Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Rússneski sendiherrann verði farinn fyrir mánaðamót

Utanríkisráðherra segir enga ástæðu til að halda úti starfsemi sendiráðs í Moskvu þegar samskipti og viðskipti Íslands og Rússlands væru nánast engin og ætlar því að loka sendiráðinu. Það væri einnig hugsað í samhengi við alþjóðlegar aðgerðir til að einangra Rússa vegna innrásar þeirra í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Það birtir alltaf til!

Í dag lauk seinni umræðu vegna fjármálaáætlunar 2024 - 2028. Fjármálaáætlun er verkfæri stjórnvalda til að setja fram skýra stefnu í hagstjórn hins opinbera. Þar er að finna grunngildi hagstjórnarinnar, útfærslu á markmiðum, stefnum og straumum í pólitík.

Skoðun
Fréttamynd

Hvetur önnur ríki til að fara að fordæmi Íslendinga

Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sendi í dag þakkir til Þórdísar Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands. Það gerði hann vegna ákvörðunar Íslendinga að leggja niður starfsemi í sendiráðinu í Rússlandi og krefjast þess að Rússar takmarki umsvif sín hér á landi.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldi mála afgreiddur á lokadegi þings fyrir sumarleyfi

Sautján mál verða að öllum líkindum að lögum frá Alþingi í dag. Umfangsmesta málið er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára, frumvarp dómsmálaráðherra um dvalarleyfi útlendinga og frumvarp sem dregur úr launahækkunum æðstu embættismanna.

Innlent
Fréttamynd

Forsendur gjörbreyttar og tengslin nánast engin

„Staðreyndin er bara sú að forsendur fyrir því að reka starfsemi í Moskvu eru gjörbreyttar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sem hefur ákveðið að leggja niður starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu. Starfsemi rússneska sendiráðisins hér verður takmörkuð og sendiherrann fer heim.

Innlent
Fréttamynd

Loka sendi­ráðinu í Moskvu og tak­marka um­svif Rússa hér­­lendis

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu frá 1. ágúst næstkomandi. Þá hefur sendiherra Rússlands hér á landi verið tjáð að gert sé ráð fyrir að Rússland minnki fyrirsvar sitt þannig að sendiherra stýri ekki lengur sendiráði Rússlands í Reykjavík. Sömuleiðis hefur Rússlandi verið gert að lágmarka starfsemi sendiráðsins á Íslandi til samræmis við þessa ákvörðun.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni boðar ráðherraskipti á allra næstu dögum

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, verði ráðherra á allra næstu dögum. Hann segir ekki óvæntra tíðinda að vænta þegar kemur að ráðherraskiptum.

Innlent
Fréttamynd

Gjald­miðillinn á­samt for­sætis- og fjár­mála­ráð­herra þarf að víkja

Það er löngu tímabært að ábyrgðarlitlir og þaulsætnir þingmenn sem hafa staðið að baki áratuga stjórnleysi og rányrkju þjóðarauðlinda taki pokann sinn. Vitræn fasteignauppbygging getur aldrei þrifist við þá verðbólgu og endalausar smáskammta lagfæringar sem hafa viðgengist áratugum saman vegna fyrirhyggju- og úrræðaleysi stjórnmálamanna.

Skoðun
Fréttamynd

Blessað sé miskunnarleysið á leigumarkaði

Fjölskyldur sem stóðu á brún hyldýpis hið örlagaríka ár 2008 var skipulega ýtt framaf og í frjálst fall til glötunnar á leigumarkaði. Í fallinu baða leigjendur út örmum sínum og fálma eftir börnunum, framtíðinni og voninni, öskra eftir hjálp og leita allra leiða til að draga úr hraðanum því botninn leynist í myrkrinu og hann veit á skjótann dauða. Angistaróp leigjenda hafa verið undirspil fundanna í stjórnarráðinu í einn og hálfan áratug og á einhvern óskiljanlegan hátt hefur það einungis aukið á forherðingu stjórnvalda og skeytingarleysi gagnvart þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Lítill minnihluti á Alþingi stöðvar stuðning við tollfrelsi Úkraínu

Alþingi er á lokametrunum fyrir sumarleyfi þingmanna og voru fjölmörg frumvörp ýmist afgreidd sem lög eða til lokaumræðu á þinginu í dag. Nokkur tími fór hins vegar einnig í umræður um að Alþingi mun ekki framlengja undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu á þessu þingi vegna andstöðu nokkurra þingmanna.

