Erlent

Fréttamynd

Nýtt lággjaldaflugfélag í Asíu

Auðkýfingurinn Tony Fernandes, forstjóri Air Asia, greindi frá því í dag að lággjaldaflugfélögin Air Asia og Fly Asian Express ætla að stofna nýtt lággjaldaflugfélag, Air Asia X, sem mun sinna millilandaflugi á milli Kína, Indlands og Evrópu frá og með júlí í sumar. Air Asia hefur sömuleiðis tilkynnt að það hafi pantað 100 A320 farþegaþotur frá Airbus og geti svo farið að félagið kaupi jafn margar til viðbótar til að anna eftirspurn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

1,9 prósenta verðbólga á evrusvæðinu

Verðbólga mældist 1,9 prósent á ársgrundvelli á evrusvæðinu í desember, samkvæmt bráðabirgðatölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er 0,1 prósentustiga hækkun á milli mánaða en í takt við væntingar markaðsaðila.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Samvinna við Easyjet og Virgin ekki í bígerð

Talsmenn bresku flugfélaganna Easyjet og Virgin neita báðir að flugfélögin ætli að hefja samstarf við lággjaldaflugfélagið Air Asia í Malasíu. Orðrómur um hugsanlegt samstarf fór af stað í byrjun vikunnar þegar talsmaður Air Asia sagði von á stórri tilkynningu frá flugfélaginu í vikulokin.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Baráttan harðnar um Hutchison Essar

Hin auðuga indverska Hinduja-fjölskyldan, sem á samnefnt félag, hefur bæst í hóp þeirra sem vilja kaupa ráðandi hlut í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélag Indlands. Ljóst er að kapphlaup er hafið um 67 prósenta hlut kínverska félagsins Hutchison Whampoa í farsímafélaginu eftir að það lýsti yfir áhuga á sölu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Darwin verðlaunin veitt

Charles Darwin verðlaunin hafa verið veitt fyrir síðastliðið ár en þau eru veitt því fólki sem bætir genamengi mannsins mest með þeirri einföldu athöfn að draga sig úr því. Fyrstu verðlaun hlaut par sem náði sér í risastóran auglýsingabelg, fylltan af helíumi, sem það síðan skreið inn í, í von um að komast í vímu. Þau fundust síðar látin af völdum súrefnisskorts.

Erlent
Fréttamynd

Hvít-Rússar ögra Rússum

Hvít-Rússar hafa tilkynnt Rússum að þeir ætli sér að setja flutningstolla á olíu sem kemur frá Rússlandi í gegnum Hvíta-Rússland og til Evrópu. Rússar hafa þó tilkynnt að þetta muni ekki hafa áhrif á útflutning olíu til evrópulanda.

Erlent
Fréttamynd

Samdráttur hjá bandarískum bílaframleiðendum

Sala á nýjum bílum dróst nokkuð saman á milli ára hjá bílaframleiðendunum General Motors (GM), Ford og DaimlerChrysler á síðasta ári. Samdrátturinn var mestur hjá GM eða 8,7 prósent. Á sama tíma jókst sala á nýjum bílum um 12 prósent hjá Toyota í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur verið á miklum hraðbyr og stefnir í að það taki fram úr GM á árinu sem stærsti bílaframleiðandi í heimi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bin Laden ekki sést í tvö ár

Leiðtogi talibana, Mullah Omar, sagði í svari við spurningum Reuters fréttastofunnar að hann hefði ekki hitt Osama Bin Laden síðan árið 2001. Spurningunum var komið til hans í gegnum talsmann hans. Bin Laden hefur ekki sést á myndbandi síðan á árinu 2004 en myndbönd af hægri hönd hans, Ayman al-Zawahri, eru gefin út með nokkuð reglulegu millibili.

Erlent
Fréttamynd

Verð á hráolíu undir 59 dölum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði um 4 prósent á helstu fjármálamörkuðum í gær og fór í rúma 58 dali á tunnu eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að olíubirgðir landsins hefðu aukist á milli vikna. Hráolíuverðið nú er 1 senti hærra en það var við árslok 2005.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vígamenn enn í Mogadishu

Vígamenn í Mogadish, höfuðborg Sómalíu, skutu loftskeyti á tankbíl sem var að flytja bensín í gær. Þó nokkrir særðust í árásinni en stjórnvöld sögðu málið ekki stórt, sem kannski gefur hugmynd um ástandið í borginni.

