Hafnarfjörður

Fréttamynd

Hættir hjá Sam­tökunum 78 eftir á­sakanir um mis­notkun

Rúmlega þrítug kona, fyrrverandi starfsmaður í grunnskóla og fyrrverandi formaður félagaráðs Samtakanna 78, hefur verið sökuð um kynferðislega misnotkun og áreiti gegn börnum. Hún hætti störfum fyrir samtökin í vikunni en félagið var nýlega upplýst um ásakanirnar.

Innlent
Fréttamynd

Hinn látni var á sjö­tugs­aldri

Búið er að bera kennsl á lík mannsins sem fannst í húsbílnum við Lónsbraut í Hafnarfirði í gærmorgun. Hinn látni var karlmaður á sjötugsaldri.

Innlent
Fréttamynd

Laddi fær hjartastein í Hafnarfirði

„Þetta er einn af hápunktunum, allavega hæsti punkturinn hingað til myndi ég segja,“ segir Þórhallur Sigurðsson, skemmtikraftur, betur þekktur sem Laddi. Svokallaður hjartasteinn til heiðurs Ladda var afhjúpaður fyrir framan Bæjarbíó í Hafnarfirði fyrr í kvöld og fréttastofa Stöðvar 2 var að sjálfsögðu á staðnum. Hjartasteininn hlýtur Laddi fyrir leikinn, gleðina og skemmtunina sem hann hefur fært öllum aldurshópum um árabil.

Lífið
Fréttamynd

Reykja­nes­braut lokuð í sólar­hring

Reykjanesbraut verður lokað í kvöld á kaflanum frá Grindavíkurvegi og í átt að Hafnarfirði vegna malbiksframkvæmda. Veginum verður lokað klukkan 20 í kvöld og er áætlað að opnað verði á ný klukkan 20 annað kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Féll niður tröppur við heimili sitt

Í gær barst lögreglu tilkynning um einstakling sem hafði fallið niður tröppur við heimili sitt í Laugardalnum. Sá var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar. 

Innlent
Fréttamynd

Vann til alþjóðlegra verðlauna í píanóleik

Þrátt fyrir að Borgfirðingurinn Anna Þórhildur Gunnarsdóttir sé ekki nema tuttugu og fjögurra ára gömul þá var hún að vinna til alþjóðlegra píanóverðlauna en hún var að ljúka þriggja ára meistaranámi í Hollandi. Nú stefnir hún á doktorsnám.

Menning
Fréttamynd

Heimir kynntur til leiks hjá FH

Heimir Guðjónsson hefur formlega verið kynntur til leiks sem nýr þjálfari karlaliðs félagsins í knattspyrnu. Sigurvin Ólafsson var á sama tíma kynntur sem aðstoðarþjálfari liðsins, en félagið greindi frá þessu á stuðningsmannakvöldi sem haldið var í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Villi­kettir vilja lóð án endur­gjalds: Segjast hafa sparað Hafnar­fjarðar­bæ tugi milljóna

Sjálfboðaliðasamtökin Villikettir hafa óskað eftir því að Hafnarfjarðarbær úthluti lóð við Kaplaskeið án endurgjalds þar sem samtökin gætu reist húsnæði til að sinna villi- og vergangsköttum. Formaður segir í bréfi til sveitarstjórnar að samkvæmt útreikningum hafi samtökin með vinnu sinni sennilega sparað bæjarfélaginu milli 70 og 80 milljónum króna á síðustu átta árum.

Innlent
Fréttamynd

Á villi­götum í Ás­landi 4

Nú auglýsir Hafnarfjarðarbær lóðir til umsókna í Áslandi 4, alls 550 íbúðir og áætlaður íbúafjöldi um 1400. Það er vel enda íbúðaskortur í bænum. Í auglýsingunni segir að við skipulag og hönnun hverfisins sé áhersla á lögð á heildræna sýn og vistvænt skipulag.

Skoðun
Fréttamynd

Drengurinn fannst sofandi í strætó

Allt tiltækt lið björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í kvöld í leit að sjö ára dreng í Hafnarfirði. Allt fór vel að lokum þegar drengurinn fannst sofandi um borð í strætó.

Innlent
Fréttamynd

Viðbúnaður vegna potts á hellu í Hafnarfirði

Nokkur viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í Hafnarfirði i morgun eftir að tilkynning barst um mögulegan eld í fjölbýlishúsi. Slökkviliðsmenn frá þremur stöðvum voru sendir af stað eftir að tilkynning barst.

Innlent
Fréttamynd

Hafnarfjörður og skólamál barna á flótta

Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna 22. gr. 1. skulu aðildarríkin veita flóttamönnum sömu aðstöðu og veitt er ríkisborgurum, að því er tekur til barnafræðslu.

Skoðun
Fréttamynd

Vill að rekstur allra leiða verði boðinn út til einkaaðila

Framkvæmdastjóri Strætó bs. talar fyrir því að rekstur allra strætisvagna fyrirtækisins verði boðinn út til einkaaðila, enda fáist þannig hagstæðari verð. Aukin útvistun núna muni þó ekki leysa bráðavandann sem Strætó er í - framkvæmdastjórinn hefur aldrei séð það svartara í fjármálum félagsins frá því að hann tók við.

Innlent
Fréttamynd

Telur ein­eltis­mál ekki van­rækt af kerfinu

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir sér hafa verið brugðið þegar tólf ára stúlka steig fram og lýsti hrottalegu einelti í gær. Hann telur þrátt fyrir þetta ekki að eineltismál séu vanrækt af kerfinu. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“

Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 

Innlent
Fréttamynd

Vís­bendingar um að ein­elti hafi aukist eftir Co­vid

Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid.

Innlent