Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verk og vit frestað í þriðja sinn Fagsýningunni Verk og vit hefur verið frestað um ár en til stóð að halda hana í Laugardalshöll þann 15. til 18. apríl næstkomandi. Þess í stað fer hún fram daganna 17. til 20. mars á næsta ári. Viðskipti innlent 2.2.2021 11:09 Bóluefni: Rúmlega hálfur milljarður frá Íslandi til þróunarríkja Íslensk stjórnvöld hafa lagt um 550 milljónir króna til þróunar, framleiðslu og dreifingar bóluefna við COVID-19 í þróunarríkjum. Heimsmarkmiðin 2.2.2021 10:09 Slaka á aðgerðum og fá sína fyrstu bóluefnaskammta Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa slakað á takmörkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Bráðsmitandi afbrigði veirunnar hefur herjað á landið sem hefur nú fengið sína fyrstu skammta af bóluefni. Erlent 2.2.2021 00:00 Kráareigendur kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotin Kráareigendur í miðbæ Reykjavíkur segja að það hafi komið berlega í ljós síðustu mánuði hversu fáránlegt sé að leyfa einni tegund veitingastaða að hafa opið og öðrum ekki. Verið er að kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotin með sóttvarnarreglum. Viðskipti innlent 1.2.2021 20:01 Telur Pfizer svara í vikunni Sóttvarnarlæknir vonar að lyfjafyrirtækið Pfizer svari í vikunni hvort það sé tilbúið að taka þátt í rannsókn sem felur í sér að stór hluti landsmanna yrði bólusettur. Fyrirtækið hafi tekið mjög jákvætt í tillögur þess efnis. Hann skilar nýjum sóttvarnartillögum á næstu dögum. Innlent 1.2.2021 18:31 Hátt í hundrað sett í sóttkví og sektuð fyrir skíðaferð Lögreglan í Austurríki hefur skyldað 96 erlenda einstaklinga í sóttkví. Fólkið hafði ferðast til Austurríkis til þess að komast á skíði, en skíðabrekkur í landinu eru lokaðar öðrum en þeim sem búa þar, vegna kórónuveirufaraldursins. Erlent 1.2.2021 17:33 Markviss skimun af ótta við útbreiðslu suður-afríska afbrigðisins Markviss skimun eftir suður-afríska afbrigðinu svokallaða er hafin á nokkrum svæðum í Bretlandi eftir að afbrigðið greindist án þess að hægt væri að rekja það. Erlent 1.2.2021 14:37 Ekki með virka COVID-sýkingu Skipverjinn sem fékk jákvæða niðurstöðu úr seinni skimun reyndist ekki vera með virka COVID-sýkingu. Innlent 1.2.2021 13:43 Þórólfur um bólusetningu ólympíufara: Mjög erfitt að velja fólk eftir mikilvægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður að því á upplýsingafundi í dag hvort til greina kæmi að veita afreksíþróttafólki, til að mynda þeim sem stefna á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar, forgang í bólusetningu gegn COVID-19. Ekki var að heyra á Þórólfi að það myndi njóta nokkurs forgangs. Sport 1.2.2021 13:01 Býst við að skila tillögum að tilslökunum í vikunni Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, gerir ráð fyrir því að skila heilbrigðisráðherra tillögum að tilslökunum á samkomutakmörkunum síðar í vikunni. Innlent 1.2.2021 12:34 Víðir með skilaboð til sundlaugagesta: „Algjör óþarfi að vera með ókurteisi og leiðindi við starfsfólk“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, beindi því til gesta í sundlaugum landsins á upplýsingafundi dagsins að fylgja þeim tilmælum og leiðbeiningum sem starfsfólk sundlauganna setur. Algjör óþarfi væri að sýna starfsfólkinu ókurteisi. Innlent 1.2.2021 11:49 Ekkert innanlandssmit í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Innlent 1.2.2021 10:52 Svona var 158. