Skagafjörður

Fréttamynd

Rýmingu í Varma­hlíð af­létt

Rýmingu á öllum húsum í Varmahlíð í Skagafirði hefur verið aflétt. Þetta ákvað almannavarnanefnd Skagafjarðar á fundi sem hófst klukkan 19 í kvöld. Rýming hefur verið í gildi fyrir húsin við Laugaveg 15 og 17 síðan á þriðjudag þegar aurskriða féll á húsin.

Innlent
Fréttamynd

Af­létta rýmingu á enn einu húsi í Varma­hlíð

Almannavarnanefnd Skagafjarðar fundaði í dag og tók ákvörðun um að rýmingu á húsi við Norðurbrún 7 í Varmahlíð skyldi aflétt frá og með klukkan 21 í kvöld. Rýming er þó enn í gildi fyrir Laugaveg 15 og 17 en aurskriða féll á húsin tvö í fyrradag.

Innlent
Fréttamynd

Aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð

Almannavarnanefnd Skagafjarðar tók þá ákvörðun í dag að aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð frá og með klukkan níu í kvöld. Húsin voru rýmd eftir að aurskriða féll á hús í bænum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Rýming vegna aurskriðuhættu enn í gildi

Rýming húsa við Laugaveg og Norðurbrún í Varmahlíð stendur, að minnsta kosti þar til fundur almannavarnarnefndar fer fram núna í morgunsárið. Tilkynning um framhaldið verður birt á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kl. 11.

Innlent
Fréttamynd

Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð

Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð í Skagafirði um klukkan fjögur í dag. Ekkert manntjón varð vegna skriðunnar en talsvert tjón varð á húsunum tveimur sem urðu fyrir skriðunni. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra.

Innlent
Fréttamynd

Hiti við 20 gráður fyrir norðan

Ekki mátti miklu muna að hitinn færi upp í 20 gráður á Norður­landi í dag. Á þremur stöðum sýndu mælar Veður­stofunnar meira en 19 gráður, bæði í Skaga­firðinum og á torfum í Eyja­firði.

Innlent
Fréttamynd

„Hefði ekki tekist án samtakamáttar“

Hörðum sóttvarnaaðgerðum í Skagafirði verður aflétt á miðnætti eftir ákvörðun almannavarna þess efnis, sem telur sig hafa náð tökum á hópsmitinu. Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af fjórir í Skagafirði.

Innlent
Fréttamynd

Ekki þörf á að fram­lengja stað­bundnar að­gerðir

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra ákvað í dag að óska ekki eftir framlengingu reglugerðar sem sett var sérstaklega fyrir Skagafjörð og Akrahrepp vegna hópsmits á svæðinu. Aðgerðirnar, sem gilda til morgundagsins, verða því ekki í gildi umfram það.

Innlent
Fréttamynd

Mikil samstaða í sóttvarnaaðgerðum í Skagafirði

Vonir standa til að hægt verði að aflétta viðbótar samkomutakmörkunum í Skagafirði strax eftir helgi. Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær, þar af einn í sóttkví og var hann í Skagafirði. Forsætisráðherra var ein þeirra sem voru bólusettir í dag.

Innlent
Fréttamynd

Nemandi í Árskóla smitaður af Covid

Nemandi í níunda bekk í Árskóla á Sauðárkróki er smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfestir Óskar G. Björnsson, skólastjóri Árskóla í samtali við fréttastofu. 

Innlent
Fréttamynd

Geta búist við fleiri smitum fyrir norðan

Staðfest er nú að sex manns séu smitaðir af kórónuveirunni á Sauðárkróki og í Skagafirði og segir sveitarstjórinn þar að búast megi við því að fleiri greinist smitaðir á næstu dögum. Þá er viðbúið að fólki í sóttkví fjölgi talsvert mikið í dag.

Innlent
Fréttamynd

Gætu gripið til þess að loka skólum

Hátt í 200 Skagfirðingar voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í dag eftir að fjórir greindust með veiruna á svæðinu. Lögregla biðlar til fólks að halda sig til hlés en óvíst er með skólahald í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Tugir í sóttkví í Skagafirði eftir að fjórir greindust smitaðir

Sýnatökur og smitrakning eru nú í fullum gangi og tugir manna eru farnir í sóttkví eftir að staðfest var að fjórir væru smitaðir af kórónuveirunni á Sauðárkróki og Skagafirði í gær. Sveitarstjóri Skagafjarðar segir of snemmt að tala um hópsmit en að líkur sé á að sýkingin nú sé meiri að umfangi en sveitarfélagið hafi lent í til þessa í faraldrinum.

Innlent
Fréttamynd

„Þurfti nánast að slá mig utan undir í morgun“

„Fólk er mjög áhugasamt og spennt, sem er alveg geggjað, og hópurinn er líka rosalega spenntur en á mjög jákvæðan hátt. Við erum öll einbeitt á verkefnið,“ segir Skagfirðingurinn Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls. Í kvöld spilar liðið sinn fyrsta leik í efstu deild í fótbolta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ókeypis tíðavörur í Skagafirði

Mikil ánægja er í Sveitarfélaginu Skagafirði með þá ákvörðun byggðarráðs að boðið verði upp á fríar tíðavörur fyrir ungmenni í grunnskólum og félagsmiðstöðvum í Skagafirði frá næsta hausti.

Innlent
Fréttamynd

„Furðulega góður tími“ eftir krabbameinsmeðferð

„Ég ætla að ná toppstandi aftur en það tekur tíma,“ segir Skagfirðingurinn Jóhann Björn Sigurbjörnsson, einn fremsti spretthlaupari þjóðarinnar, í viðtali við RÚV. Hann sneri aftur til keppni um helgina eftir lyfjameðferð vegna eitlakrabbameins.

Sport