Tryggingar

Fréttamynd

SFF viðurkennir brot og greiðir tuttugu milljóna sekt

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa gert sátt við Samkeppniseftirlitið þar sem viðurkennd eru brot gegn samkeppnislögum og fyrirmælum sem hvíla á samtökunum á grundvelli eldri ákvörðunar. Hafa samtökin fallist á að greiða 20 milljónir króna í sekt og grípa til aðgerða sem vinna gegn því að brotið endurtaki sig.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stúdent lagði Vörð í deilu um bóta­upp­hæð

Stúdent sem lenti í bílslysi árið 2018 og átti bara eftir að skila BS-ritgerð til að klára háskólanámið, lagði tryggingafélagið Vörð í héraðsdómi í vikunni. Stúdentinn fór fram á að bætur, sem henni voru greiddar, miðuðust við meðallaun viðskiptafræðinga sem hann var við það að verða.

Innlent
Fréttamynd

Dropinn holar steininn

Mikil kulda- og vætutíð hefur herjað á landann undanfarið og virðist ekkert lát vera á. Við erum flest vön því að fá fréttir af litríkum lægðum á þessum árstíma við mismikinn ef nokkurn fögnuð.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­­­lína telur smáa­­­ letrið lýsa hrapps­hætti

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir rithöfundur sem búsett er í Reykjavík lenti í leka vegna asahláku og skýfalls. Af því að vatnið kemur að utan segir hún tryggingafélagið Vörð stikkfrí. Hún telur sig og aðra fórnarlambs hins svokallaða smáaleturs.

Innlent
Fréttamynd

Sjóvá hagnaðist um 9,57 milljarða

Sjóvá hagnaðist um 9,57 milljarða króna á seinasta ári, en þar af var hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 7,83 milljarðar. Til samanburðar nam heildarhagnaður 5,32 milljörðum króna árið 2020, þar af 3,96 vegna fjárfestingarstarfsemi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hafði endanlega betur og fær tugmilljóna bætur

Tryggingafélagið Vörður þarf að greiða mótorhjólamanni sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi árið 2013 67 milljónir í bætur vegna slyssins. Tekist var á um hvort að mótorhjólamaðurinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi í aðdraganda árekstursins.

Innlent
Fréttamynd

Skaust upp í loftið af pall­bíl og fær tólf milljónir í bætur

Tryggingarfélagið Sjóvá-Almennar þarf að greiða verkamanni sem starfaði hjá Reykjavíkurborg tólf milljónir króna í skaðabætur, eftir að hann féll af palli rafmagnsbíls er bílnum var ekið í holu, með þeim afleiðingum að verkamaðurinn skaust upp í loftið af pallinum og slasaðist.

Innlent
Fréttamynd

Sjóðir Stefnis stækka stöðu sína í VÍS, en Akta selur

Tveir hlutabréfasjóðir í rekstri Stefnis hafa að undanförnu aukið við stöðu sína í VÍS og fara nú með samtals nálægt sex prósenta eignarhlut sem gerir sjóðastýringarfyrirtækið að fimmta stærsta hluthafanum. Markaðsvirði þess hlutar er í dag meira en tveir milljarðar króna.

Innherji
Fréttamynd

Sjóvá riftir samningi við FÍB

Samkvæmt frétt á heimasíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) frá því á föstudag hefur tryggingafélagið Sjóvá rift samningi sínum við FÍB. Í fréttinni er talað um að riftunin komi einungis „nokkrum vikum eftir að FÍB gagnrýndi tryggingafélagið fyrir milljarða króna greiðslur til hluthafa.“

Bílar
Fréttamynd

Trygginga­stofnun hafði betur gegn Gráa hernum

Íslenska ríkið var sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Gráa hersins gegn Tryggingastofnun. Grái herinn hefur þegar ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar og Hæstaréttar ef til þess kemur. 

Innlent
Fréttamynd

TM seldi tvö þúsund tryggingar í vefsölu á Stafrænum mánudegi

Tryggingafélagið TM, dótturfélag Kviku, seldi tvö þúsund tryggingar og aflaði 600 nýrra viðskiptavina á útsöludeginum Stafrænn mánudagur í lok nóvember. Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, segir að stafrænar lausnir séu snar þáttur í metnaðarfullum áformum um að stórauka hlutdeild félagsins á einstaklingsmarkaði. 

Innherji
Fréttamynd

Gagnrýnir tilboð TM: „Vátryggingar eru ekki skyndivara“

Neytendastofa er nú með til skoðunar nokkrar tilkynningar vegna tilboðs tryggingafélagsins TM síðastliðinn mánudag. Formaður Félags íslenskra bifreiðareigenda segir tilboðið hafa verið á skjön við neytendalög og gagnrýnir tryggingarfélögin fyrir ofurhátt verðlag.

Neytendur