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til reglulegs upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Innlent 1.2.2021 10:36 Leigja íbúð saman, út að borða saman en tveggja metra regla í pottinum Forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar segir fólk sem komi í hópum til Akureyrar, leigi saman íbúð og fari saman út að borða finnist að það megi vera saman í heitum potti í sundlaug. Lágar smittölur í landinu verði líka til þess að fólk passi sig minna. Þá verði að hafa í huga að heitir pottar undir berum himni séu ekki illa loftræst rými. Innlent 1.2.2021 10:27 „Getum haft mjög frjálst líf hér innanlands þótt það séu einstaklingsbundnar takmarkanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar hvort hægt sé að slaka fyrr á samkomutakmörkunum en gildistími núverandi reglugerðar segir til um sem er 17. febrúar. Innlent 1.2.2021 08:43 Of margir í pottinum á Akureyri og aðgengi að lauginni lokað Lögreglan á Norðurlandi eystra hélt úti sérstöku eftirliti með veitingastöðum og hótelum hvað varðar sóttvarnir um helgina. Þá hafði lögreglan afskipti af sundlaugargestum í Sundlaug Akureyrar eftir að tilkynning barst um að heldur þétt væri setið í heita pottinum og var aðgengi að sundlauginni lokað það sem eftir lifði dags að kröfu lögreglu. Innlent 31.1.2021 22:29 Fleiri hundruð mótmælendur handteknir víða um Evrópu Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Evrópsku borgunum Brussel, Búdapest og Vín þar sem hörðum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið mótmælt. Í austurrísku höfuðborginni Vín hefur hópur fólks úr röðum ný-nasista til að mynda komið saman til mótmæla. Erlent 31.1.2021 22:23 Ljósmyndari hafði betur gegn ríkisskattstjóra í deilu um lokunarstyrk Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, hafði betur gegn ríkisskattstjóra í deilu um það hvort hún ætti rétt á lokunarstyrk. Yfirskattanefnd úrskurðaði að hún ætti rétt á styrknum þar sem hún sérhæfir sig í myndatökum af nýburum. Taldi nefndin að starfsemin teldist til þeirra sem fela í sér sérstaka smithættu. Innlent 31.1.2021 20:44 Sitja fastir í sóttkví um borð í bát eftir að skipverji greindist með veiruna Níu skipverjar sitja nú í sóttkví um borð í línubátnum Fjölni GK sem liggur við bryggju í Grindavík eftir að skipverji greindist með covid-19. Skipverjinn sem um ræðir hafði nýverið komið til landsins frá útlöndum og hafði greinst neikvæður í fyrri sýnatöku á landamærum. Hann var þó nýmættur til vinnu og búinn að heilsa þremur öðrum skipverjum þegar hann fékk svar um að sýni greindist jákvætt eftir seinni skimun. Innlent 31.1.2021 20:34 Níu milljónir skammta til viðbótar frá AstraZeneca Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, greinir frá því á Twitter í kvöld að lyfjafyrirtækið AstraZeneca muni sjá Evrópusambandinu fyrir níu milljónum skammta af bóluefni gegn covid-19 á þessum ársfjórðungi, til viðbótar við þær fjörutíu milljónir skammta sem gert var ráð fyrir í síðustu viku. Þá mun dreifing bóluefnisins frá fyrirtækinu hefjast viku fyrr en áætlað var. Áður höfðu Frakkar og Þjóðverjar hótað að höfða mál gegn AstraZeneca vegna skorts á bóluefni gegn covid-19. Erlent 31.1.2021 19:57 Ætla að senda fimm þúsund skammta af bóluefni til Palestínu Yfirvöld í Ísrael segjast ætla að flytja fimm þúsund skammta af bóluefni gegn covid-19 til Palestínu sem ætlað sé að nýta til að bólusetja framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu í Palestínu. Ísrael er það ríki í heiminum þar sem bólusetning gegn sjúkdómnum er hvað lengst á veg komin en aðra sögu er að segja um Palestínumenn á hernumdum svæðum Vesturbakkans sem ekki hafa notið góðs af öflugu bólusetningarkerfi Ísraela. Erlent 31.1.2021 18:00 Kafteinn Tom Moore lagður inn á sjúkrahús vegna veirunnar Kafteinn Tom Moore hefur verið lagður inn á sjúkrahús en hann hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Moore vakti heimsathygli eftir að hann safnaði meira en 32 milljónum punda, um sex milljörðum króna, fyrir heilsugæsluna í tilefni af hundrað ára afmæli sínu. Erlent 31.1.2021 17:58 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex greindust á landamærunum en mótefnastaða þeirra liggur ekki fyrir. Innlent 31.1.2021 10:27 „Vekur miklar vonir um það að við náum hraðar hjarðónæmi“ Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, segir