Erlent
Fréttamynd

13 láta lífið í sprengingu í Bagdad

Tvær bílsprengjur sprungu við bensínstöð í vesturhluta Bagdad í morgun. Samkvæmt fréttum frá lögreglu á staðnum er talið að 13 hafi látist og 22 særst. Fyrst sprakk sprengja í vegarkanti og þegar sjúkraliðar komu á vettvang sprakk annar bíll á staðnum.

Erlent
Fréttamynd

SÞ biður Íraka að þyrma lífi hálfbróðurs Saddams

Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Lousie Arbour, hefur beðið Íraka um að taka ekki af lífi tvo fyrrum háttsetta starfsmenn Saddams Hússeins en búist er við því að þeir fái að hanga síðar í dag. Mennirnir sem um ræðir eru hálfbróðir Saddams, sem var yfirmaður leyniþjónustunnar, og fyrrum æðsti dómari hæstaréttar.

Erlent
Fréttamynd

Umskurður vinsæll í Úganda

Æ fleiri karlmenn í Uganda sækjast nú eftir umskurði eftir að vísindamenn komust að þeirri niðurstöðu að forhúðarlausir væru menn ekki jafnmóttækilegir fyrir HIV-smiti. Þarlent dagblað segir að umskurðum hafi fjölgað úr tæplega 400 árið 2005 í 2.500 árið 2006.

Erlent
Fréttamynd

Læknar skilja síamstvíbura að

Læknar í Bandaríkjunum skildu í gær að tvíbura sem voru samvaxnir á brjóstkassa. Að sögn þeirra gekk allt upp í aðgerðinni og sögðu þeir að tvíbrunum heilsaðist báðum vel. Eitt stærsta vandamálið í aðgerðinni var að aðskilja hjörtu stúlknanna og koma þeim fyrir í brjóstholum þeirra en engu að síður gekk það vel.

Erlent
Fréttamynd

Enn leitað að flaki flugvélar

Leitin að flugvélinni sem hvarf í Indónesíu á mánudaginn var hélt áfram áfram í morgun. Flugvélar, skip og fótgönguliðar tóku þátt í leitinni. Yfirvöld í Indónesíu skýrðu frá því á þriðjudag að flak vélarinnar hefði fundist ásamt 12 eftirlifendum slyssins en þegar til kom reyndust þær fregnir rangar.

Erlent
Fréttamynd

Giftursamleg björgun miskunnsams samverja

Lífi 19 ára unglings var bjargað, á giftusamlegan hátt, eftir að hann féll á neðanjarðarlestarteina í New York-borg í gær. Vegfarandi kastaði sér á teinana og lagðist ofan á drenginn til að halda honum niðri um leið og lest var ekið yfir þá. Báðum heilsast vel.

Erlent
Fréttamynd

Hefðu farið öðruvísi að

Kalt stríð er skollið á milli Bandaríkjamanna og forsætisráðherra Íraks. Ráðherrann segist vilja hverfa úr embætti hið fyrsta og segir Bandaríkjamenn hafa brugðist klúðurslega við ofbeldi í Írak. Bandaríkjamenn svara um hæl að þeir hefðu hagað aftöku Saddams Hússeins öðruvísi.

Erlent
Fréttamynd

Líkur á hagnaði bandarískra flugfélaga

Greiningardeild Landsbankans segir líkur á að nokkur af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna muni skila hagnaði á síðasta ári en slíkt hefur ekki gerst frá árinu 2000 eftir mikla lægð. Þá segir deildin mikla umræðu hafa verið um samruna flugfélaganna vestanhafs. Gengi hlutabréfa í móðurfélagi American Airlines hækkaði mikið á fyrsta viðskiptadegi ársins í Bandaríkjunum í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nauðgaði og myrti tugi kvenna og barna

Ríkisstjórn Indlands hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á meðferð lögreglunnar á málum tuga barna og kvenna sem hafa horfið í bænum Noida á undanförnum tveim árum. Fólkið var allt úr röðum fátækra farandverkamanna.

