England Bjargaði kisa af vellinum í miðjum leik Knattspyrnumaðurinn Jason Kerr kom kettinum Topsey til bjargar þegar hann hljóp inn á fótboltavöll í Hillsborough í gærkvöld. Topsey var þar með bjargað frá fljúgandi fótbolta leikmanna Sheffield Wednesday og Wigan Athletic sem öttu þar kappi. Fótbolti 9.2.2022 23:20 Tekist á um horfna síma, ónýta tölvu og fræga afhjúpun í máli Vardy gegn Rooney Gögn í meiðyrðamáli knattspyrnueiginkonunnar Rebekah Vardy gegn Coleen Rooney gefa til kynna að Vardy hafi sagt að hún myndi „elska það“ að leka sögum um Rooney til breska slúðurblaðsins The Sun. Skilaboð á milli Vardy og umboðsmanns hennar benda til þess að þær hafi ítrekað rætt um að leka sögum til The Sun. Síma- og tölvugögn í málinu virðast að einhverju leyti hafa horfið á undarlegan hátt. Erlent 9.2.2022 13:45 Leigubílstjóri ætlaði sér að keyra tökulið Verbúðarinnar niður Tíu ár eru síðan hugmyndin að þáttaröðinni Verbúðinni kviknaði. Hjónin Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson segjast ánægð með útkomuna þrátt fyrir að handritið hafi tekið umskiptum nokkrum sinnum í ferlinu og áskoranirnar hafi verið nokkrar. Lífið 8.2.2022 19:31 Greenwood sakaður um líkamsárás og líflátshótanir Mason Greenwood, leikmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, verður áfram í gæsluvarðhaldi lögreglu næstu daga eftir að nýjar ásakanir bárust á hendur honum. Enski boltinn 1.2.2022 18:00 Greenwood hefur verið handtekinn Mason Greenwood, fótboltamaður Manchester United, hefur verið handtekinn grunaður um nauðgun og líkamsárás. Enski boltinn 30.1.2022 21:23 Stuðningsmaður fékk hjartaáfall á leik Fulham og Blackpool og lést í kjölfarið Skelfilegur atburður átti sér stað á meðan leik Fulham og Blackpool í ensku B-deildinni í knattspyrnu fór fram í gær. Stuðningsmaður heimaliðsins fékk hjartaáfall á meðan leik stóð og lést í kjölfarið á spítala. Enski boltinn 30.1.2022 10:31 Keyrði próflaus í sjötíu ár Ökumaður á níræðisaldri var nýlega stöðvaður fyrir utan matvöruverslun í Bretlandi. Í ljós kom að maðurinn var próflaus og hafði raunar verið það síðan árið 1938. Erlent 27.1.2022 23:42 Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sagðir ráða hermenn sér til varnar Það er gömul frétt og ný að brotist sé inn á heimili leikmanna í ensku úrvalsdeildinni á meðan þeir eru að spila og það hefur verið nóg af slíkum fréttum að undanförnu. Fótbolti 27.1.2022 10:30 Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. Erlent 25.1.2022 11:08 Engar sýnatökur fyrir fullbólusetta ferðalanga Frá 11. febrúar munu fullbólusettir einstaklingar ekki þurfa að fara í sýnatöku við komuna til Englands. Fyrr í mánuðinum var ákveðið að hverfa frá kröfu um sýnatöku fyrir komuna til landsins. Samgönguráðherra Bretlands segir breytinguna stórt skref. Erlent 24.1.2022 19:00 Farbannið yfir Gylfa Þór framlengt til 17. apríl Farbann yfir Gylfa Þór Sigurðssyni knattspyrnumanni hefur verið framlengt til 17. apríl næstkomandi. Gylfi Þór er til rannsóknar hjá lögreglu í Manchester vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega á ungmenni. Þetta staðfestir lögreglan í Manchester í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Fótbolti 20.1.2022 08:34 Einskis að vænta í máli Gylfa í dag Líklegt er að engar nýjar upplýsingar muni berast í máli Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns, sem