Franski boltinn

Fréttamynd

Mbappé reyndist hetja PSG

Franska stórveldið Paris Saint-Germain vann 2-1 sigur þegar að liðið tók á móti Angers í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Kylian Mbappé skoraði sigurmark PSG af vítapunktinum undir lok leiks.

Fótbolti
Fréttamynd

Stjörnuprýtt lið PSG tapaði sínum fyrsta leik

Paris Saint-Germaintapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar að liðið heimsótti Rennes í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Lionel Messi, Neymar og Kylian Mbappé voru allir í byrjunarliði Parísarliðsins, en það kom ekki í veg fyrir 2-0 sigur heimamanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Herrera með tvö í auðveldum sigri PSG

Paris Saint Germain vann auðveldan 4-0 sigur á Clermont Foot í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Ander Herrera skoraði tvö mörk og Kylian Mbappé og Idrisa Gana Gueye skoruðu sitthvort markið.

Fótbolti
Fréttamynd

Forráðamenn PSG vongóðir um að Mbappé framlengi

Forráðamenn franska knattspyrnuliðsins Paris Saint-Germain eru vongóðir um að franski framherjinn Kylian Mbappé muni skrifa undir nýjan samning við félagið. Núverandi samningur leikmannsins rennur út eftir yfirstandandi tímabil.

Fótbolti
Fréttamynd

Lyon byrjar tímabilið á sigri án Söru

Olympique Lyonnais, lið landsliðsfyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, hóf tímabilið í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta með 3-0 sigri á Stade de Reims. Lyon freistar þess að endurheimta franska meistaratitilinn frá Paris Saint-Germain.

Fótbolti
Fréttamynd

Ólympíu­hetja í markið hjá PSG

Frakklandsmeistarar París Saint-Germain hafa sótt Stephanie Labbé í markið. Hún kemur frá sænska liðinu Rosengård en hún gekk í raðir þess fyrr á þessu ári. Skrifaði hún undir eins árs samning í París.

Fótbolti