Hollenski boltinn

Fréttamynd

Edwin van der Sar yfirgefur Ajax

Edwin van der Sar er hættur sem framkvæmdastjóri hollenska félagsins Ajax. Félagið vildi halda honum en þessi fyrrum landsliðsmarkvörður Hollendinga var búinn að fá nóg og sagði starfi sínu lausu.

Fótbolti
Fréttamynd

Hildur og María úr leik í bikarnum

Hildur Antonsdóttir og María Ólafsdóttir Gros voru báðar í byrjunarliði Fortuna Sittard sem mætti í dag Twente í seinni leik liðanna í undanúrslitum hollenska bikarsins í knattspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Frá Feyenoord til Tottenham?

Hollendingurinn Arne Slot er einn af þeim sem koma til greina sem næsti knattspyrnustjóri Tottenham. Slot stýrði Feyenoord til sigurs í hollensku deildinni á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Willum Þór og Orri Steinn hetjurnar

Willum Þór Willumsson kom inn af bekk Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri á Utrecht. Orri Steinn Óskarsson er þá kominn á blað fyrir Sønderjyske í dönsku B-deildinni. 

Fótbolti
Fréttamynd

Albert skoraði og lagði upp í mikil­vægum sigri

Albert Guðmundsson skoraði og lagði upp tvö mörk í 4-0 stórsigri Genoa á Cosenza í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði fyrir Jong Ajax í hollensku B-deildinni og Hörður Björgvin Magnússon sneri aftur í byrjunarlið Panathinaikos í grísku úrvalsdeildinni.

Fótbolti