
Indland

Ekkert samkomulag um Úkraínu á fundi G20-ríkja
Fulltrúar Rússlands og Kína komu í veg fyrir að fjármálaráðherrar tuttugu stærstu iðnríkja heims kæmust að sameiginlegri niðurstöðu um átökin í Úkraínu. Fundi þeirra á Indlandi lauk í dag.

Rússneskur pylsumógúll látinn eftir fall út um glugga
Rússneski pylsumógúllinn og stjórnmálamaðurinn Pavel Anton fannst látinn eftir að hafa fallið af glugga á þriðju hæð hótels á Indlandi á jóladag. Tveimur dögum fyrr hafði vinur hans látist í sömu ferð.

Indverjar og Kínverjar börðust á umdeildum landamærum
Yfirvöld í Indlandi hafa sakað Kínverja um að reyna að leggja undir sig indverskt landsvæði í austurhluta Indlands í síðustu viku. Til átaka kom á milli indverskra og kínverskra hermanna við landamæri ríkjanna sem lengi hefur verið deilt um.

Mannskætt slys þegar göngubrú hrundi á Indlandi
Nú er ljóst að 141 hið minnsta lét lífið þegar göngubrú yfir Machchu ánna í Gujarat héraði á Indlandi gaf sig með þeim afleiðingum að hundruð féllu í ánna.

Minnst 60 látin eftir að göngubrú hrundi
Minnst 60 eru látin eftir að göngubrú hrundi í Gujarat-fylki í vesturhluta Indlands. Talið er að allt að 400 manns hafi verið á brúnni þegar hún hrundi.

Frá Fagralundi til Kalkútta
Þórhallur Siggeirsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari East Bengal sem leikur í indversku úrvalsdeildinni.

Fjórir látnir og 28 er saknað eftir snjóflóð í Himalaya-fjöllunum
Að minnsta kosti fjórir létust í snjóflóði í Himalaya-fjöllunum í gær og er 28 manns enn saknað. Fólkið var í þjálfun í indverska hluta fjallanna þegar snjóflóðið féll.

Mannskaði í snjóflóði í Himalajafjöllum
Að minnsta kosti fjórir fjallgöngumenn eru látnir og fjölda er saknað eftir að gönguhópur lenti í snjóflóði í Himalajafjöllum á Indlandi. Hluti hópsins er talinn fastur í jökulsprungu.

Mættir aftur til Indlands eftir sjötíu ára fjarveru
Blettatígrar voru sagðir útdauðir í Indlandi árið 1952 en nú hafa átta tígrar verið sendir þangað í tilefni af afmæli Narendra Modi, forsætisráðherra landsins. Þeir munu dvelja í einangrun í mánuð áður en þeim verður sleppt í þjóðgarði.

Sagðist líka skilja áhyggjur Modi og vill binda skjótan enda á stríðið
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, að hann vildi binda enda á innrás Rússa í Úkraínu eins fljótt og auðið væri. Þá sagðist hann hafa skilning á áhyggjum Modi af átökunum.

Telja að systrum hafi verið nauðgað áður en þær voru hengdar
Lögreglan í indverska héraðinu Uttar Pradesh telur að systrum á unglingsaldri, sem fundust hengdar í tré, hafi verið nauðgað áður en þær voru myrtar. Sex hafa verið handteknir vegna málsins.

Á annan tug slösuð eftir að fallturn bilaði
Tæplega tuttugu manns eru slasaðir eftir að fallturn bilaði og lenti á jörðinni í borginni Mohali í Punjab-héraði í Indlandi í gær. Myndband náðist af atvikinu og hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Vígðu fyrsta heimagerða flugmóðurskipið
Indverjar vígðu í dag fyrsta heimabyggða flugmóðurskip ríkisins. INS Vikrant er eitt af tveimur starfræktum flugmóðurskipum Indverja en ráðamenn í Indlandi vilja auka mátt flota ríkisins og auka skipasmíðagetu Indlands til að sporna gegn auknum umsvifum Kína.

Hundrað metra háhýsi felld og þúsundir fylgdust með
Gríðarlegur viðbúnaður var í úthverfi Nýju-Delí á Indlandi í dag þegar tvö háhýsi voru sprengd í loft upp. Hæstiréttur Indlands úrskurðaði að blokkirnar skyldu jafnaðar við jörðu þar sem þær uppfylltu ekki byggingareglugerðir.

Rannsóknarskipi lagt upp að bryggju í umdeildri höfn
Kínversku rannsóknarskipi var í morgun lagt upp að bryggju í umdeildri höfn í Sri Lanka. Það var gert eftir að yfirvöld í landinu meinuðu áhöfn skipsins fyrst að koma að landi. Siglingar skipsins, sem er rekið af kínverska hernum, þykja líklegar til að valda indverskum ráðamönnum áhyggjum.