er til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester grunaður um kynferðisbrot gegn ungmenni, í dag. Fótbolti 19.1.2022 16:01 Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. Erlent 19.1.2022 07:54 Rannsókn á máli Gylfa loks að ljúka Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verður áfram laus gegn tryggingu fram í miðja næstu viku. Þá ætti að skýrast hvort lögregla ætli að leggja fram kæru á hendur Gylfa en hann grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. Fótbolti 15.1.2022 12:21 Áfram laus gegn tryggingu Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Everton, verður áfram laus gegn tryggingu fram til miðvikudagsins í næstu viku, 19. janúar. Fótbolti 15.1.2022 07:52 Lögregla sökuð um að hygla valdamönnum vegna teitisins í ráðuneytinu Lögregluembætti Lundúna hefur verið sakað um að hygla valdamönnum með því að hafa ekki rannsakað teiti sem haldin voru í forsætisráðuneytinu þvert á samkomutakmarkanir. Erlent 11.1.2022 22:14 Forsætisráðuneytið bauð hundrað manns í partí þegar tveir máttu koma saman Um eitt hundrað starfsmönnum forsætisráðuneytis Englands var boðið í garðpartí þann tuttugasta maí 2020, þegar einungis tveir máttu koma saman utandyra í Englandi. Erlent 10.1.2022 19:28 Mendy færður í eitt alræmdasta fangelsi Bretlands Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City sem er sakaður um átta kynferðisbrot, hefur verið færður í eitt alræmdasta fangelsi Englands vegna ótta um öryggi hans. Enski boltinn 5.1.2022 13:00 Serbneskur fjölmiðlamógúll kaupir Dýrlingana Dragan Solak, serbneskur fjölmiðlamógúll, hefur keypt enska knattspyrnufélagið Southampton fyrir 100 milljónir punda. Dýrlingarnir sitja sem stendur í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tíu stigum fyrir ofan fallsæti. Fótbolti 4.1.2022 21:00 Grímuskylda nemenda sett á í skólum á Englandi Nemendur í eldri bekkjum grunnskóla og í menntaskólum á Englandi þurfa að bera grímur í kennslustofum þegar skólarnir hefja störf aftur í næstu viku. Erlent 2.1.2022 14:06 Takmarkanir ekki hertar: Englendingar fá að djamma um áramót Boris Johnson, forsætisráðherra Englands hefur tilkynnt að sóttvarnatakmarkanir verði ekki hertar fyrir áramót. Fjöldasamkomur verða leyfðar og skemmtanaþyrstir munu geta dansað fram á rauða nýársnótt. Erlent 27.12.2021 22:29 Lögreglan biðst afsökunar á að hafa orðið fótboltamanni að bana Lögreglan í West Mercia hefur sent skriflega afsökunarbeiðni til fjölskyldu fótboltamannsins fyrrverandi Dalians Atkinson, hálfu ári eftir að lögreglumaður var sakfelldur fyrir að hafa orðið honum að bana. Enski boltinn 27.12.2021 09:01 Reyndi að brjótast inn í kastala drottningar vopnaður lásboga Nítján ára karlmaður frá Southampton hefur verið vistaður á geðheilbrigðisstofnun eftir að hann reyndi að brjótast inn í Windsor-kastala þar sem Elísabet Englandsdrottning dvelur yfir hátíðirnar. Hann var vopnaður lásboga. Erlent 26.12.2021 21:27 Vopnaður maður handtekinn þar sem drottningin dvelur Breska lögreglan handtók í gær vopnaðan mann á lóð Windsor-kastala, þar sem Elísabet Englandsdrottning hefur dvalið um jólin. Erlent 26.12.2021 08:18 Búið að fresta helmingi helgarleikjanna í ensku úrvalsdeildinni Fimm af þeim tíu leikjum sem áttu að fara fram um komandi helgi í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið frestað. Þetta kemur í kjölfarið á fjölda kórónuveirusmita sem hafa verið að greinast innan félaga deildarinnar. Enski boltinn 17.12.2021 07:01 Tvöföld Covid-bylgja í Bandaríkjunum Tvöföld Covid-bylgja gengur nú yfir Bandaríkin en bæði delta- og ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar eru í mikilli dreifingu þar. Áhyggjur eru uppi um að slæmt ástand muni versna vestanhafs á næstu vikum og það sama á við um Bretland þar sem ráðamenn óttast áhrif afbrigðisins. Erlent 15.12.2021 23:09 Ómíkronsmitaðir leggjast inn á spítala í fyrsta sinn Einn af hverjum þremur sem smitast af kórónuveirunni í Lundúnum smitast af ómíkron-afbrigðinu. Nú hafa fyrstu sjúklingarnir lagst inn á spítala með afbrigðið á Bretlandseyjum. Erlent 12.12.2021 15:01 Fjórir táningar handteknir fyrir að berja tólf ára stúlku til dauða Lögreglan í Liverpool hefur handtekið fjóra táningsdrengi vegna gruns um að þeir hafi myrt tólf ára stúlku. Ráðist var á stúlkuna í kjölfar rifrildis í gærkvöldi og dó hún i kjölfarið vegna mikilla meiðsla sem hún hlaut. Erlent 26.11.2021 10:40 Solskjær látinn fara frá Man. United Ole Gunnar Solskjær hefur verið leystur frá störfum sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Þetta staðfestir félagið á samfélagsmiðlum og á vefsíðu sinni. Enski boltinn 21.11.2021 10:50 Lífstíðarfangelsi fyrir hnífaárásir í Birmingham Dómstóll í Birmingham í Bretlandi hefur dæmt 28 ára karlmann í lífstíðarfangelsi fyrir hnífárás á fjórum stöðum í borginni í september á síðasta ári. 23 ára karlmaður lést og sjö til viðbótar særðust í árásinni. Erlent 18.11.2021 14:33 « ‹ 7 8 9 10 11 12 13 14 15 … 27 ›
Bjargaði kisa af vellinum í miðjum leik Knattspyrnumaðurinn Jason Kerr kom kettinum Topsey til bjargar þegar hann hljóp inn á fótboltavöll í Hillsborough í gærkvöld. Topsey var þar með bjargað frá fljúgandi fótbolta leikmanna Sheffield Wednesday og Wigan Athletic sem öttu þar kappi. Fótbolti 9.2.2022 23:20
Tekist á um horfna síma, ónýta tölvu og fræga afhjúpun í máli Vardy gegn Rooney Gögn í meiðyrðamáli knattspyrnueiginkonunnar Rebekah Vardy gegn Coleen Rooney gefa til kynna að Vardy hafi sagt að hún myndi „elska það“ að leka sögum um Rooney til breska slúðurblaðsins The Sun. Skilaboð á milli Vardy og umboðsmanns hennar benda til þess að þær hafi ítrekað rætt um að leka sögum til The Sun. Síma- og tölvugögn í málinu virðast að einhverju leyti hafa horfið á undarlegan hátt. Erlent 9.2.2022 13:45
Leigubílstjóri ætlaði sér að keyra tökulið Verbúðarinnar niður Tíu ár eru síðan hugmyndin að þáttaröðinni Verbúðinni kviknaði. Hjónin Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson segjast ánægð með útkomuna þrátt fyrir að handritið hafi tekið umskiptum nokkrum sinnum í ferlinu og áskoranirnar hafi verið nokkrar. Lífið 8.2.2022 19:31
Greenwood sakaður um líkamsárás og líflátshótanir Mason Greenwood, leikmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, verður áfram í gæsluvarðhaldi lögreglu næstu daga eftir að nýjar ásakanir bárust á hendur honum. Enski boltinn 1.2.2022 18:00
Greenwood hefur verið handtekinn Mason Greenwood, fótboltamaður Manchester United, hefur verið handtekinn grunaður um nauðgun og líkamsárás. Enski boltinn 30.1.2022 21:23