niðurstöður rannsókna á bóluefnum AstraZeneca og Janssen lofa góðu. Hann sé bjartsýnn á virkni þeirra og telur þau hafa sambærilega virkni og bóluefni Pfizer og Moderna. Innlent 30.1.2021 16:31 „Þetta heldur áfram að líta vel út“ Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir stöðuna með tilliti til kórónuveirufaraldursins líta vel út hér á landi, en lítið megi út af bregða. Innlent 30.1.2021 13:05 Segja ásakanir um sóttvarnabrot ósanngjarnar, ósannar og „hreinlega ærumeiðandi“ Hópur bachatadansara, sem sakaður var um að hafa brotið sóttvarna- og áfengislög á þriðjudag, segir ekkert til í þeim ásökunum sem honum voru borin á hendur. Innlent 30.1.2021 12:31 Einn greindist með veiruna í gær Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví. Innlent 30.1.2021 10:32 Downs-félagið kallar eftir aðgerðum heilbrigðisráðherra í ljósi ógnvekjandi tölfræði Rannsókn bendir til að fullorðnir einstaklingar með Downs-heilkenni séu fimm sinnum líklegri en aðrir til að verða lagðir inn á sjúkrahús ef þeir sýkjast af Covid-19 og tíu sinnum líklegri til að deyja af völdum sjúkdómsins. Stjórn Downs-félagsins hefur ítrekað óskað eftir því að fólk með Downs-heilkenni færist ofar í forgangsröðun við bólusetningu en ekki haft erindi sem erfiði. Innlent 30.1.2021 10:01 ESB hættir við umdeilda ákvörðun um bóluefnisútflutning Evrópusambandið er hætt við að virkja ákvæði í Brexit-samningnum, sem ætlað var að hamla útflutningi bóluefnis gegn kórónuveirunni frá ríkjum sambandsins til Norður-Írlands. Ákvörðunin, sem tengist deilum ESB við bóluefnaframleiðandann AstraZeneca, var fordæmd í Bretlandi og víðar. Erlent 29.1.2021 23:07 Niðurstöður Janssen „ótrúlega góðar fréttir“ Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði segir niðurstöður úr rannsókn á bóluefni Janssen/Johnson & Johnson „ótrúlega góðar fréttir“. Einn skammtur af efninu sýni öryggi og góða vernd gegn Covid-19. Innlent 29.1.2021 20:46 « ‹ 168 169 170 171 172 173 174 175 176 … 334 ›
Verk og vit frestað í þriðja sinn Fagsýningunni Verk og vit hefur verið frestað um ár en til stóð að halda hana í Laugardalshöll þann 15. til 18. apríl næstkomandi. Þess í stað fer hún fram daganna 17. til 20. mars á næsta ári. Viðskipti innlent 2.2.2021 11:09
Bóluefni: Rúmlega hálfur milljarður frá Íslandi til þróunarríkja Íslensk stjórnvöld hafa lagt um 550 milljónir króna til þróunar, framleiðslu og dreifingar bóluefna við COVID-19 í þróunarríkjum. Heimsmarkmiðin 2.2.2021 10:09
Slaka á aðgerðum og fá sína fyrstu bóluefnaskammta Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa slakað á takmörkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Bráðsmitandi afbrigði veirunnar hefur herjað á landið sem hefur nú fengið sína fyrstu skammta af bóluefni. Erlent 2.2.2021 00:00
Kráareigendur kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotin Kráareigendur í miðbæ Reykjavíkur segja að það hafi komið berlega í ljós síðustu mánuði hversu fáránlegt sé að leyfa einni tegund veitingastaða að hafa opið og öðrum ekki. Verið er að kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotin með sóttvarnarreglum. Viðskipti innlent 1.2.2021 20:01
Telur Pfizer svara í vikunni Sóttvarnarlæknir vonar að lyfjafyrirtækið Pfizer svari í vikunni hvort það sé tilbúið að taka þátt í rannsókn sem felur í sér að stór hluti landsmanna yrði bólusettur. Fyrirtækið hafi tekið mjög jákvætt í tillögur þess efnis. Hann skilar nýjum sóttvarnartillögum á næstu dögum. Innlent 1.2.2021 18:31
Hátt í hundrað sett í sóttkví og sektuð fyrir skíðaferð Lögreglan í Austurríki hefur skyldað 96 erlenda einstaklinga í sóttkví. Fólkið hafði ferðast til Austurríkis til þess að komast á skíði, en skíðabrekkur í landinu eru lokaðar öðrum en þeim sem búa þar, vegna kórónuveirufaraldursins. Erlent 1.2.2021 17:33
