Reykjavík

Fréttamynd

Fannst rænulítill við hlið rafhlaupahjóls

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um mann sem lá með skerta meðvitund við hlið rafhlaupahjóls í miðbænum. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Alls voru 82 mál skráð hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt en í dagbók lögreglunnar segir að þar hafi mest verið um að ræða aðstoðarbeiðnir, tilkynningar um fólk í annarlegu ástandi og hávaðakvartanir.

Innlent
Fréttamynd

Var rændur og þurfti á slysadeild

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um rán í Austurbæ. Gerendur höfðu ekkert upp úr krafsinu flytja þurfti þolanda ránsins á slysadeild. Að öðru leyti mun hafa verið rólegt í miðborginni í nótt en þó voru rúmlega sextíu mál skráð í bækur lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Pawel tekur við af Þórdísi vegna liðskiptaaðgerðar

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar, verður í veikindaleyfi til lok nóvember vegna liðskiptaaðgerðar sem hún gekkst undir í vikunni. Pawel Bartoszek tekur við sem borgarfulltrúi Viðreisnar á meðan. 

Innlent
Fréttamynd

Þegar gefur á bátinn

Á vordögum við afgreiðslu ársreiknings, sem sýndi nær sextán milljarða hallarekstur, sagði borgarstjóri gríðarlegan viðsnúning framundan í rekstri borgarinnar. Oddviti Framsóknar boðaði aðgerðir, nú skyldi tekið í hornin á rekstrinum.

Skoðun
Fréttamynd

Þurfi meiri tíma í Borgar­línu

Inn­viða­ráð­herra segir of snemmt að slá því föstu að gera þurfi veru­legar breytingar á fram­kvæmdum vegna Borgar­línu á höfuð­borgar­svæðinu, á meðan vinna standi enn yfir við að upp­færa sam­göngu­sátt­mála höfuð­borgar­svæðisins á milli ríkisins og sveitar­fé­laga. Borgar­lína sé hins vegar risa­stórt verk­efni sem þurfi meiri tíma, bæði með til­liti til verk­fræðinnar en líka fjár­mögnunar.

Innlent
Fréttamynd

Lenti saman á Sæ­braut

Reið­hjóla­slys varð á hjóla­stígnum á Sæ­braut í Reykja­vík nú síð­degis. Tveir sjúkra­bílar voru sendir á vett­vang auk lög­reglu­bíls.

Innlent
Fréttamynd

Borgarlína sé öllum fyrir bestu

Tveir erlendir sérfræðingar í borgarskipulagi segjast sammála um það að Borgarlína sé frábært tækifæri fyrir Reykvíkinga að hætta að vera svona háðir einkabílnum. Gera þurfi þó almenningssamgöngur meira aðlaðandi.

Innlent
Fréttamynd

Ljós­leiðara­strengur í sundur

Slit urðu á ljós­leiðara­streng í Vatns­mýri í Reykja­vík og getur það valdið net­leysi eða truflunum hjá hluta borgar­búa. Ekki hefur náðst í for­svars­menn Ljós­leiðarans vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Sá bíl­lyklana sína á Vísi og fann loksins bílinn

Björn Sigurðs­son, hlað­maður hjá Icelandair, fann bílinn sinn í dag við Víði­mel í vestur­bæ Reykja­víkur eftir rúma fjögurra vikna leit. Honum var stolið af starfs­manna­plani á Reykja­víkur­flug­velli í upp­hafi mánaðar en inn­brots­þjófurinn tjónaði bílinn með því að keyra aftan á annan á Sæ­brautinni og stinga af.

Innlent
Fréttamynd

Ekki nóg að bæta bara strætó

Framkvæmdastjóri félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins segir það fullreynt að efla strætó án þess að byggja borgarlínu líkt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. Eðlilegt sé að uppfæra sáttmálann nú þegar fjögur ár eru síðan skrifað var undir hann. 

Innlent
Fréttamynd

Steypan í mörgum skólum varla gerð til að halda vatni

Í Vörðuskóla við Barónstíg í Reykjavík standa nú yfir tilraunir þar sem rannsakað er hvað þarf nákvæmlega að gera til að koma í veg fyrir myglu sem hefur komið upp víða. Framkvæmdastjóri viðhalds hjá Reykjavíkurborg segir enn fleiri skóla þurfa að búa sig undir það sama á næstu árum.

Innlent
Fréttamynd

„Orðinn of stór fíll til að borða í einum bita“

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, segir að búið sé flækja allt sem við kemur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og að nauðsynlegt sé að finna lausnir til að hægt sé að koma framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu af stað sem fyrst. „Við höfum gert þetta svo erfitt og of flókið að þetta er orðinn of stór fíll til að borða í einum bita.“

Innlent
Fréttamynd

Öryggi fólks hljóti alltaf að verða hærra sett heldur en trjáa

Legið hefur fyrir í nokkra áratugi að tré í Öskjuhlíðinni myndu trufla flugöryggi þegar þau næðu ákveðinni hæð, að sögn innviðaráðherra. Isavia hefur gert þá kröfu að tvö þúsund og níu hundruð tré í Öskjuhlíð verði felld. Um er að ræða elstu og hæstu trén sem standa á suðvesturhluta hlíðarinnar.

Innlent