
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Agnar og Sunna ráða gátuna
Starfsfólk hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur til rannsóknar brot úr höfuðkúpu sem fundust milli þilja í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum. Beinin eru illa farin en reynt verður að einangra DNA úr þeim til að rekja sig að eigandanum, ef hægt er.

„Sterk rök“ fyrir því að lánshæfismat ríkisins muni hækka frekar á næstunni
Fjármála- og efnahagsráðherra tekur undir með meðal annars seðlabankastjóra og bankastjóra Arion banka um færa megi fyrir því gild rök að lánshæfismat ríkissjóðs sé lægra en við ættum skilið miðað við styrk hagkerfisins og Ísland njóti þar ekki „sannmælis“ sé litið til samanburðar við aðrar þjóðir. Fjölbreyttari útflutningsstoðir og sá viðnámsþróttur sem hagkerfið hefur sýnt eftir faraldurinn gefur væntingar um að lánshæfieinkunn ríkisins muni hækka enn frekar á næstunni.

„Það er ekki endalaust til, háttvirtur þingmaður“
Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina setja velferðina á ís með nýju fjárlagafrumvarpi. Fjármálaráðherra segir hana tala með óábyrgum hætti um opinber fjármál.

Bein útsending: Umræður um fjárlög
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mælir fyrir fjárlagafrumvarpi sínu á Alþingi í dag.

Vonast eftir markvissari aðgerðaáætlun í væntanlegri uppfærslu
Ríkisstjórnin stefnir að því að leggja fram uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum fyrir lok ársins. Formaður loftslagsráðs segir að áætlunin þurfi að verða mun markvissari með tölulegum markmiðum og skýrari ábyrgðarskiptingu en sú sem nú er í gildi.

Munu ekkert gefa eftir í kjarasamningsviðræðum
Forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp ekki gefa mikið inn í kjarasamningsviðræður. ASÍ hefði viljað sjá meira gert fyrir heimilin í landinu. Hann segir mögulega hörku framundan í viðræðum.

Ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa í ráðherrabústað
Íslensk erfiðagreinin raðgreinir nú sýni úr beinunum sem fundust undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Kári Stefánsson segir það ekki góð örlög að enda þar. Hann segir það réttlætismál að komast að uppruna beinanna.

Ríkisstjórnin sé upptekin við innbyrðis rifrildi
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur ríkisstjórnina ekki hafa notað kjörtímabilið til góðs fyrir fólkið í landinu. Mikil orka fari í innbyrðis rifrildi og stjórnmálin snúist um eitthvað annað en það sem brennur á fólki.

Katrín segir krefjandi að vera í „óvenjulegri ríkisstjórn“
Forsætisráðherra flutti stefnuræða sína í kvöld á þingi. Hún fór yfir stóru málin í vetur og þau verkefni sem framundan eru. Hún sagði ríkisstjórnina óvenjulega en að þeim gengi vel að vinna saman. Þau myndu halda því áfram.

Bein útsending: Hlustaðu á stefnuræðu forsætisráðherra
Stefnuræða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefst klukkan 19:40 í kvöld. Að stefnuræðunni lokinni munu þingmenn frá hinum flokkunum halda sínar ræður.

„Augljóst að það er ekki traust til fjármálaráðherra að selja Íslandsbanka“
Búist er við miklum átökum á Alþingi í vetur þegar ríkisstjórnin leggur fram mörg umdeild frumvörp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar spá því að efnahagsmálin verði umfangsmikil og treysta ekki fjármálaráðherra til að selja Íslandsbanka. Ríkisstjórnin er sögð rúin trausti.

Sætta sig ekki við að tekjuhærri fái meiri skattalækkun
Nýtt fjárlagafrumvarp stuðlar ekki að gerð langtímasamninga á vinnumarkaði að mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann segist ekki munu sætta sig við það að hátekjufólk fái meiri skattlækkun en þeir sem lægstu launin hafa á næsta ári.

Ný þjóðarhöll mun aldrei rísa árið 2025
Ljóst er að ný þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir mun ekki rísa árið 2025 líkt og stefnt hafði verið að. Hægt hefur verið á verkefninu og segist Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll, nú vonast til að þjóðarhöll verði risin í fyrsta lagi í árslok 2026.

Svona verður stefnuræðu forsætisráðherra og umræðum háttað
Stefnuræða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra verður haldin klukkan 19:40 í kvöld. Að stefnuræðunni lokinni munu þingmenn frá hinum flokkunum halda sínar ræður.