Stuðningsmaður fékk hjartaáfall á leik Fulham og Blackpool og lést í kjölfarið Skelfilegur atburður átti sér stað á meðan leik Fulham og Blackpool í ensku B-deildinni í knattspyrnu fór fram í gær. Stuðningsmaður heimaliðsins fékk hjartaáfall á meðan leik stóð og lést í kjölfarið á spítala. Enski boltinn 30.1.2022 10:31
Keyrði próflaus í sjötíu ár Ökumaður á níræðisaldri var nýlega stöðvaður fyrir utan matvöruverslun í Bretlandi. Í ljós kom að maðurinn var próflaus og hafði raunar verið það síðan árið 1938. Erlent 27.1.2022 23:42
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sagðir ráða hermenn sér til varnar Það er gömul frétt og ný að brotist sé inn á heimili leikmanna í ensku úrvalsdeildinni á meðan þeir eru að spila og það hefur verið nóg af slíkum fréttum að undanförnu. Fótbolti 27.1.2022 10:30
Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. Erlent 25.1.2022 11:08
Engar sýnatökur fyrir fullbólusetta ferðalanga Frá 11. febrúar munu fullbólusettir einstaklingar ekki þurfa að fara í sýnatöku við komuna til Englands. Fyrr í mánuðinum var ákveðið að hverfa frá kröfu um sýnatöku fyrir komuna til landsins. Samgönguráðherra Bretlands segir breytinguna stórt skref. Erlent 24.1.2022 19:00
Farbannið yfir Gylfa Þór framlengt til 17. apríl Farbann yfir Gylfa Þór Sigurðssyni knattspyrnumanni hefur verið framlengt til 17. apríl næstkomandi. Gylfi Þór er til rannsóknar hjá lögreglu í Manchester vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega á ungmenni. Þetta staðfestir lögreglan í Manchester í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Fótbolti 20.1.2022 08:34
Einskis að vænta í máli Gylfa í dag Líklegt er að engar nýjar upplýsingar muni berast í máli Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns, sem er til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester grunaður um kynferðisbrot gegn ungmenni, í dag. Fótbolti 19.1.2022 16:01
Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. Erlent 19.1.2022 07:54
Rannsókn á máli Gylfa loks að ljúka Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verður áfram laus gegn tryggingu fram í miðja næstu viku. Þá ætti að skýrast hvort lögregla ætli að leggja fram kæru á hendur Gylfa en hann grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. Fótbolti 15.1.2022 12:21
Áfram laus gegn tryggingu Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Everton, verður áfram laus gegn tryggingu fram til miðvikudagsins í næstu viku, 19. janúar. Fótbolti 15.1.2022 07:52
Lögregla sökuð um að hygla valdamönnum vegna teitisins í ráðuneytinu Lögregluembætti Lundúna hefur verið sakað um að hygla valdamönnum með því að hafa ekki rannsakað teiti sem haldin voru í forsætisráðuneytinu þvert á samkomutakmarkanir. Erlent 11.1.2022 22:14
Forsætisráðuneytið bauð hundrað manns í partí þegar tveir máttu koma saman Um eitt hundrað starfsmönnum forsætisráðuneytis Englands var boðið í garðpartí þann tuttugasta maí 2020, þegar einungis tveir máttu koma saman utandyra í Englandi. Erlent 10.1.2022 19:28
Mendy færður í eitt alræmdasta fangelsi Bretlands Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City sem er sakaður um átta kynferðisbrot, hefur verið færður í eitt alræmdasta fangelsi Englands vegna ótta um öryggi hans. Enski boltinn 5.1.2022 13:00
