíó á stórfund fyrir Palestínu, samstöðufund sem félagið Ísland-Palestína stendur fyrir. Innlent 5.11.2023 14:44
Vilja að stjórnvöld fordæmi aðgerðir Ísraels Búist er við því að fólk fjölmenni á stórfund til stuðnings Palestínu í Háskólabíó í dag að sögn eins skipuleggjanda. Yfirvöld í Ísrael hafa gefið fólki á Gasa svæðinu fjórar klukkustundir til að flýja. Innlent 5.11.2023 12:13
Ég skil ekki Við lifum á tímum upplýsinga. Ef við kærum okkur um getum við kynnt okkur sögu Palestínu, tilurð Ísraelsríkis og allt það sem hefur gerst síðan. Við fáum upplýsingar í rauntíma um hvað er að gerast á þessu svæði akkúrat núna. Skoðun 5.11.2023 08:31
Opið bréf til ríkisstjórnarinnar: ákall um aðgerðir vegna ástandsins á Gaza Kæra ríkisstjórn, Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 9.000 Palestínumenn á Gaza látist í árásum Ísraela á Gaza. Þar af eru fleiri en 3.700 börn. Skoðun 5.11.2023 08:00
Hvergi öruggt á Gasa Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Ísraelski herinn er sagður hafa drepið fleiri en tíu þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Forsætisráðherra Ísraels segir vopnahlé ekki koma til greina fyrr en gíslum í haldi Hamas verði sleppt. Erlent 4.11.2023 22:30
Fundar með utanríkisráðherrum arabaríkja um vopnahlé Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda um stöðuna á Gasa með utanríkisráðherrum nokkurra arabaríkja í dag. Íslandsdeild Amnesty International krefst þess að forsætis- og utanríkisráðherra leggi sitt af mörkum við að koma á vopnahléi. Innlent 4.11.2023 12:49