Innlent
Fréttamynd

Hvít Rússar hóta Moskvu

Forseti Hvíta Rússlands hótaði í dag að leggja flutningsgjald á olíu frá Rússlandi til Evrópu, ef Rússar standa fast á því að stórhækka verð á gasi og olíu til landsins. Rússar hafa undanfarin misseri átt í hörðum deilum við fyrrverandi aðilarríki Sovétríkjanna um orkuverð.

Erlent
Fréttamynd

Edrú á Toyota

Toyota bílaframleiðandinn ætlar að setja áfengisvarnarkerfi í bíla sína sem gerir ökumönnum ókleift að aka undir áhrifum. Í stýri bílanna verða svitamælar sem skynja samstundis ef ökumaðurinn hefur drukkið of mikið áfengi. Þá fer bíllinn einfaldlega ekki í gang.

Erlent
Fréttamynd

Saddam kvaddi bandaríska fangaverði sína kurteislega

Saddam Hussein kvaddi ameríska fangaverði sína kurteislega og þakkaði þeim fyrir hvernig þeir hefðu komið fram við sig, þegar hann var seldur í hendur Íraka, til aftöku. Hann sýndi ótta í smástund, eftir að hann var kominn í hendur landa sinna, en jafnaði sig fljótlega.

Erlent
Fréttamynd

Ný brú mili Danmerkur og Svíþjóðar

Eyrarsundsstofnunin svokallaða, sem sá um byggingu brúarinnar milli Kaupmannahafnar og Malmö vill láta byggja nýja brú milli landanna. Hún á að liggja milli Helsingjaborgar í Svíþjóð og Helsingjaeyrar í Danmörku. Tillaga stofnunarinnar er fram komin vegna þeirra miklu aukningar sem orðið hefur á umferð yfir Eyrarsundsbrúna.

Erlent
Fréttamynd

Kona verður Buffæta

Hinir skrautlega klæddu verðir við Tower of London hafa staðið vaktina síðan 1845. Allir hafa þeir verið karlmenn. Nú hefur hinsvegar verið tilkynnt að kona muni á næstunni ganga í raðir þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Amerískar rán-marglyttur í Oslóarfirði

Norðmenn hafa af því áhyggjur að amerískar rán-marglyttur hafa fundist í miklum breiðum á Oslóarfirði. Það var þessi tegund af marglyttum sem lagði fiskveiðar í Svartahafi í rúst á áttunda áratugnum.

Erlent
Fréttamynd

Búinn að fá nóg

Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, vill ekki sitja annað kjörtímabil í embætti og vill losna úr ráðuneytinu áður en núverandi tímabil er liðið. Hann gagnrýnir Bandaríkjamenn fyrir að bregðast of seint við ofbeldi í landinu. Bandaríkjamenn segja á móti að þeir hefðu hagað aftöku Saddams Hússein öðruvísi.

Erlent
Fréttamynd

Ostur ekki góður fyrir bresk börn

Ostur er ekki góður kostur samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Bretlandi. Þar í landi er bannað að auglýsa mat sem hefur hátt innihald fitu, sykurs og salts í barnatímum. Samkvæmt stöðlunum sem notaðir eru um svokallað „ruslfæði“ þá er ostur mjög slæmur fyrir börn og reyndar talinn verri en sykrað morgunkorn, kartöfluflögur og ostborgarar.

Erlent
Fréttamynd

Flugvélar enn leitað

Enn er allt á huldu með örlög rúmlega eitt hundrað farþega sem voru um borð í indónesískri flugvél sem hvarf að morgni nýársdags. Vélin var á leið frá Jövu til Súlavesí-eyja. Ranglega var sagt frá því í gær að flugvélin og 12 eftirlifendur hefðu fundist í gærmorgun og vakti það fyrst von hjá ástvinum þeirra sem er saknað en hún snerist síðan upp í reiði.

Erlent