Ekki verið að „rifa seglin nærri nógu mikið“ til að ná niður verðbólgunni
Þrátt fyrir að verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafi lækkað lítillega í gær eftir framlagningu frumvarps til fjárlaga þá hefði aðhaldið sem þar birtist þurft að vera meira til að ná böndum á þenslu og þrálátri verðbólgu, að sögn skuldabréfafjárfesta. Mikil hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa síðustu vikur er meðal annars sögð mega rekja til vantrúar markaðsaðila í garð ríkisfjármálanna, einkum eftir harða gagnrýni fjármálaráðherra á Seðlabankann fyrir að beina ábyrgðinni á verðstöðugleika á aðra en bankann sjálfan.

Fjárlögin afhjúpa þau
Ríkisstjórnin hefur ítrekað lofað bót og betrun. Þannig hafa þau svarað gagnrýni Samfylkingarinnar á stjórn efnahags- og velferðarmála í landinu. En fjárlögin afhjúpa þau.

Afar umdeild frumvörp meðal 212 þingmála ríkisstjórnarinnar
Alls eru 212 þingmál á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi vetur, þar af 178 frumvörp og 24 þingsályktunartillögur. Um 33 frumvörp verða endurflutt frá síðasta þingi.

Hefur fengið fjölda skeyta þar sem kennarar eru sakaðir um innrætingu
Forsætisráðherra telur umræðu síðustu daga um hinsegin fræðslu vera hluta af bakslagi sem orðið hafi gagnvart réttindum hinsegin og kynsegin fólks. Hún segir mikilvægt að fólk fræðist um fjölbreytileika samfélagsins, og skilji hann.

„Virðist nú bara vera einhvers konar sprell hjá þeim“
Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka á þingi segja það sem kynnt er í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra ekki vera neitt nýtt. Formaður Miðflokksins segir fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um aðhald í ríkisrekstri hljóma eins og „sprell“.

Mótmælendur með fleiri en einn málstað við þingsetningu
Fjöldi fólks var saman kominn á Austurvelli í dag, til að mótmæla við setningu Alþingis. Brottvísanir hælisleitenda, takmörkun á strandveiðum og hinsegin fræðslu í grunnskólum var mótmælt.

Segja rangt að Samtökin '78 fái ekki fjárveitingu
Forsætisráðuneytið segir alrangt að fjárframlagi sé ekki úthlutað til verkefna Samtakanna '78 í fjárlögum næsta árs. Samtökin fái þó minna á næsta ári en þessu.

„Þetta er gríðarlegt högg“
Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir það gríðarlegt högg að sjá að fjárframlagi sé ekki úthlutað til verkefna samtakanna í fjárlagafrumvarpi ársins 2024. Hann kveðst þó vongóður um að því fáist breytt, verkefni samtakanna haldi áfram að stækka líkt og umræðan síðustu daga sýni fram á.

Hjalteyrarbörnin fá 410 milljónir
Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að 410 milljónum króna verði ráðstafað til uppgjörs sanngirnisbóta vegna Hjalteyrarmálsins.

Skilur ekkert í yfirlýsingum um aðhald í ríkisfjármálum
Formaður Miðflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar fjármálaráðherra um aðhald í ríkisfjármálum þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt. Þingmaður Viðreisnar segir lítið nýtt í frumvarpinu.

Helmingshækkun á stuðningi til einkarekinna fjölmiðla
Gert er ráð fyrir helmingshækkun á stuðningi við einkarekna fjölmiðla á milli ára í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024. Útvarpsgjald hækkar um 3,5 prósent á milli ára.

Persónuafsláttur og þrepamörk hækka
Gert er ráð fyrir því í ársbyrjun 2024 að persónuafsláttur hækki um rúmlega fimm þúsund krónur á mánuði og að skattleysismörk hækki um rúmlega 16 þúsund krónur.

Gistináttaskattur á skemmtiferðaskip í fyrsta sinn
Gistináttaskattur sem felldur var niður á tímum heimsfaraldurs verður tekinn aftur upp um áramót. Þá mun hann einnig leggjast á skemmtiferðaskip, í fyrsta sinn. Áætlað er að hann skili 1,5 milljarði króna í þjóðarbúið.

„Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna.

Gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum
Gert er ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum í nýju fjárlagafrumvarpi. Innleitt verður nýtt tekjuöflunarkerfi í tveimur áföngum. Fjármálaráðherra segir ríkið hafa gefið of mikið eftir af heildartekjum vegna rafbíla. Áfram verði hagkvæmara að eiga rafbíl.

Áfengis- og tóbaksgjöld hækka
Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024.