Erlent

Fréttamynd

Alvarleg kreppa yfirvofandi ef ekkert að gert

Loftslagsbreytingar gætu valdið miklum samdrætti í alþjóðlegu efnahagslífi og kostnaður vegna þess orðið jafnvirði tæplega fimm hundruð biljóna íslenskra króna verði ekkert að gert. Þetta kemur fram í skýrslu bresks hagfræðings sem unnin er fyrir bresk stjórnvöld og birt í dag.

Erlent
Fréttamynd

Tony Blair ræður Al Gore í vinnu

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur ráðið Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna sem ráðgjafa ríkisstjórnar sinnar í umhverfismálum.

Erlent
Fréttamynd

Kjósendur í Serbíu samþykkja nýja stjórnarskrá

Dagblöð í Serbíu flytja fregnir af því í dag að kjósendur hafi samþykkt nýja stjórnarskrá sem kveður á um að Kosovo sé órjúfanlegur hluti Serbíu. Íbúar í Kosovo fengu þó ekki að taka þátt í kosningunni.

Erlent
Fréttamynd

Mecom þarf að reka eittþúsund starfsmenn

Breska fjölmiðlasamsteypan Mecom, sem keppti við Dagsbrún um kaup á norska fjölmiðlarisanum Orkla Media, þarf að reka minnst eittþúsund starfsmenn til þess að dæmið gangi upp, að sögn norska blaðsins Aftenposten.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt met á Indlandi

Indverska hlutabréfavísitalan Sensex sló met enn á ný í dag þegar gengi vísitölunnar rauf 13.000 stiga múrinn. Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð, eða um 0,77 prósent, en gengi bréfa í fjármála- og tæknifyrirtækjum hækkaði mest.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lokaumferð forsetakosninga í Kongó var haldin í gær

Lokaumferð forsetakosninga í Kongó var haldin í gær. Mikil spenna var í loftinu vegna hugsanlegra átaka milli stuðningsmanna frambjóðendanna, Joseph Kabila og Jean-Pierre Bemba, en kosningarnar marka endalok fjögurra ára ferlis sem á að leiða til lýðræðislegrar stjórnar.

Erlent
Fréttamynd

Bradshaw flokkar ekki ruslið sitt

Ben Bradshaw umhverfisráðherra Bretlands, og einn harðasti gagnrýnandi íslenskra hvalveiða, er tekinn á beinið í Daily Mail í dag fyrir að fara ekki eftir eigin endurnýtingarreglum í sorphirðunni heima hjá sér. Blaðið birtir myndir af húsi ráðherrans, og ruslapokum þar fyrir utan, sem eiga að sýna að ráðherrann flokki ekki endurnýtinanlegt sorp frá öðru rusli.

Erlent
Fréttamynd

Brennuvargar hvattir til að gefa sig fram

Móðir eins slökkviliðsmannsins sem fórst í skógar- og kjarreldunum í Suður-Kaliforníu um helgina hvetur þá sem kveiktu eldana til að gefa sig fram við lögreglu. Fjórir slökkviliðsmenn týndu lífi í eldunum og einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Erlent
Fréttamynd

Kastró á batavegi

Fídel Kastró, forseti Kúbu kom fram í sjónvarpi í heimalandi sínu í gær í fyrsta sinn í rúman mánuð. Forsetinn, sem varð áttræður í ár, hefur verið að jafna sig eftir erfiða aðgerð. Hann gekk um gólf á upptökunni sem sýnd var og sagði sögur af andláti sínu stórlega ýktar.

Erlent
Fréttamynd

Skattasniðganga og hugsanlegt peningaþvætti

Skipulagið að baki uppkaupum Íslendinga í Danmörku, Svíþjóð og á Englandi leiðir hugan að svokallaðri skattasniðgöngu og hugsanlegu peningaþvætti, að sögn sérfræðinga sem danska Ekstra-blaðið hefur rætt við. Umfjöllun blaðsins um útrás íslenskra kaupsýslumanna hófst í útgáfu þess í morgun og verður haldið áfram næstu daga. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB-banka segir umfjöllun danska Ekstra-blaðsins í dag, um málefni tengd bankanum, ekki rétta. Vinnuaðferðir bankans séu ekki öðruvísi en hjá öðrum alþjóðlegum. bönkum. Hann telur ekki ástæðu til aðgerða af hálfu bankans vegna greinarinnar.

