Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

„Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir sam­fé­lagið allt“

„Ég fann eiginlega ekkert fyrir þessu, þannig að núna er ég bara kátur og glaður með að hafa fengið mína bólusetningu. Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti eftir að hafa fengið bóluefnasprautu í Laugardalshöllinni í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Hvergi bangnir þrátt fyrir faraldur í grunnbúðum

Nokkur fjöldi fjallagarpa hefur þurft að hætta við að ganga á Everest-fjall síðustu daga vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í grunnbúðum. Íslendingar á svæðinu segjast gæta vel að sóttvörnum en að faraldurinn hafi ekki haft mikil áhrif á þeirra leiðangur.

Innlent
Fréttamynd

Börn niður í tólf ára fá bólu­efni Pfizer

Kanadísk heilbrigðisyfirvöld hafa tekið ákvörðun um að heimila að börn niður í tólf ára verði bólusett með bóluefni Pfizer gegn covid-19. Kanada er þar með fyrsta landið sem leyfir svo ungum börnum að vera bólusett gegn covid-19.

Erlent
Fréttamynd

Heil­brigðis­ráð­herra herðir tökin á landa­mærunum

Frá og með föstudeginum verður tekið mið af hlutfalli jákvæðra Covid-19 sýna í brottfaralandi við mat á því hvaða lönd eða svæði teljast til hááhættusvæða. Áður var einungis miðað við nýgengi smita en skilgreining hááhættusvæða ræður því hvaða farþegar þurfa að sæta sóttkví í sóttvarnahúsi við komuna til landsins. 

Innlent
Fréttamynd

Andstæðingar sóttvarnaaðgerða unnu stórsigur

Veruleg hægrisveifla varð í héraðsþingskosningum í sjálfstjórnarhéraðinu Madrid á Spáni í gær. Lýðflokkur sitjandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur sett sig á móti hörðum sóttvarnaaðgerðum vann stórsigur og hægriöfgaflokkurinn Vox bætti einnig við sig.

Erlent
Fréttamynd

Fyrirspurnum um Janssen rignir inn til heilsugæslunnar

Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og þar af var einn utan sóttkvíar. Kennarar og jaðarhópar eru meðal þeirra sex þúsund sem verða fullbólusettir með Janssen í dag. Fyrirspurnum um bóluefnið rignir inn til heilsugæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Fara beint út á völl eftir tvær vikur í sótt­kví

Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður Bergischer í þýsku úrvalsdeildinni og íslenska handboltalandsliðsins, losnaði úr tveggja vikna sóttkví á miðnætti. Hann fær ekki langan tíma til að koma sér af stað en Bergischer mætir Essen síðar í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Ungar konur þurfa ekki að þiggja seinni skammtinn af AstraZeneca

Konur yngri en fimmtíu og fimm ára sem boðaðar eru í seinni bólusetningu með AstraZeneca á fimmtudag þurfa ekki að mæta frekar en þær vilja og fá þá boðun síðar með öðru bóluefni. Stefnt er að því að bólusetja tæplega fjörutíu þúsund manns á landinu í þessari stærstu bólusetningarviku frá upphafi covid 19 faraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Þórólfur segir aðgerðir á landamærum skila árangri

Heilbrigðisráðherra býst við að hægt verði að slaka töluvert á sóttvarnaaðgerðum undir lok næstu viku en ákvað í dag að framlengja gildandi sóttvarnareglur um viku. Sóttvarnalæknir segir nýjustu aðgerðir á landamærunum hafa skilað árangri.

Innlent
Fréttamynd

Bóluefni Sinovac komið í áfangamat hjá EMA

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið áfangamat á bóluefni kínverska líftæknifyrirtækisins Sinovac gegn Covid-19. Er fyrirtækið þar með komið einu skrefi nær því geta sótt um markaðsleyfi í Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Krónan ákveðin blessun í krísunni

Sérstök umræða um efnahagsmál fór fram á Alþingi í dag að beiðni Jón Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar. Tekist var á um íslensku krónuna.

Innlent
Fréttamynd

Hægriöfgaflokkur gæti komist í oddastöðu í Madrid

Útlit er fyrir að hægriöfgaflokkurinn Vox verði í oddastöðu eftir héraðsþingskosningar í Madrid á Spáni í dag. Flestar kannanir benda til þess að Lýðflokkur núverandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur amast gegn sóttvarnaraðgerðum landsstjórnarinnar fái flest atkvæði.

Erlent
Fréttamynd

Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. 

Innlent