Mannréttindi

Fréttamynd

Stoltur and­styrktar­aðili HM í Katar

Skoska brugghúsið BrewDog hefur lýst því yfir að vera „stoltur andstyrktaraðili“ heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram í Katar. Allur ágóði af sölu einnar bjórtegundar brugghússins mun renna til góðgerðasamtaka sem leggja áherslu á mannréttindi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tóku síma af hælisleitendum til að gæta „öryggis“ þeirra

Yfirlögfræðingur ríkislögreglustjóra segir að lögreglumenn hafi tekið síma af hælisleitendum sem var vísað úr landi í síðustu viku til þess að tryggja öryggi fólksins. Lærdóminn sem lögregla getur dregið af gagnrýni á aðgerðina telur hann vera að lögreglan þurfi að eiga bíl sem henti fyrir hjólastóla.

Innlent
Fréttamynd

Tjáningarfrelsi og hatursorðræða

Ég fyrirlít skoðanir yðar en ég er reiðubúinn til að láta lífið fyrir rétt yðar til að halda þeim fram. Þessi fleygu orð Voltaire nota eflaust allir fyrirlesarar um tjáningarfrelsi á Vesturlöndum enda eiga þau jafn vel við í dag og þá.

Skoðun
Fréttamynd

Herða bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi

Rússneska þingið samþykkti að herða núgildandi bann við svonefndum „hinsegin áróðri“ þannig að  það nái ekki lengur aðeins til barna og ungmenna heldur fólks af öllum aldri. Þannig verður nú hægt að sekta vegna viðburða, kvikmynda eða vefsíða sem eru talnar auglýsa samkynhneigð.

Erlent
Fréttamynd

Greiðsluþátttaka vegna tannréttinga ekki aukist í 20 ár

Umboðsmaður barna segir að til sín hafi leitað foreldrar sem hafa neyðst til þess að neita börnum sínum um tannréttingar, vegna fjárhags fjölskyldunnar. Raunkostnaður við tannréttingar sé 900 til 1.500 þúsund krónur en niðurgreiðsla sjúkratrygginga aðeins 150 þúsund.

Innlent
Fréttamynd

Óhugnanlegar frásagnir af ofbeldi Katara birtar í nýrri skýrslu

Lögreglan í Katar hefur eftir eigin geðþótta handtekið og misnotað meðlimi LGBTQ-samfélagsins þar í landi, þrátt fyrir að engin ákæra liggi fyrir. Þetta segir í skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch sem kalla eftir umbótum í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem hefst í Katar í næsta mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Listræn upplifun fyrir blinda, full sjáandi og öll þar á milli

Á degi hvíta stafsins síðastliðinn laugardag opnaði myndlistarsýningin Skynleikar á Hafnartorgi. Sýningin er unnin í samstarfi við Blindrafélagið með það að markmiði að virkja öll skynfæri líkamans og að leyfa blindum, full sjáandi og öllum þar á milli að upplifa myndlist á jöfnum grundvelli.

Menning
Fréttamynd

Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís

Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki.

Erlent
Fréttamynd

Bandarískir og franskir þingmenn krefjast að FIFA beiti sér vegna látins verkafólks í Katar

Þingmenn frá bæði Bandaríkjunum og Frakklandi hafa sent bréf á Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þar sem þess er krafist að sambandið greiði fjölskyldum látinna verkamanna í Katar bætur. Þúsundir verkafólks eru talin hafa látið lífið við uppbyggingu heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem hefst í Katar í nóvember.

Fótbolti
Fréttamynd

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Þagga niður í óánægjuröddum með árásum á óbreytta borgara

Litlar breytingar hafa orðið á víglínunum í Úkraínu síðustu daga, eða síðan Úkraínumenn náðu töluverðum og hröðum árangri í bæði suðurhluta og austurhluta landsins. Harðir bardagar eru sagðir hafa átt sér stað víðsvegar í landinu þar sem Rússar eru sagðir hafa gert gagnárás gegn Úkraínumönnum í austri og Úkraínumenn eru sagðir hafa frelsað nokkur þorp í Kherson-héraði.

Erlent
Fréttamynd

Mannréttindaráðið hafnar að ræða brot Kínverja á úígúrum

Meirihluti mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hafnaði tillögu vestrænna ríkja um að ræða ætluð mannréttindabrot kínverskra stjórnvalda á úígúrum og öðrum múslimum í Xinjiang-héraði. Þetta er aðeins í annað skiptið í sögu ráðsins sem það hafnar tillögu af þessu tagi.

Erlent
Fréttamynd

Beitt­u íbúa Izy­um kerf­is­bundn­um pynt­ing­um

Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti.

Erlent
Fréttamynd

Ný gögn sýni að bresk stjórnvöld hafi greitt leið Sáda í enska boltann

Ný gögn sýna fram á að ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, hafi beitt sér fyrir því að hópur frá Sádí-Arabíu hafi getað fest kaup á enska knattspyrnufélaginu Newcastle United. Kaupin hafa sætt gagnrýni þar sem þau eru sögð hluti af stefnu sadískra yfirvalda til að hreinsa sig af mannréttindabrotum.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Það er ekkert sem er manni óviðkomandi“

Chanel Björk er baráttu- og fjölmiðlakona sem berst fyrir fjölbreytileika þjóðarinnar. Hún var valin í hóp topp tíu framúrskarandi ungra Íslendinga árið 2021 og lýsir sér meðal annars sem miklum pælara. Chanel Björk er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

Al­var­leg teikn á lofti – á­skorun til ís­lenskra stjórn­valda

Stöðugar fréttir af auknu hatri og óþoli í garð hinsegin fólks á Íslandi eru alvarleg teikn á lofti sem bregðast verður við. Í morgun var meðal annars fjallað um áhyggjur Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkurborgar af stöðu hinsegin barna og ungmenna sem hafa í auknum mæli verið að segja frá alvarlegum hótunum og aðkasti innan veggja skóla.

Skoðun