Ástin og lífið

Fréttamynd

„Eins og konfekt­moli sem mann langar í aftur og aftur“

Ástarsögufélagið gefur í næstu viku út sína fyrstu bók, Munnbiti. Bókin er skrifuð af félögum félagsins og eru nær allir þeirra með verk í bókinni. Meðal höfunda eru handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, sem stígur sín fyrstu skref í ástarsögugerð í bókinni. 

Lífið
Fréttamynd

Hendurnar byrja að skjálfa óstjórnanlega

„Það er einhvern veginn ekki augljóst að maður megi tala um að þetta hafi verið barnið manns, eða að maður hafi upplifað þetta sem fæðingu, sem ég gerði klárlega. Það er mjög margt sem maður tekur inn sem fær mann til að gera lítið úr reynslunni sinni.“ 

Lífið
Fréttamynd

Selena Gomez sögð í sam­bandi með vini Justin Bieber

Söng- og leikkonan Selena Gomez er sögð hafa staðfest samband sitt við tónlistarmanninn Benny Blanco á samfélagsmiðlum í vikunni. Blanco er góður vinur fyrrverandi kærasta Gomez, Justin Bieber, og hafa þeir nokkrum sinnum gert tónlist saman. 

Lífið
Fréttamynd

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á dreng

Tónlistarmaðurinn Ari Bragi Kára­son og unnusta hans Dórót­hea Jó­hann­es­dótt­ir eiga von á sínu öðru barni í apríl næstkomandi. Parið tilkynnti á Instgram í gær að von sé á dreng. 

Lífið
Fréttamynd

Af­hendir fyrsta jóla­kortið á leiðinni í dag

Göngugarpurinn Einar Skúlason hefur lokið um þriðjungi göngu sinnar fjórum dögum eftir að gangan hófst á mánudag, eða alls um 74 kílómetra. Hann ætlar sér að ganga 280 kílómetra frá Seyðisfirði til Akureyrar, svokallaða póstleið, á tveimur vikum.

Lífið
Fréttamynd

„Ég verð meira jóla­barn með hverju árinu sem líður“

Salka Sól Eyfeld tónlistarkona segist verða meira jólabarn með hverju árinu sem líður. Hún þakkar það börnunum sínum tveimur og segist kunna að meta jólahefðir foreldra sinna enn betur. Laufabrauðsgerð sé órjúfanlegur þáttur í aðdraganda jóla.

Jól
Fréttamynd

Ár mikilla tíma­móta hjá Berglindi og Daníel

Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og Daníel Matthíasson verkefnastjóri giftu sig á föstudaginn á Akureyri. Þau greina frá tíðindunum á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Birnir og Vaka gáfu dótturinni nafn

Tónlistarmaðurinn Birnir Sigurðarson og kærasta hans Vaka Njálsdóttir skírðu frumburðinn við hátíðlega athöfn í heimahúsi á dögunum. Stúlkunni var gefið nafnið Gróa. 

Lífið
Fréttamynd

„Þrjú verða fjögur“

Atvinnu- og landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Jón Daði Böðvarsson og unnusta hans, María Ósk Skúladóttir, viðskiptafræðingur eiga von á sínu öðru barni í apríl næstkomandi. Parið deilir gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

„Ég ætla að verða at­vinnu­laus“

Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, eða Dóra Wonder eins og margir þekkja hana, segist mikil áhugamanneskja um stjörnuspeki þar sem hún hefur gagnast henni í daglegu lífi. Hún sagði nýverið samningi sínum upp hjá Borgarleikhúsinu eftir tæplega þrjá áratugi. 

Lífið
Fréttamynd

Kjartan Henry og Helga eignuðust stúlku

Kjartan Henry Finnbogason, knattspyrnumaður og sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport, og Helga Björnsdóttir lögfræðingur eignuðust sitt þriðja barn 29. nóvember síðastliðinn. Gleðitíðindunum deilir Helga á Instagram með fallegri mynd af hvítvoðungnum.

Lífið
Fréttamynd

Benni og Eva eiga von á sjötta barninu

Benedikt Brynleifsson trommuleikari og Eva Brink fjármálastjóri eiga von á sínu fyrsta barni saman. Parið deildi gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

„Læknirinn hafði sjaldan séð eins illa farin brjóst“

Óhætt er að segja að gleðigosinn og glamúrdrottningin Evu Ruza Miljevic komi til dyranna eins og hún er klædd sem er eflaust ástæða þess að hún er einn vinsælasti skemmtikraftur landsins. Um þessar mundir deilir Eva með fylgjendum sínum, reynslu sinni af brjóstaminnkunaraðgerð sem hún gekkst nýverið undir.

Lífið
Fréttamynd

Gleði og ást við völdin í Köben

Guðrún Ragna Hreinsdóttir, gæðastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hafa gert vel við sig í mat og drykk í Kaupmannahöfn undanfarna daga. Þau eru eitt nýjasta par landsins.

Lífið
Fréttamynd

„Vildi ekki að amma heyrði af mér í erótískri mynd“

Valdimar Flygenring, tónlistarmaður og leikari, segist aldrei hafa átt séns þegar kom að áfengi sem tók yfir líf hans í áraraðir. Valdimar, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segist hafa þurft að fara mjög djúpt til þess að finna loksins leiðina út.

Lífið
Fréttamynd

Ástin og þráin alltaf eins

Sagnfræðingur segir ástina alltaf eins. Það megi lesa úr gömlum ástarbréfum sem séu til á Kvennasögusafninu. Oftast sé þráin mest í upphafi sambands og svo taki meiri praktík við. Skekkja sé þó í safninu því flest bréfin komi frá pörum þar sem kom til sambands. Önnur hafi líklega endað í eldinum. 

Lífið
Fréttamynd

Fundu bróður sinn fyrir hreina til­viljun eftir ára­tuga leit

Snemma á níunda áratugnum fengu hálfsysturnar Ingibjörg Gréta og Magga Gísladætur að vita að faðir þeirra hefði eignast son áður en þær tvær fæddust. Drengurinn hafði verið gefinn til ættleiðingar og ekkert var vitað um afdrif hans. Þrátt fyrir langa og ítarlega leit, sem spannaði hartnær fjóra áratugi, tókst systrunum ekki að hafa uppi bróður sínum.

Lífið
Fréttamynd

Hönnunarhjón ást­fangin í tuttugu ár

Hönnunarhjónin Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson fögnuðu tuttugu ára sambandsafmæli þeirra í gær í góðra vina hópi. Hjónin reka bæði hönnunarstofuna HAF Studio og Haf Store.

Lífið
Fréttamynd

Auður kynnir kærustuna og styrkir Palestínu með nýju lagi

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, gaf út lagið Í hjartanu yfir hafið í dag og rennur allur ágóði af streymi lagsins til góðgerðarmála í Gasa. Helmingur ágóðans fer til félagsins Ísland Palestína og hinn til Lækna án landamæra.

Lífið