Húðflúr

Hafa flest ekki tölu á fjölda tattúa
Það er forvitnilegt að fá að skoða húðflúr þeirra sem vinna við að setja tattú á aðra. Við fengum sex húðflúrlistamenn til að segja frá sínum eigin tattúum og flestir eiga þeir það sameiginlegt að hafa ekki lengur tölu á fjölda húðflúranna sem prýða líkama þeirra.

Emmsjé Gauti ætlar að enda alflúraður
Rapparinn og húðflúrsaðdáandinn Emmsjé Gauti fékk sér nýlega flúr á fótlegginn til að fagna góðu gengi myndbandsins við lagið Þetta má. Hann stefnir á að fá sér flúr yfir allan skrokkinn.

Fengu sér húðflúr hjá 100 ára listakonu
Parið Árni Guðmundsson og Kristín Inga stukku á tækifærið þegar þau heyrðu um 100 ára húðflúrlistakonuna Whang-od Oggay. Þau lögðu á sig langt ferðalag til að hitta hana og fá húðflúr hjá henni.

Með Titanic húðflúr og trúlofaði sig á söguslóðum skipsins
Jórmundur Kristinsson er 26 ára gamall Grindvíkingur sem hefur verið heltekinn af óskarsverðlaunamyndinni um Titanic allt frá því hann sá hana fyrst sjö ára gamall.

Ellý flúrar yfir nafn fyrrverandi: „Þetta er eins og endurfæðing“
Tilfinningaþrungin stund á húðflúrstofunni Reykjavík Ink í gær.

Þau flúruðu nafn elskhuga á sig og sáu svo eftir því
Það er alþekkt í stjörnuheimum að fræga fólkið eyði miklum tíma og fjármunum í að fjarlægja tattú sem minna á fyrrverandi maka.

Einhleyp Ellý situr uppi með tattú með nafni fyrrverandi: "Ég er í rusli yfir þessu“
Ellý Ármanns og Steingrímur Erlingsson eru hætt saman. Ellý tilkynnir þetta á Facebook með hvelli.

Bannað að dæma með skegg og húðflúr
Davíð Tómas Tómasson þurfti að raka sig og smyrja á sér hendurnar áður en hann hélt til Svíþjóðar að dæma.

Fengu sér allar fjórar sama húðflúrið
Nína Rún Bergsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir, Glódís Tara og Halla Ólöf Jónsdóttir hittust allar í fyrsta sinn í vikunni og fengu sér sama húðflúrið. Flúrið er táknrænt fyrir baráttu þeirra gegn því óréttlæti sem þær voru beittar.

Flúrið lifir og deyr með mér
Suðurnesjamærin Dagný Lind Draupnisdóttir er að læra húðflúrun. Hún segir húðflúr geta verið þokkafull og ögrandi í senn.

Ókeypis að fá húðflúr yfir ör af völdum sjálfskaða
Tiago Forte sérhæfir sig í að flúra yfir ör sem fólk hefur fengið af völdum sjálfskaða og þetta gerir hann endurgjaldslaust.

Eiturefni úr húðflúrum geta borist í eitla
Þeir sem fá sér húðflúr ættu líklega ekki bara að passa að hreinlætis sé gætt með nálarnar heldur einnig kynna sér efnasamsetningu bleksins.

Fyrsta húðflúrið í 76 ára afmælisgjöf
Eygló Jóna Gunnarsdóttir er 76 ára og fékk sér sitt fyrsta tattú um helgina. Lúthersrós á handlegginn varð fyrir valinu og það var barnabarn hennar, Ívar Østerby Ævarsson, sem skellti tattúinu á hana.

Með nafn Cowell húðflúrað á mjóbakið en kom öllum á óvart með flutningi sínum
Kayleigh Taylor kom öllum á óvart með flutningi sínum á laginu My Immortal með Evanescence í fyrstu áheyrnarprufunni í bresku útgáfunni af X-Factor.

