Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Verk og vit frestað í þriðja sinn

Fagsýningunni Verk og vit hefur verið frestað um ár en til stóð að halda hana í Laugardalshöll þann 15. til 18. apríl næstkomandi. Þess í stað fer hún fram daganna 17. til 20. mars á næsta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telur Pfizer svara í vikunni

Sóttvarnarlæknir vonar að lyfjafyrirtækið Pfizer svari í vikunni hvort það sé tilbúið að taka þátt í rannsókn sem felur í sér að stór hluti landsmanna yrði bólusettur. Fyrirtækið hafi tekið mjög jákvætt í tillögur þess efnis. Hann skilar nýjum sóttvarnartillögum á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Leigja íbúð saman, út að borða saman en tveggja metra regla í pottinum

Forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar segir fólk sem komi í hópum til Akureyrar, leigi saman íbúð og fari saman út að borða finnist að það megi vera saman í heitum potti í sundlaug. Lágar smittölur í landinu verði líka til þess að fólk passi sig minna. Þá verði að hafa í huga að heitir pottar undir berum himni séu ekki illa loftræst rými.

Innlent
Fréttamynd

Of margir í pottinum á Akureyri og aðgengi að lauginni lokað

Lögreglan á Norðurlandi eystra hélt úti sérstöku eftirliti með veitingastöðum og hótelum hvað varðar sóttvarnir um helgina. Þá hafði lögreglan afskipti af sundlaugargestum í Sundlaug Akureyrar eftir að tilkynning barst um að heldur þétt væri setið í heita pottinum og var aðgengi að sundlauginni lokað það sem eftir lifði dags að kröfu lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri hundruð mót­mælendur hand­teknir víða um Evrópu

Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Evrópsku borgunum Brussel, Búdapest og Vín þar sem hörðum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið mótmælt. Í austurrísku höfuðborginni Vín hefur hópur fólks úr röðum ný-nasista til að mynda komið saman til mótmæla.

Erlent
Fréttamynd

Sitja fastir í sóttkví um borð í bát eftir að skipverji greindist með veiruna

Níu skipverjar sitja nú í sóttkví um borð í línubátnum Fjölni GK sem liggur við bryggju í Grindavík eftir að skipverji greindist með covid-19. Skipverjinn sem um ræðir hafði nýverið komið til landsins frá útlöndum og hafði greinst neikvæður í fyrri sýnatöku á landamærum. Hann var þó nýmættur til vinnu og búinn að heilsa þremur öðrum skipverjum þegar hann fékk svar um að sýni greindist jákvætt eftir seinni skimun.

Innlent
Fréttamynd

Níu milljónir skammta til viðbótar frá AstraZeneca

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, greinir frá því á Twitter í kvöld að lyfjafyrirtækið AstraZeneca muni sjá Evrópusambandinu fyrir níu milljónum skammta af bóluefni gegn covid-19 á þessum ársfjórðungi, til viðbótar við þær fjörutíu milljónir skammta sem gert var ráð fyrir í síðustu viku. Þá mun dreifing bóluefnisins frá fyrirtækinu hefjast viku fyrr en áætlað var. Áður höfðu Frakkar og Þjóðverjar hótað að höfða mál gegn AstraZeneca vegna skorts á bóluefni gegn covid-19.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að senda fimm þúsund skammta af bóluefni til Palestínu

Yfirvöld í Ísrael segjast ætla að flytja fimm þúsund skammta af bóluefni gegn covid-19 til Palestínu sem ætlað sé að nýta til að bólusetja framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu í Palestínu. Ísrael er það ríki í heiminum þar sem bólusetning gegn sjúkdómnum er hvað lengst á veg komin en aðra sögu er að segja um Palestínumenn á hernumdum svæðum Vesturbakkans sem ekki hafa notið góðs af öflugu bólusetningarkerfi Ísraela.

Erlent
Fréttamynd

Kafteinn Tom Moor­e lagður inn á sjúkra­hús vegna veirunnar

Kafteinn Tom Moore hefur verið lagður inn á sjúkrahús en hann hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Moore vakti heimsathygli eftir að hann safnaði meira en 32 milljónum punda, um sex milljörðum króna, fyrir heilsugæsluna í tilefni af hundrað ára afmæli sínu.

Erlent
Fréttamynd

Downs-fé­lagið kallar eftir að­gerðum heil­brigðis­ráð­herra í ljósi ógn­vekjandi töl­fræði

Rannsókn bendir til að fullorðnir einstaklingar með Downs-heilkenni séu fimm sinnum líklegri en aðrir til að verða lagðir inn á sjúkrahús ef þeir sýkjast af Covid-19 og tíu sinnum líklegri til að deyja af völdum sjúkdómsins. Stjórn Downs-félagsins hefur ítrekað óskað eftir því að fólk með Downs-heilkenni færist ofar í forgangsröðun við bólusetningu en ekki haft erindi sem erfiði.

Innlent
Fréttamynd

ESB hættir við um­deilda á­kvörðun um bólu­efnis­út­flutning

Evrópusambandið er hætt við að virkja ákvæði í Brexit-samningnum, sem ætlað var að hamla útflutningi bóluefnis gegn kórónuveirunni frá ríkjum sambandsins til Norður-Írlands. Ákvörðunin, sem tengist deilum ESB við bóluefnaframleiðandann AstraZeneca, var fordæmd í Bretlandi og víðar.

Erlent