Erlent
Fréttamynd

5000 egypskir öryggissveitarmenn fluttir að landamærunum að Gaza

Egyptar flutti í kvöld rúmlega fimm þúsund öryggissveitarmenn að landamærunum að Gaza-svæðinu. Þetta var gert eftir að fréttir bárust af því að svo gæti farið að Ísraelar sprengdu göng sem notuð væru til að smygla vopnum inn á palestínskt landsvæði. Egyptar munu einnig hafa gripið til þessara liðsflutninga af ótta við að herskáir Palestínumenn myndi brjóta sér leið í gegnum landamæravegg milli Gaza-svæðisins og Egyptalands. Fyrir voru aðeins 750 landamæraverðir.

Erlent
Fréttamynd

Útlit fyrir að Gilad Shalit fái frelsi

Útlit er fyrir að Gilad Shalit, ísraelski hermaðurinn sem herskáir Palestínumenn rændu í sumar, verði látinn laus á næstu dögum. Ránið á Shalit varð kveikjan að átökum Ísraela og Palestínumanna á Gaza-svæðinu í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Verðlaunum heiti fyrir upplýsingar um brennuvarga

Yfirvöld í Suður-Kaliforníu hafa boðið jafnvirði tæpra 35 milljóna íslenskra króna fyrir upplýsingar sem leitt geta til handtöku þeirra sem grunaðir eru um að hafa kveikt kjarr- og skógarelda sem loga í ríkinu. Fjórir slökkviliðsmenn hafa týnt lífi í baráttunni við eldana og sá fimmti liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Erlent
Fréttamynd

Friðarviðræður hafnar í Genf

Friðarviðræður milli stríðandi fylkinga á Srí Lanka hófust í morgun í Genf í Sviss. Þar munu fulltrúar stjórnvalda og uppreisnarmanna Tamíltígra reyna hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að allsherjar borgarastyrjöld brjótist út í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Kosið um stjórnarskrá Serbíu

Kjósendur í Serbíu ganga í dag og á morgun að kjörborðinu í morgun til að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá landsins. Samkvæmt henni telst Kósóvó óaðskiljanlegur hluti Serbíu.

Erlent
Fréttamynd

7 týndu lífi þegar súrefniskútur sprakk

Minnst 7 týndu lífi þegar súrefniskútur sprakk í Tiblisi, höfuðborg Georgíu í dag. Sprengingin varð á áfyllingarstöði Isani-Samgori hverfi. Byggingin, þar sem fyllt var á súrefniskúta, hrundi. Björgunarmenn eru enn að störfum í rústunum og óttast að fleiri eigi eftir að finnast látnir þar.

Erlent
Fréttamynd

Vilja leyfa 30 grömm af maríjúana til einkaneyslu

Íbúar í Nevada-ríki í Bandaríkjunum greiða atkvæði um það í næsta mánuði hvort leyfa eigi fólki sem hefur náð 21. árs aldri að eiga allt að tæpum 30 grömmum af maríjúana og geyma það á eigin heimili. Sem stendur er Alaska eina ríkið í Bandaríkjunum sem refsar ekki þeim sem hafa maríjúana til eigin neyslu undir höndum.

Erlent
Fréttamynd

Bildt selur hlutabréf

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, hefur selt hlutabréf sín í fyrirtæki sem fjárfestir í rússneska orkugeiranum. Andstæðingar hans sögðu hættu á hagsmunaárekstrum ef hann héldi þeim. Bildt segist hafa selt hlutabréf sín í fyrirtækinu fyrir nokkrum vikum.

Erlent
Fréttamynd

Samúræji í Þýskalandi

Samúræjarnir svonefndu eru sjaldséð sjón nú til dags. Einn slíkur virðist þó hafa verið á ferli um Hamborg í Þýskalandi í nótt. Sá hafði tekið sér far með neðanjarðarlest en neitaði að greiða fargjaldið. Þegar lögregla kom á vettvang dró þessi þýski samúræi upp stóreflis sverð og sveiflaði því í kringum sig af miklum móð.

Erlent