Nikolaj ætlar ekki að fá sér Game of Thrones húðflúr
Daninn Nikolaj Coster-Waldau mætti í spjallþáttinn til James Corden á dögunum og spurði Bretinn leikarann út í hóphúðflúraumræðuna sem hefur verið í erlendum miðlum.

Komin aftur á fullt með nýja stofu
Ólafía Kristjánsdóttir og Andri Már Engilbertsson hafa opnað húðflúrstofuna sína aftur eftir að stofan var eyðilögð í fyrra. Þau létu það ekki stoppa sig og reksturinn er komin á fullt flug á nýjum stað.

Grjótharðir íslenskir Harry Potter aðdáendur
Tuttugu ár eru liðin síðan fyrsta bókin um Harry Potter kom út. Íslenskir Harry Potter aðdáendur ræða um aðdráttarafl bókanna og huggunina sem þeir fundu frá heimi Mugga í sköpunarverki J.K Rowling.

Dáleiðandi myndband sem sýnir hvernig húðflúr eru fjarlægð
Fólk fær sér oft á tíðum húðflúr sem það sér heldur betur eftir kannski áratugi síðar.

Heiðrar heimabæinn með flennistóru flúri
Rapparinn Herra Hnetusmjör gerði sér lítið fyrir og lét flúra á magann á sér orðin Kóp Boi í sama stíl og Thug Life húðflúrið sem Tupac skartaði á sínum tíma og frægt er orðið. Herra Hnetusmjör vísar þar til heimabæjar síns Kópavogs, sem hann ber miklar tilfinningar til.

Sjáðu húðflúrið sem Aron Can fékk sér
Rapparinn Aron Can lét skella stærðarinnar húðflúri á sig á þriðjudaginn.

Stærri húðflúr sífellt vinsælli
Íslenska húðflúrsráðstefnan, eða The Icelandic Tattoo Convention, er í fullum gangi.

Smæstu húðflúrin í Hollywood
Húðflúr hafa aldrei verið vinsælli og næstum hver einasta stjarna í Hollywood með að minnsta kosti eitt á sér.

Stórbrotin húðflúr beint úr kvikmyndasögunni
Húðflúr geta verið mikil listaverk og sum þeirra fallegri en önnur. Margir fá sér húðflúr sem hafa sérstaka þýðingu í þeirra lífi.

Húðflúr sem geyma persónulegar minningar
Svala Björgvinsdóttir söngkona hefur í gegnum tíðina fengið sér mörg falleg og litrík húðflúr. Fyrir henni eru húðflúr listaverk sem maður safnar á líkama sinn.

Heiða skammaðist sín fyrir „tramp stamp“ og huldi það með gullfiski
Fyrir um tveimur vikum hófu göngu sína nýir þættir á Stöð 2 og bera þeir nafnið Flúr & Fólk.

„Krabbameinið er fokking fokk“
„Ég er með eitt húðflúr á löppinni sem er pínulítið mitt einkennismerki, og þar stendur Fuck Cancer,“ segir Olga Steinunn Stefánsdóttir sem missti annað brjóstið eftir að hafa fengið brjóstakrabbamein.

Olga lét flúra yfir örið eftir brjóstnám
Í kvöld munu nýir þættir hefja göngu sína á Stöð 2 sem fengið hafa nafnið Flúr & Fólk.

Fann húðflúr sitt til sölu í netverslun: „Má þetta bara?“
Eydísi Ósk Hilmardóttur brá heldur betur í brún fyrr í dag þegar hún uppgötvaði að húðflúrshönnun sem hún ber á líkama sínum er til sölu á ýmsum varningi á netverslun.

Svala Björgvins fékk sér tvö ný tattú
Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir er forfallin áhugakona um húðflúr og skartar nokkrum flúrum sjálf. Nýverið fékk hún sér tvö ný tattú á handleggina sem eru innblásin af kvikmyndinni Blade Runner.

Tom Hardy þarf að fá sér húðflúr hannað af DiCaprio eftir að hafa tapað við hann veðmáli
Tom Hardy veðjaði á að Leonardo DiCaprio myndi ekki hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Revenant.