Næturlíf

Fréttamynd

Veittu sautján ára stút eftirför

Lögregluþjónar veittu bíl eftirför í nótt eftir að ökumaður hans neitaði að stöðva við merkjagjöf. Bílnum var ekið á miklum hraða á undan lögreglu og fór ökumaðurinn meðal annars yfir gatnamót á rauðu ljósi.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lensk for­ræðis­hyggja – Opnunar­tími skemmti­staða

Íslendingum finnst gott að hafa vit fyrir öðrum með forræðishyggju. Sér í lagi í málefnum sem varða þá sjálfa lítið sem ekkert. Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið rætt um eitt slíkt mál: Hvort tími sé kominn til að stytta opnun skemmtistaða m.v. hvað var fyrir Covid.

Skoðun
Fréttamynd

63,7 prósent landsmanna vilja stytta djammið varanlega

Yfirgnæfandi meiri hluti landsmanna er hlynntur því að skemmtistöðum sé lokað fyrr á næturnar en gilti fyrir heimsfaraldur Covid-19. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Aðeins sextán prósent eru andvíg hugmyndinni.

Innlent
Fréttamynd

Tíðindalítið hjá lögreglu fyrstu nótt takmarkana

Greina má gríðarlegan mun á dagbók lögreglu frá því í nótt samanborið við aðfaranótt sunnudags í síðustu viku. Samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti og lokuðu skemmtistaðir klukkan 11 og þurftu allir að vera komnir út fyrir miðnætti.

Innlent
Fréttamynd

Höfnuðu á ljósastaur og sökuðu hvor annan um að hafa ekið bílnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur tilkynningum um innbrot í póstnúmeri 105 í Reykjavík með fjórtán mínútna millibili í gærkvöldi. Þá voru ökutæki stöðvuð víða á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt þar sem grunur er um að ökumaður hafi verið undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

Innlent
Fréttamynd

Mikill erill vegna slagsmála á djamminu

Mikill erill var í miðbæ Reykjavíkur undir morgun og þurfti lögregla nokkrum sinnum að stíga inn í slagsmál sem brutust út fyrir utan skemmtistaði. Tvisvar var sjúkrabíll kallaður út að skemmtistað í nótt eftir að gestur datt og meiddi sig. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Ölvunarónæði og hávaði í miðborginni

Næturvaktin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur oft verið erilsamari ef marka má fréttaskeyti lögreglu til fjölmiðla í morgun. Vestan Elliðaár var það aðallega í miðborginni sem lögregla sinnti erindum.

Innlent
Fréttamynd

Sjokk fyrir alla að bólu­settur hafi smitast

Rekstrarstjóri Bankastræti Club, þar sem upp kom smit hjá starfsmanni sem var á vakt á föstudags- og laugardagskvöld, segir það hafa verið mikið sjokk að bólusettur starfsmaður hafi smitast. Hún telur ekki að smitið muni hafa áhrif á rekstur staðarins en hann verður opinn um næstu helgi.

Lífið
Fréttamynd

Smit rakið til Bankastræti Club

Annað tveggja Covid-smita sem greindust utan sóttkvíar í gær er rekið til skemmtanalífsins, meðal annars til skemmtistaðarins Bankastræti Club.

Innlent
Fréttamynd

Halda loks opnunarpartí eftir tveggja ára lokun

Skemmti- og tónleikastaðurinn Húrra í Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur opnar dyr sínar aftur fyrir gestum í opnunarpartíi á föstudaginn. Á dagskrá er djamm, og það er opið til hálffimm eins og áður fyrr.

Lífið
Fréttamynd

Týndi tíu vikna gömlum hvolpi á djamminu

Lýst var eftir tíu vikna gamla hvolpinum Karítas um helgina. Í ljós kom að eigandinn hafði tekið hvolpinn með sér á djammið á föstudagskvöld og óttast var að eigandinn hefði gert honum mein. Eftir langa leitarhelgi er hvolpurinn kominn í öruggar hendur þökk sé Hundasveitinni svokölluðu.

Innlent
Fréttamynd

Tvær líkams­á­rásir í bænum í nótt

Til­kynnt var um tvær líkams­á­rásir við skemmti­staði í mið­bænum í nótt. Fyrir utan þetta fór nætur­líf mið­borgarinnar að mestu leyti vel fram, að sögn lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Ætla ekki að endurvekja næturstrætó

Þrátt fyrir að skemmtanalífið sé komið í fyrra horf og gott betur, er ekki viðbúið að næturstrætó hefji aftur göngu sína í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að endurupptaka þjónustunnar sé ekki í áætlunum.

Innlent