Vinstri græn

Fréttamynd

Umhverfisráðherra ósammála ákvörðun um áframhaldandi hvalveiðar

Umhverfisráðherra segist afar ósammála ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa út áframhaldandi hvalveiðikvóta og þingmaður Vinstri grænna segist efast um að veiðarnar séu sjálfbærar. Fleiri Íslendingar eru andvígir hvalveiðum en þeir sem eru hlynntir samkvæmt nýlegri könnun.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri græn eldast varla

VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019.

Lífið
Fréttamynd

Katrín þiggur boð Bernie Sanders

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur þegið boð um að taka þátt í stofnun samtakanna Progressive Internternational. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Katrínar sem birtist síðdegis í dag. Forsprakkar Progressive International eru Yanis Varfoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, og Bernie Sanders, fyrrum forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Vill olíuvinnslu út af borðinu

„Við eigum ekki að græða á því sem veldur eymd annarra, sem skaðar náttúruna.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins í gær.

Innlent
Fréttamynd

Úrsögn Atla og Lilju: Yfirlýsingin öll

"Við ætlum ekki lengur að vinna í umhverfi sem tortryggir störf okkar og reynir að beisla málfrelsi okkar. Það á bæði við um forystu okkar eigin flokks og samstarfsflokksins í ríkisstjórn. Við höfum ítrekað mátt sæta ómálefnalegum ásökunum í okkar garð frá formanni Samfylkingarinnar og einstökum þingmönnum þess flokks," segir í yfirlýsingu sem Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason sendu frá sér og kynntu á blaðamannafundi í Alþingishúsinu í morgun. Þar skýrðu þau frá ástæðum þess að þau segja skilið við þingflokk Vinstri grænna. "Við treystum okkur ekki lengur til að styðja skilyrðislaust núverandi ríkisstjórn eða bera ábyrgð á stefnu hennar og vinnubrögðum. Við munum hins vegar standa óháð vaktina fyrir stefnumálum VG og starfa í þeim anda bæði innan VG og á Alþingi," segir ennfremur í yfirlýsingu þeirra Atla og Lilju. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan.

Innlent
Fréttamynd

Atli og Lilja: Styðja ríkisstjórnina ekki skilyrðislaust

Atli Gíslason, sem í dag sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna, segir foringjaræði ríkja á Alþingi þar sem allar stórar ákvarðanir eru teknar af litlum hópi lykilmanna. Hann segir miður að þingflokkunum hafi ekki tekist að tileinka sér lærdóm af Rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem þingið var harðlega gagnrýnt. Að mati Atla er það áhyggjuefni fyrir Íslendinga.

Innlent
Fréttamynd

Hissa á skiptum skoðunum

Það kom sumum úr hópi fyrrverandi Evrópuþingmanna sem hittu Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að máli á mánudag, á óvart að mjög skiptar skoðanir eru innan ríkisstjórnar og Alþingis um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri grænir krefjast rannsóknar á Kárahnjúkum

Þingflokkur vinstri grænna hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að flokkurinn krefjist opinberrar rannsóknar á aðbúnaði verkamanna við Kárahnjúka. Fjöldi verkamanna á svæðinu hefur veikst vegna mengunar og matareitrunar. Rannsóknin skuli beinast að alvarlegum ásökunum í fréttum undanfarna daga um: „vítaverða vanrækslu af hálfu Impregilo á vinnusvæðinu við Kárahnjúkavirkjun.“

Innlent
Fréttamynd

Frambjóðendur VG á ferð um Danmörku og Svíþjóð

Þrír frambjóðendur Vinstri - grænna fyrir þingkosningarnar í vor ætla um helgina að heimsækja Suður-Svíþjóð og Danmörku til að kynna stefnumál flokksins fyrir Íslendingum þar. Þetta eru þau Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu og níu vilja á lista Vinstri-grænna á höfuðborgarsvæðinu

Tuttugu og níu bjóða sig fram í prófkjöri Vinstri-grænna á höfuðborgarsvæðinu. Sameiginlegt prófkjör er fyrir félög hreyfingarinnar í báðum Reykjavíkurkjördæmum og Suðvesturkjördæmi. Framboðsfrestur rann út á laugardaginn en prófkjörið verður haldið 2. desember næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri grænir aflýsa kjördæmisþingi vegna veðurs

Vinstri grænir ætluðu sér að halda kjördæmisþing í Norðvesturkjördæmi í Dalabúð í Búðardal í dag. Þar átti að taka ákvörðun um hvernig staðið yrði að uppröðun á framboðslista í Vinstri grænna í kjördæminu. Aðeins félagar svæðisfélaganna hafa þar atkvæðisrétt.

Innlent
Fréttamynd

Álfheiður sækist eftir 1. - 2. sæti

Álfheiður Ingadóttir varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs gefur kost á sér til þingsetu fyrir flokkinn. Álfheiður sækist eftir 1. til 2. sæti í sameiginlegu prófkjöri VG sem fram fer 2. desember næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Telur enga þörf á áframhaldandi varnarsamstarfi

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, telur enga þörf á áframhaldandi varnarsamstarfi og er á móti því að Bandaríkjamönnum sé heitið aðstöðu hér á landi til heræfinga eða annarra umsvifa á næstu árum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja afrit af bréfi orkumálastjóra til ráðherra

Formaður þingflokks VG hefur óskað eftir því við iðnaðarráðherra að fá í hendur afrit af bréfi eða greinargerð orkumálastjóra til ráðherra í kjölfar skýrslu Gríms Björnssonar um Kárahnjúka árið 2002.

Innlent
Fréttamynd

Staðfestir fyrra mat

Stjórn Landsvirkjunar lýsir yfir fyllsta trausti á þá starfsmenn Landsvirkjunar og aðra sem hafa unnið að hönnun og byggingu Kárahnjúkavirkjunar og vill fullvissa landsmenn að alls öryggis hafi verið gætt við hönnun og byggingu mannvirkjanna og að engin hætta steðji að íbúum svæðisins. Stjórnin samþykkti á fundi í dag endurskoðað áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar. Það staðfestir fyrra mat og verður því haldið áfram með framkvæmdina eins og ráðgert var.

Innlent
Fréttamynd

Vilja fresta fyllingu Hálslóns

Stjórn og þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs skorar á ríkisstjórnina og stjórn Landsvirkjunar að fresta fyrirhugaðri fyllingu Hálslóns þar til sérstaklega skipuð matsnefnd óháðra aðila hefur verið fengin til að vinna nýtt áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar.

Innlent
Fréttamynd

VG vill að Alþingi komi saman

Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs krefst þess að bæði fyrrverandi og núverandi iðnaðarráðherrar geri hreint fyrir sínum dyrum og að Alþingi verði kallað saman ef með þarf vegna nýframkominna upplýsinga varðandi áhættu vegna Kárahnjúkavirkjunar. Þá hefur þingflokkur Frjálslynda flokksins farið fram á að iðnaðarnefnd alþingis verði kölluð saman í upphafi næstu viku til að fjalla um málið.

Innlent