Markviss skimun af ótta við útbreiðslu suður-afríska afbrigðisins Markviss skimun eftir suður-afríska afbrigðinu svokallaða er hafin á nokkrum svæðum í Bretlandi eftir að afbrigðið greindist án þess að hægt væri að rekja það. Erlent 1.2.2021 14:37
Ekki með virka COVID-sýkingu Skipverjinn sem fékk jákvæða niðurstöðu úr seinni skimun reyndist ekki vera með virka COVID-sýkingu. Innlent 1.2.2021 13:43
Þórólfur um bólusetningu ólympíufara: Mjög erfitt að velja fólk eftir mikilvægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður að því á upplýsingafundi í dag hvort til greina kæmi að veita afreksíþróttafólki, til að mynda þeim sem stefna á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar, forgang í bólusetningu gegn COVID-19. Ekki var að heyra á Þórólfi að það myndi njóta nokkurs forgangs. Sport 1.2.2021 13:01
Býst við að skila tillögum að tilslökunum í vikunni Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, gerir ráð fyrir því að skila heilbrigðisráðherra tillögum að tilslökunum á samkomutakmörkunum síðar í vikunni. Innlent 1.2.2021 12:34
Víðir með skilaboð til sundlaugagesta: „Algjör óþarfi að vera með ókurteisi og leiðindi við starfsfólk“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, beindi því til gesta í sundlaugum landsins á upplýsingafundi dagsins að fylgja þeim tilmælum og leiðbeiningum sem starfsfólk sundlauganna setur. Algjör óþarfi væri að sýna starfsfólkinu ókurteisi. Innlent 1.2.2021 11:49
Ekkert innanlandssmit í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Innlent 1.2.2021 10:52
Svona var 158. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til reglulegs upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Innlent 1.2.2021 10:36
Leigja íbúð saman, út að borða saman en tveggja metra regla í pottinum Forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar segir fólk sem komi í hópum til Akureyrar, leigi saman íbúð og fari saman út að borða finnist að það megi vera saman í heitum potti í sundlaug. Lágar smittölur í landinu verði líka til þess að fólk passi sig minna. Þá verði að hafa í huga að heitir pottar undir berum himni séu ekki illa loftræst rými. Innlent 1.2.2021 10:27
„Getum haft mjög frjálst líf hér innanlands þótt það séu einstaklingsbundnar takmarkanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar hvort hægt sé að slaka fyrr á samkomutakmörkunum en gildistími núverandi reglugerðar segir til um sem er 17. febrúar. Innlent 1.2.2021 08:43
Of margir í pottinum á Akureyri og aðgengi að lauginni lokað Lögreglan á Norðurlandi eystra hélt úti sérstöku eftirliti með veitingastöðum og hótelum hvað varðar sóttvarnir um helgina. Þá hafði lögreglan afskipti af sundlaugargestum í Sundlaug Akureyrar eftir að tilkynning barst um að heldur þétt væri setið í heita pottinum og var aðgengi að sundlauginni lokað það sem eftir lifði dags að kröfu lögreglu. Innlent 31.1.2021 22:29
Fleiri hundruð mótmælendur handteknir víða um Evrópu Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Evrópsku borgunum Brussel, Búdapest og Vín þar sem hörðum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið mótmælt. Í austurrísku höfuðborginni Vín hefur hópur fólks úr röðum ný-nasista til að mynda komið saman til mótmæla. Erlent 31.1.2021 22:23
Ljósmyndari hafði betur gegn ríkisskattstjóra í deilu um lokunarstyrk Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, hafði betur gegn ríkisskattstjóra í deilu um það hvort hún ætti rétt á lokunarstyrk. Yfirskattanefnd úrskurðaði að hún ætti rétt á styrknum þar sem hún sérhæfir sig í myndatökum af nýburum. Taldi nefndin að starfsemin teldist til þeirra sem fela í sér sérstaka smithættu. Innlent 31.1.2021 20:44
Sitja fastir í sóttkví um borð í bát eftir að skipverji greindist með veiruna Níu skipverjar sitja nú í sóttkví um borð í línubátnum Fjölni GK sem liggur við bryggju í Grindavík eftir að skipverji greindist með covid-19. Skipverjinn sem um ræðir hafði nýverið komið til landsins frá útlöndum og hafði greinst neikvæður í fyrri sýnatöku á landamærum. Hann var þó nýmættur til vinnu og búinn að heilsa þremur öðrum skipverjum þegar hann fékk svar um að sýni greindist jákvætt eftir seinni skimun. Innlent 31.1.2021 20:34
