Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Allt í einu er lögreglan með rafbyssur

Allt í einu hefur lögreglan fengið leyfi til þess að nota rafbyssur. Sama dag og dómsmálaráðherra segist hafa tekið ákvörðun um að gera nauðsynlegar breytingar til þess að láta lögregluna fá rafbyssur segir forsætisráðherra að það þurfi nú að ræða málið í ríkisstjórn og í þinginu.

Skoðun
Fréttamynd

Langvarandi verðbólga eykur líkur á kreppu

Þrálát verðbólga eykur hættu á kreppu að sögn seðlabankastjóra. Mikill hiti sé í hagkerfinu og nauðsynlegt að hægja meðal annars á fjárfestingum fyrirtækja. Vextir verði hækkaðir þar til verðbólga minnki.

Innlent
Fréttamynd

Kjarklaus og verkstola ríkisstjórn

Stýrivaxtahækkun dagsins kom fáum á óvart enda kjarklaus og verkstola ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við völd hér á landi. Stýrivextir eru nú 114 – 188% hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og Seðlabankinn hefur fá önnur ráð í glímunni við óðaverðbólguna en að hækka stýrivexti.

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: Al­þjóða­sam­skipti og þjóðar­öryggi

Örar breytingar á alþjóðavettvangi hafa í för með sér að stjórnvöld þurfa að takast á við samfélagslegar og alþjóðlegar áskoranir á sviði þjóðaröryggis með nýjum áherslum. Hvernig getum við nýtt alþjóðasamstarf til að tryggja öryggi þjóðar á breyttum tímum?

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér

Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Getum ekki beðið eftir neinum öðrum“

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir augljóst að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að stíga stórt skref til þess að ná tökum á verðbólgunni með því að hækka stýrivexti um eitt prósentustig. Hann segir hjálp við það verkefni úr öðrum áttum vel þegna en Seðlabankinn geti ekki beðið eftir að aðrir grípi til aðgerða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samfylkingin fengi 19 þingmenn kjörna

Samfylkingin er stærri en Sjálfstæðisflokkurinn þriðja mánuðinn í röð í könnunum Maskínu fyrir fréttastofuna. Flokkurinn sækir fylgi tiltölulega jafnt til allra aldurshópa en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar meira til eldri kynslóða en þeirra yngri.

Innlent
Fréttamynd

Eyja­menn taka á móti þrjá­tíu flótta­mönnum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Vestmannaeyjum. Samningurinn kveður á um að Vestmannaeyjabær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að þrjátíu flóttamönnum.

Innlent
Fréttamynd

Fjármálaráðherra þurfi að gera meira: „Ásgeir er með þriðju vaktina“

Þingmaður Viðreisnar segir seðlabankastjóra sinna þriðju vaktinni í sambandi með fjármálaráðherra, sé litið til verkskiptingar á heimilinu. Ráðherrann þurfi að gera meira en að treysta bara á Seðlabankann og sýna aðhald í ríkisfjármálum. Viðskiptaráðherra segir alla í ríkisstjórn sammála um að ná þurfi verðbólgu, og ekki síður verðbólguvæntingum, niður sem fyrst þar sem ýmsar aðgerðir koma til greina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Guð­laugur Þór telur sig van­hæfan og stígur til hliðar

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun víkja sæti þegar fjallað verður um kæru dótturfélags bandarísks loftlagsfyrirtækis á hendur Umhverfisstofnun innan ráðuneytisins. Bjarni Benediktsson mun hlaupa í skarðið fyrir hann.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar stefnur kynntar og ný stjórn kjörin í dag

Landsfundur Vinstri grænna fer nú fram á Akureyri í skugga úrsagna á fjórða tug félagsmanna og voru líflegar umræður í gærkvöldi. Bæjarfulltrúi á Akureyri segir landsfundargesti virða ólíkar skoðanir en enn sé fólk í flokknum sem sé ósátt. Ný orkustefna og stefna um málefni fatlaðra voru kynntar í hádeginu og ný stjórn verður kjörin síðar í dag. 

Innlent
Fréttamynd

„Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórn­málum“

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Teitur Björn mun taka sæti Haraldar: „Nokkuð ó­vænt“

Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, mun taka sæti Haraldar Benediktssonar á Alþingi eftir að sá síðarnefndi tekur við stöðu bæjarstjóra Akraness á næstu vikum. Teitur Björn segist spenntur fyrir verkefninu.

Innlent
Fréttamynd

Leyndó í beinni út­sendingu

Nýjustu vendingar í málefnum Lindarhvols eru sennilega þær furðulegustu hingað til. Hjá ríkisstjórnarflokkunum hefur farið gríðarleg orka í að koma í veg fyrir að almenningur fái að sjá greinargerð sem einn ríkisendurskoðandi vann um Lindarhvol, en hún stangast í veigamiklum atriðum á við skýrslu sem annar ríkisendurskoðandi gerði um sama mál.

Skoðun
Fréttamynd

Elva Hrönn hættir í VG

Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“

Innlent
Fréttamynd

„Meiri­háttar trúnaðar­brestur“ innan ríkis­stjórnarinnar

Umboðsmaður Alþingis mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur. Annar varaformaður nefndarinnar segir að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Mos­fells­bær tekur á móti átta­tíu flótta­mönnum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu í morgun samning um samræmda móttöku flóttafólks í Mosfellsbæ. Samningurinn kveður á um að Mosfellsbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að áttatíu flóttamönnum.

Innlent
Fréttamynd

Orku­leysi og kyrr­staða

Þegar ég hóf afskipti af stjórnmálum ung var slagorðið í mínu fyrsta prófkjöri “Öll mál eru fjölskyldumál”. Mér þykir þessi orð enn ná nokkuð vel utan um hvernig ég nálgast pólitík, þó svo að síðan séu liðin mörg ár. Því þegar vel er að gáð þá liggja flestir þræðir sem viðkoma pólitík með einum eða öðrum hætti til fjölskyldunnar - í eins víðri túlkun og hugsast getur. 

Skoðun