Auglýsinga- og markaðsmál

Fréttamynd

Málið ó­heppi­legt og mjög klaufa­legt

Stjórnsýslufræðingur segir bílamál Höllu Tómasdóttur vera óheppilegt og mjög klaufalegt fyrir verðandi forseta. Lykilmáli skipti að hjónin hafi ekki fengið nýjan Volvo-rafbíl á betri kjörum en almenningi býðst.

Innlent
Fréttamynd

Ferða­þjónustan þurfi að hætta þessu væli

Framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar segir ekki sjálfsagt að almenningur greiði undir markaðsherferðir fyrir Ísland sem ferðamannastað. Nú sé ekki rétti tíminn til að hrinda af stað markaðsherferð fyrir Ísland heldur komast að því hver ástæða samdráttarins sé. 

Innlent
Fréttamynd

Sex fyrir­tæki sektuð vegna nikotín­aug­lýsinga

Neytendastofa hefur sektað sex fyrirtæki fyrir brot gegn auglýsingabanni á nikotínvörum. Fyrirtækin sex eru Djákninn, FVN, Gryfjan, Innflutningur og dreifing, Nicopods og SH Import. Sektirnar eru frá 100 þúsund krónum að 400 þúsund.

Neytendur
Fréttamynd

„Fólk sem vissi ekkert hvað það var að tala um“

For­­­maður HSÍ Guð­­­mundur B. Ólafs­­­son, segir um­­­ræðuna, sem spratt upp í kringum sam­­­starfs­­­samninga sam­bandsins við fyrir­­­­­tækin um­­­deildu, Arnar­­lax og Ra­pyd, hálf bros­­­lega og skakka. Fyrir­­­­­tækin séu stoltir sam­­­starfs­­­aðilar HSÍ og að það fólk sem hafði hátt á sam­fé­lags­miðlum um sam­starfið „vissi náttúru­­lega bara ekkert hvað það var að tala um.“

Handbolti
Fréttamynd

Hjör­var fær gula spjaldið frá RÚV

Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir ekki vel séð að menn reyni að koma á framfæri óbeinum auglýsingum, eins og ætla má að Hjörvar Hafliðason hafi verið að gera í EM-settinu.

Innlent
Fréttamynd

Brandenburg hreppti Ljónið í Cannes

Auglýsingastofan Brandenburg vann í kvöld bronsverðlaun á Cannes Lions verðlaunahátíðinni fyrir endurmörkunarvinnu á orkudrykknum Egils Orku. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk auglýsingastofa hlýtur Cannes Lions verðlaunin án þess að hafa verið í samstarfi við erlendar stofur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­land að detta úr tísku

Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enginn á­vinningur annar en ein­fald­lega hrært vatn

Meistaranemi í næringarfræði segir vörur sem snúast um að hræra upp í vatni enn eitt tískufyrirbrigðið sem sé drifið áfram af markaðsöflum með gylliboðum. Ávinningurinn sé enginn, auk þess sem loforð um virkni séu efnafræðilega ómöguleg. Hún brýnir fyrir fólki að flækja ekki líf sitt að óþörfu en þau sem vilji geti einfaldlega hrært í vatninu sínu sjálf án þess að borga krónu fyrir það. 

Innlent
Fréttamynd

Daði stýrir markaðssamskiptum Íslandsstofu

Daði Guðjónsson hefur tekið við starfi forstöðumanns markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu. Á sama tíma hverfur Sveinn Birkir Björnsson, sem stýrt hefur sviðinu undanfarin ár, til annarra starfa hjá Íslandsstofu en hann er að flytja búferlum erlendis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Prufa að neyða not­endur til að horfa á aug­lýsingar

Samfélagsmiðillinn Instagram prufukeyrir nú nýtt viðmót á miðlinum sem neyðir notendur til að horfa á auglýsingar til að halda áfram að nota forritið. Áður fyrr gátu notendur skrunað fram hjá auglýsingum sem birtust þeim en það gæti heyrt sögunni til með nýrri uppfærslu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Erfiðast að fá Baldur til að tala um sjálfan sig

Ráðgjafi í kosningateymi Baldurs Þórhallssonar segir mestu áskorunina í baráttunni vera þá að fá Baldur til að tala um sjálfan sig. Ráðgjafi Höllu Hrundar segir mögulega eitthvað til í því að það sé kalt á toppnum, en þau láti ekki neikvæða umræðu á sig fá heldur haldi sínu striki.

Innlent
Fréttamynd

Sekta Ár­vakur um 1,5 milljónir króna vegna fjölda dulinna aug­lýsinga

Fjölmiðlanefnd hefur sektað Árvakur, fjölmiðlaveitu mbl.is, um 1,5 milljónir króna vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna duldar auglýsingar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa fengið fréttir skrifaðar um vörur sínar á mbl.is, án þess að tekið væri fram að um auglýsingu væri að ræða, eru Nói siríus, Hagkaup, MS og Te og kaffi. 

Neytendur
Fréttamynd

Facebook bannar Ástþóri að aug­lýsa

Auglýsingareikningi Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda á Facebook hefur verið lokað. Síða hans er enn uppi, en auglýsingar hans eru ekki lengur í birtingu og hann getur ekki keypt fleiri auglýsingar. Einnig hefur Instagram-reikningi hans verið lokað.

Innlent
Fréttamynd

Lykilfólkið á bak við tjöldin hjá forsetaefnunum

Kanónur sem hafa áralanga reynslu af kosningabaráttum í bland við vini og fjölskyldu er uppistaða lykilfólks að baki forsetaframbjóðendum þetta árið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum forsetaframboða til Vísis.

Lífið
Fréttamynd

Sver af sér rætna her­ferð gegn Baldri

Ástþór Magnússon sver af sér öll tengsl við Facebook-síðuna Bessastaðabaráttan, þar sem rætinni herferð gegn Baldri Þórhallssyni hefur verið haldið úti. Sama dag og tengslin voru borin upp á Ástþór var síðunni eytt.

Innlent