Níu milljónir skammta til viðbótar frá AstraZeneca Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, greinir frá því á Twitter í kvöld að lyfjafyrirtækið AstraZeneca muni sjá Evrópusambandinu fyrir níu milljónum skammta af bóluefni gegn covid-19 á þessum ársfjórðungi, til viðbótar við þær fjörutíu milljónir skammta sem gert var ráð fyrir í síðustu viku. Þá mun dreifing bóluefnisins frá fyrirtækinu hefjast viku fyrr en áætlað var. Áður höfðu Frakkar og Þjóðverjar hótað að höfða mál gegn AstraZeneca vegna skorts á bóluefni gegn covid-19. Erlent 31.1.2021 19:57
Ætla að senda fimm þúsund skammta af bóluefni til Palestínu Yfirvöld í Ísrael segjast ætla að flytja fimm þúsund skammta af bóluefni gegn covid-19 til Palestínu sem ætlað sé að nýta til að bólusetja framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu í Palestínu. Ísrael er það ríki í heiminum þar sem bólusetning gegn sjúkdómnum er hvað lengst á veg komin en aðra sögu er að segja um Palestínumenn á hernumdum svæðum Vesturbakkans sem ekki hafa notið góðs af öflugu bólusetningarkerfi Ísraela. Erlent 31.1.2021 18:00
Kafteinn Tom Moore lagður inn á sjúkrahús vegna veirunnar Kafteinn Tom Moore hefur verið lagður inn á sjúkrahús en hann hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Moore vakti heimsathygli eftir að hann safnaði meira en 32 milljónum punda, um sex milljörðum króna, fyrir heilsugæsluna í tilefni af hundrað ára afmæli sínu. Erlent 31.1.2021 17:58
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex greindust á landamærunum en mótefnastaða þeirra liggur ekki fyrir. Innlent 31.1.2021 10:27
„Vekur miklar vonir um það að við náum hraðar hjarðónæmi“ Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, segir niðurstöður rannsókna á bóluefnum AstraZeneca og Janssen lofa góðu. Hann sé bjartsýnn á virkni þeirra og telur þau hafa sambærilega virkni og bóluefni Pfizer og Moderna. Innlent 30.1.2021 16:31
„Þetta heldur áfram að líta vel út“ Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir stöðuna með tilliti til kórónuveirufaraldursins líta vel út hér á landi, en lítið megi út af bregða. Innlent 30.1.2021 13:05
Segja ásakanir um sóttvarnabrot ósanngjarnar, ósannar og „hreinlega ærumeiðandi“ Hópur bachatadansara, sem sakaður var um að hafa brotið sóttvarna- og áfengislög á þriðjudag, segir ekkert til í þeim ásökunum sem honum voru borin á hendur. Innlent 30.1.2021 12:31
Einn greindist með veiruna í gær Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví. Innlent 30.1.2021 10:32
Downs-félagið kallar eftir aðgerðum heilbrigðisráðherra í ljósi ógnvekjandi tölfræði Rannsókn bendir til að fullorðnir einstaklingar með Downs-heilkenni séu fimm sinnum líklegri en aðrir til að verða lagðir inn á sjúkrahús ef þeir sýkjast af Covid-19 og tíu sinnum líklegri til að deyja af völdum sjúkdómsins. Stjórn Downs-félagsins hefur ítrekað óskað eftir því að fólk með Downs-heilkenni færist ofar í forgangsröðun við bólusetningu en ekki haft erindi sem erfiði. Innlent 30.1.2021 10:01
ESB hættir við umdeilda ákvörðun um bóluefnisútflutning Evrópusambandið er hætt við að virkja ákvæði í Brexit-samningnum, sem ætlað var að hamla útflutningi bóluefnis gegn kórónuveirunni frá ríkjum sambandsins til Norður-Írlands. Ákvörðunin, sem tengist deilum ESB við bóluefnaframleiðandann AstraZeneca, var fordæmd í Bretlandi og víðar. Erlent 29.1.2021 23:07
Niðurstöður Janssen „ótrúlega góðar fréttir“ Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði segir niðurstöður úr rannsókn á bóluefni Janssen/Johnson & Johnson „ótrúlega góðar fréttir“. Einn skammtur af efninu sýni öryggi og góða vernd gegn Covid-19. Innlent 29.1.2021 20:46