Serbneskur fjölmiðlamógúll kaupir Dýrlingana Dragan Solak, serbneskur fjölmiðlamógúll, hefur keypt enska knattspyrnufélagið Southampton fyrir 100 milljónir punda. Dýrlingarnir sitja sem stendur í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tíu stigum fyrir ofan fallsæti. Fótbolti 4.1.2022 21:00
Grímuskylda nemenda sett á í skólum á Englandi Nemendur í eldri bekkjum grunnskóla og í menntaskólum á Englandi þurfa að bera grímur í kennslustofum þegar skólarnir hefja störf aftur í næstu viku. Erlent 2.1.2022 14:06
Takmarkanir ekki hertar: Englendingar fá að djamma um áramót Boris Johnson, forsætisráðherra Englands hefur tilkynnt að sóttvarnatakmarkanir verði ekki hertar fyrir áramót. Fjöldasamkomur verða leyfðar og skemmtanaþyrstir munu geta dansað fram á rauða nýársnótt. Erlent 27.12.2021 22:29
Lögreglan biðst afsökunar á að hafa orðið fótboltamanni að bana Lögreglan í West Mercia hefur sent skriflega afsökunarbeiðni til fjölskyldu fótboltamannsins fyrrverandi Dalians Atkinson, hálfu ári eftir að lögreglumaður var sakfelldur fyrir að hafa orðið honum að bana. Enski boltinn 27.12.2021 09:01
Reyndi að brjótast inn í kastala drottningar vopnaður lásboga Nítján ára karlmaður frá Southampton hefur verið vistaður á geðheilbrigðisstofnun eftir að hann reyndi að brjótast inn í Windsor-kastala þar sem Elísabet Englandsdrottning dvelur yfir hátíðirnar. Hann var vopnaður lásboga. Erlent 26.12.2021 21:27
Vopnaður maður handtekinn þar sem drottningin dvelur Breska lögreglan handtók í gær vopnaðan mann á lóð Windsor-kastala, þar sem Elísabet Englandsdrottning hefur dvalið um jólin. Erlent 26.12.2021 08:18
Búið að fresta helmingi helgarleikjanna í ensku úrvalsdeildinni Fimm af þeim tíu leikjum sem áttu að fara fram um komandi helgi í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið frestað. Þetta kemur í kjölfarið á fjölda kórónuveirusmita sem hafa verið að greinast innan félaga deildarinnar. Enski boltinn 17.12.2021 07:01
Tvöföld Covid-bylgja í Bandaríkjunum Tvöföld Covid-bylgja gengur nú yfir Bandaríkin en bæði delta- og ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar eru í mikilli dreifingu þar. Áhyggjur eru uppi um að slæmt ástand muni versna vestanhafs á næstu vikum og það sama á við um Bretland þar sem ráðamenn óttast áhrif afbrigðisins. Erlent 15.12.2021 23:09
Ómíkronsmitaðir leggjast inn á spítala í fyrsta sinn Einn af hverjum þremur sem smitast af kórónuveirunni í Lundúnum smitast af ómíkron-afbrigðinu. Nú hafa fyrstu sjúklingarnir lagst inn á spítala með afbrigðið á Bretlandseyjum. Erlent 12.12.2021 15:01
Fjórir táningar handteknir fyrir að berja tólf ára stúlku til dauða Lögreglan í Liverpool hefur handtekið fjóra táningsdrengi vegna gruns um að þeir hafi myrt tólf ára stúlku. Ráðist var á stúlkuna í kjölfar rifrildis í gærkvöldi og dó hún i kjölfarið vegna mikilla meiðsla sem hún hlaut. Erlent 26.11.2021 10:40
Solskjær látinn fara frá Man. United Ole Gunnar Solskjær hefur verið leystur frá störfum sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Þetta staðfestir félagið á samfélagsmiðlum og á vefsíðu sinni. Enski boltinn 21.11.2021 10:50
Lífstíðarfangelsi fyrir hnífaárásir í Birmingham Dómstóll í Birmingham í Bretlandi hefur dæmt 28 ára karlmann í lífstíðarfangelsi fyrir hnífárás á fjórum stöðum í borginni í september á síðasta ári. 23 ára karlmaður lést og sjö til viðbótar særðust í árásinni. Erlent 18.11.2021 14:33
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent