Eyjafjarðarsveit

Fréttamynd

112 milljóna hagnaður hjá Skógarböðunum

Baðlónið Skógarböðin, sem staðsett er í Vaðlaskógi í Eyjafirði, hagnaðist um yfir hundrað milljónir á síðasta ári, þrátt fyrir að lónið hafi ekki opnað fyrr en í maí í fyrra. Gestafjöldi hefur verið meiri en búist var við í upphafi en lónið hefur tekið á móti yfir hundrað þúsund gestum frá því það opnaði fyrir ári síðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Strokkur vélarinnar gaf sig vegna málm­þreytu­brots í gormi

Flugvél sem nauðlenti á Fúlukinnarfjalli í júlí síðasta sumar var með brotinn gormahaldara og ábótavana smurningu á strokki. Er því beint til umsjónarmanna véla með svipaða hreyfla að huga vel að tengingu olíuleiðsna. Þá er því beint til hönnuðar vélarinnar að endurskoða notkun á riffluðum málmrörum í olíkerfi hreyfilsins. 

Innlent
Fréttamynd

Í skýjunum eftir ó­vænta Hollywood-heim­sókn

Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster og eiginkona hennar voru í skýjunum með heimsókn á Smámunasafnið í Eyjafjarðarsveit. Óvissa er um framtíð safnsins en safnstýran, sem er einnig í skýjunum með heimsóknina, vonast til þess að hin óvænta heimsókn frá Hollywood muni verða safninu til heilla.

Lífið
Fréttamynd

„Lýsa á á­takan­legan hátt bar­áttu sjúk­lingsins“

Svanhildarstofa var opnuð í dag við hátíðlega athöfn á Hælinu, setri um sögu berklanna á Kristnesi. Stofan er opnuð til minningar um Svanhildi Ólafsdóttur Hjartar, móður fyrrverandi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Hann segir stundina mikilvæga fyrir sig og fjölskylduna.

Lífið
Fréttamynd

Vilja að öll sambærileg vistheimili sæti rannsókn

Þrjár konur sem beittar voru ofbeldi á Varpholti á Laugalandi segja gríðarlega mikilvægt að sambærileg vistheimili frá sama tíma verði rannsökuð. Þær gagnrýndu skýrslu sem var unnin um málið í velferðarnefnd í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Blússandi aðsókn í Skógarböðin

Aðsóknin að Skógarböðunum í Eyjafirði gegnt Akureyri hefur verið miklu meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir en nú hafa tæplega sextíu þúsund manns heimsótt böðin frá því að þau opnuðu í vor. Næsta skref er að byggja Spa hótel við böðin með hundrað og tuttugu herbergjum.

Innlent
Fréttamynd

Tugmilljóna tjón á ótryggðri kornrækt

Áætlað tjón á kornuppskeru í Eyjafirði vegna einnar helgar hvassviðris í september er áætlað á bilinu 25 til 30 milljónir króna. Þá er áætlað að frostskemmdir, sem urðu sums staðar í ágúst, hafi eyðilagt uppskeru fyrir 10 til 12 milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í æsku á vegum barnaverndar. Laugaland átti að vera þeim öruggur staður. Að upplifun þeirra hafi verið sem skyldi er óafsakanlegt. Það er nauðsynlegt að samfélagið allt læri af þessari reynslu og tryggi að slíkt geti aldrei aftur átt sér stað.

Skoðun
Fréttamynd

And­legt of­beldi og niður­læging á Lauga­landi

Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina.

Innlent
Fréttamynd

Skógar­böðin á Akur­eyri rýmd

Skógarböðin á Akureyri voru rýmd um hádegisbil í dag vegna reyks. Slökkvilið Akureyrar segir í samtali við fréttastofu að bilun hafi komið upp í rafmagnstöflu. Ekki hafi kviknað í.

Innlent
Fréttamynd

Vel gert hjá flug­manninum að koma vélinni niður

Mikil heppni var að flugmaður flugvélar sem nauðlenti á Nýjabæjarfjalli í gær hafi fundið svo góðan stað til að lenda. Flugmaðurinn og farþeginn sluppu báðir með skrekkinn en þyrla Landhelgisgæslunnar kom þeim til aðstoðar þar sem þeir lentu í þúsund metra hæð.

Innlent
Fréttamynd

Flug­vél nauð­lenti í Tungudal

Lítil flugvél nauðlenti í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Akureyrarflugvelli í kringum sjöleytið í kvöld. Tveir voru um borð og eru þeir báðir óslasaðir.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Ragnar Grímsson tengist Hælinu í Kristnesi

„Eina læknisráðið var að veita sjúklingum gott húsaskjól, næringarríkan mat og frískt loft.“ Hér er verið að vitna í berklahælið á Kristnesi í Eyjafirði en þangað kemur fjöldi fólks til að skoða sýningu um sögu berklanna. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti kemur við sögu á safninu.

Innlent