Innlent
Fréttamynd

Utanríkisráðherra segir lítinn sóma af niðurstöðu Alþingis

Utanríkisráðherra segir ekki mikinn sóma af því að Alþingi hafi ekki framlengt niðurfellingu tolla á innflutningi landbúnaðarvöru frá Úkraínu. Þetta hafi verið mikilvægur stuðningur við Úkraínu sem reki efnahagskerfi sitt núna á þrjátíu prósenta afköstum.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankastjóri væntir frekari aðgerða gegn verðbólgu í fjárlögum

Seðlabankastjóri segir aðgerðir stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu jákvæðar. Þær væru eitt skref af mörgum sem taka verði og væntir frekari aðgerða í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Þá hvetur Seðlabankinn lánastofnanir til að nýta aukinn veðrétt heimila eftir mikla hækkun húsnæðisverðs til að breyta skilmálum lána.

Innlent
Fréttamynd

Hastar­leg þing­lok koma þing­mönnum í opna skjöldu

Forseti Alþingis tilkynnti við upphaf þingfundar á mánudag að starfsáætlun þingsins verði felld úr gildi frá og með næsta miðvikudegi eins og samþykkt hefði verið á fundum með forsætisnefnd og formönnum þingflokka. Í gærkvöldi er hins vegar tilkynnt að samið hafi verið um þinglok Alþing­is í gær.

Innlent
Fréttamynd

Dauða­færi ríkis­stjórnarinnar til að lækka vaxta­stig

Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að nýlega hækkaði peningastefnunefnd Seðlabankans stýrivexti enn einu sinni. Var hækkunin ekki bara sú þrettánda í röð heldur einnig sú mesta í fimmtán ár. Staðan er því sú að stýrivextir Seðlabankans eru nú orðnir 8,75%. En hvað gerist næst? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir frekari vaxtahækkanir og stuðla að lækkun vaxta á ný?

Skoðun
Fréttamynd

Á þriðja tug mála af­greidd fyrir helgi

Búið er að komast að samkomulagi um þinglok en í því felst meðal annars að fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verða afgreidd áður en þingi verður frestað á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Segja fátækum hafa fækkað

Fátækum hefur fækkað hér á landi síðustu tvo áratugi og er staðan á íslandi meðal því besta sem þekkist í samanburðarlöndum. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins þar sem einnig segir að staðan góða breyti því ekki að fátækt sé til staðar.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn­völd auki hús­næð­is­vand­ann með breytt­u skatt­kerf­i

Stjórnvöld munu auka á húsnæðisvanda landsmanna með því að lækka endurgreiðsluhlutall vegna vinnu iðnaðarmanna um tæplega helming, að mati Samtaka iðnaðarins. Aðgerðin muni leiða til meiri kostnaðar við byggingu íbúða sem dragi úr framboði. „Samdráttur í framboði mun óhjákvæmilega hafa áhrif á íbúðaverð til hækkunar. Það eru þau áhrif sem við þessar aðstæður munu koma fram í aukinni verðbólgu og hærri vöxtum,“ segja samtökin.

Innherji
Fréttamynd

Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast strax

Íbúasvæði í Kherson í Úkraínu eru á floti eftir að stór stífla brast og þúsundir þurfa að flýja heimili sín. Utanríkisráðherra segir hryllilegar afleiðingar þegar komnar í ljós og ljóst að Rússland Pútíns muni ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað.

Innlent
Fréttamynd

Segja að­gerðir ríkis­stjórnarinnar endur­nýtt efni

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti í dag aðgerðapakka, sem ætlað er að slá á verðbólguna og koma til móts við þá sem farið hafa verst út úr henni. Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka segja fátt nýtt felast í aðgerðapakkanum og segja hann jafnvel endurunnið efni.

Innlent