Sprengisandur

Fréttamynd

Sprengisandur á Bylgjunni: Ríkisstjórnin, veiran, Íslandsbanki og krabbamein

Það verður margt rætt í þjóðmælaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, um málefnagreining í ríkisstjórn og hvort hægt sé að flýta framkvæmdum í innviðum með þátttöku lífeyrissjóða.

Innlent
Fréttamynd

Óttast „glatað sumar“ vegna tvöfaldrar skimunar

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það skipta sköpum fyrir ferðaþjónustuna að fólk sé ekki skyldað til þess að vera í sóttkví milli skimana og er hún ekki hrifin af þeirri hugmynd að einhverjir gætu verið skyldaðir í farsóttahúsið ef þeir greinist með tiltekið afbrigði veirunnar. Hún efist um að það sé lagaheimild fyrir slíkum aðgerðum.

Innlent
Fréttamynd

Sprengisandur: Forsætisráðherra og ferðaþjónustan

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður fyrsti gesturinn á Sprengisandi árið 2021, eitt og annað til umræðu eins og alltaf við forsætisráðherrann, ekki síst bólusetningar við kórónaveirunni sem enginn virðist vita hvort verði bráðlega eða bara miklu síðar

Innlent
Fréttamynd

„Alvarlegt hvernig farið er með Landspítalann“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir alvarlegt að gerð sé aðhaldskrafa á heilbrigðisstofnanir nú á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru. Formaður fjárlaganefndar segir að krónutölur þurfi að skoða í stærra samhengi hvað varðar aðhaldskröfur á Landspítalann. Hann vill að því verði hætt að setja almennar aðhaldskröfur og vill að tekin verði upp ný aðferðafræði í staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Óvissa um ferðaþjónustuna eftir bólusetningu

Hagfræðingur segir að jákvæðar fréttir af bóluefni geti haft óbein áhrif á efnahagskerfið. Óvissa sé þó um hvað gerist í ferðaþjónustunni þegar búið er að bólusetja flestar þjóðir.

Innlent
Fréttamynd

„Hugsunin góð“ hjá Páli en hefði viljað ganga lengra

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar og Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, mættust í umræðu um sjávarútveg í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Bóluefni, börn og sjávarútvegur

Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir ræðir nýju bóluefnin við Covid-19, þróun þeirra og mögulega áhættu. Einnig verður rætt um málefni barna í skólakerfinu sem ekki eiga aðgang að aðstoð sálfræðinga og sérkennara en auk þess verður rætt um sjávarútveg og fleira.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankastjóri og umönnun aldraðra í Sprengisandi

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, ræðir um stöðu lands og þjóðar og svarar fyrir gagnrýni á aðgerðir bankans í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þá verður rætt um umönnun aldraðra, leiðir út úr kreppunni og loftslagsmál í þætti dagsins.

Innlent
Fréttamynd

Sprengisandur í beinni útsendingu

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til tólf í dag. Hægt verður að hlusta á þáttinn í útvarpi, en einnig hér á Vísi.

Innlent