Vann tveggja áratuga langt dómsmál vegna 35 króna ofrukkunar
Indverskur lögmaður vann á dögunum dómsmál sem hann höfðaði fyrir 22 árum. Árið 1999 rukkaði lestarfyrirtæki hann 20 rúpíum, eða um 35 krónum, of mikið og hann fór með málið fyrir dómstóla.

Bólusetti þrjátíu einstaklinga með sömu sprautunni
Yfirvöld í Indlandi rannsaka nú heilbrigðisstarfsmann í fylkinu Madhya Pradesh en hann er talinn hafa bólusett þrjátíu einstaklinga gegn Covid-19 með sömu sprautunni.

Ólöglega bruggað áfengi varð 28 að bana
Að minnsta kosti 28 eru látin og um sextíu alvarlega veik eftir að hafa drukkið ólöglega bruggað áfengi sem búið var að blanda með óþekktum efnum í Gujarat-fylki.

Sveppahringur slær heimsmet
Indverska fyrirtækið SWA Diamonds hefur skráð sig í heimsmetabók Guinness fyrir flesta demanta á einum hring. Á nýjasta hring þeirra eru 24.679 demantar.

Ný mannréttindaskýrsla Meta ófullnægjandi hvað Indland varðar
Tæknifyrirtækið Meta gaf í fyrsta sinn út mannréttindaskýrslu í gær, skýrslan fer yfir framgang fyrirtækisins í mannréttindamálum. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir það að hafa hundsað óæskilega framkomu notenda á Facebook sem hafi leitt til ofbeldis í raunheimum, til dæmis á Indlandi.

Sérfræðingar fylgjast með nýju afbrigði af afbrigði
Sérfræðingar hafa nú augun á nýju afbrigði af afbrigði kórónuveirunnar, BA.2.75, sem hefur fengið viðurnefnið „Centaurus“. Það er afbirgði Ómíkron-afbrigðisins BA.2 og breiðist nú hratt út á Indlandi. Þá hefur það einnig greinst á Bretlandseyjum.

Heildarfjöldi gæti náð hápunkti í 10,4 milljörðum um 2080
Fjölgun mannkyns er nú með hægasta móti síðan um 1950 en í nóvember verður heildarfjöldi orðinn átta milljarðar.

Minnst sextán látin eftir flóð á Indlandi
Minnst sextán eru látin og tugir eru slasaðir eftir gríðarlegt asaflóð í Kasmír-héraði á Indlandi. Flóðið varð á meðan þúsundir voru í pílagrímsferð að íshelli í Himalajafjöllum.

59 farist í flóðum á Indland og Bangladess
Að minnsta kosti 59 hafa farist í miklum flóðum og eldingaveðri sem gengið hefur yfir Indland og Bangladess síðustu daga.

Milljónir manna heimilislaus eftir gríðarleg flóð
Milljónir manna eru heimilislaus og 18 látnir eftir gríðarmikil flóð í Bangladess og norðausturhluta Indlands. Herir beggja landa hafa verið kallaðir út til að hjálpa fólki sem er strandað vegna flóðanna. Búist er við því að rigningin haldi áfram út helgina.

Þýðingarvél Google stækkuð
Þýðingarvél tæknirisans Google hefur nú verið stækkuð en 24 nýjum tungumálum hefur verið bætt við þjónustuna. Rúmlega 300 milljónir manna tala tungumálin sem um ræðir en um helmingur þeirra er frá Afríku.

Þrisvar sinnum fleiri látist af Covid-19 en tilkynnt var um
Tæplega fimmtán milljón manns hafa látið lífið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þetta er niðurstaða Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sem birti skýrslu sína í dag.

Ísfirðingar reyna að lifa af í 41 stigs hita
Allt að 41 stigs hiti í dag, 39 stig á laugardag og 38 á sunnudag. Svona hljómar veðurspáin fyrir borgina Pune á Indlandi þar sem Ísfirðingurinn Haukur Magnússon er staddur ásamt fjölskyldu sinni. Skæð hitabylgja gengur nú yfir Indland og ekkert útlit fyrir að það kólni neitt að ráði næstu vikuna.

Skæð hitabylgja setur líf Indverja úr skorðum
Skæð hitabylgja hefur sett daglegt líf milljóna Indverja úr skorðum og er von á því að hún nái hápunkti á allra næstu dögum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir að hitastig fari nú hratt hækkandi víða um land og hitabylgjan sé fyrr á ferðinni en í venjulegu árferði.

Rússar verði háðir Kínverjum eftir nýjustu efnahagsþvinganir
Evrópusambandið ætlar að meina Rússum aðgang að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem myndi gera þá algerlega háða Kínverjum eða Indverjum þegar efnahagur landsins hrynur. Þetta er á meðal þess sem kynnt var í fjórða pakka þvingunaraðgerða gegn Rússlandi í gær.