Samfylkingin

Fréttamynd

Nefndarskipan gagnrýnd

Til hvassra orðaskipta kom á Alþingi í gær á milli fjármálaráðherra og þingmanna Samfylkingarinnar. Tilefnið var athugasemd Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns flokksins um störf þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn nota verkfallið

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Sjálfstæðisflokkinn vera að notfæra sér verkfall grunnskólakennara til að ýta undir hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins. Það sé ástæða þess að flokkurinn þráast gegn því að ríkisstjórnin komi að lausn deilunnar.

Innlent
Fréttamynd

Vegið að sjálfstæði dómstóla

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar sakaði settan dómsmálaráðherra um að vega að sjálfstæðis dómstóla og láta ómálefnaleg sjónarmið ráða ferðinni við skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar í embætti hæstaréttardómara:

Innlent
Fréttamynd

Helmingslækkun matarskattar

Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að svokallaður matarskattur verði lækkaður úr 14 í 7%. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. "Með þessu myndi matarreikningur íslenskra heimila verða lækkaður um 5 milljarða króna.

Innlent
Fréttamynd

Vilja talsmann neytenda

Neytendamál eru eitt þeirra mála sem Samfylkingin ætlar að leggja áherslu á nú í þingbyrjun. Lagt verður til að stofnað verði embætti talsmanns neytenda til að styrkja stöðu neytenda á frjálsum markaði.

Innlent
Fréttamynd

Lægri matarskatt og betri skóla

Samfylkingin kynnti áherslur sínar í þingbyrjun í Alþingishúsinu í gærdag. Ef hagvaxtarspár ganga eftir ætlar flokkurinn að beita sér fyrir að hagnaðurinn verði til þess að matarskattur verði lækkaður og að fjármagn til skólanna verði aukið til muna.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarandstaðan vinnur saman

Stjórnarandstaðan ætlar að vinna nánar saman í vetur en dæmi eru um áður og veita ríkisstjórninni harða andstöðu. Formaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin sé orðin spillt og fótumtroði lýðræðið í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Samfylking vill rannsókn á Símanum

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur farið fram á það við forsætisnefnd Alþingis að ríkisendurskoðun rannsaki fjárfestingar Símans á undanförnum árum og nýleg kaup hans á hlut í Skjá einum. Þingflokkurinn vill fá skýringar á því hvers vegna Síminn ákvað að blanda sér í fjölmiðlarekstur þar sem engin eðlileg útskýring hafi verið gefin fyrir þeirri ákvörðun.

Innlent