Valur

Fréttamynd

Menn fái sér páska­egg númer tvö en ekki tíu

Valur getur með sigri gegn Steaua Búkarest, á laugar­daginn kemur, tryggt sér sæti í undan­úr­slitum Evrópu­bikarsins í hand­bolta. Stór­leikur sem fram fer í N1-höllinni að Hlíðar­enda. Óskar Bjarni, þjálfari Vals, segir undir­búning sinna manna með hefð­bundnum hætti fyrir leik. Hann tekur ekki fyrir páska­eggja át sinna manna en segir það betra ef þeir fari í páska­egg númer tvö frekar en tíu.

Handbolti
Fréttamynd

„Erum bara á flottum stað miðað við árs­tíma“

Pétur Pétursson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara í fótbolta kvenna, Vals, var að vonum sáttur við þægilegan 4-0 sigur liðsins gegn Stjörnunni í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í fótbolta en liðin mættust í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í fótbolta á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Það breytti al­veg planinu“

Útilokun Gylfa Þórs Sigurðssonar frá yfirstandandi landsliðsverkefni hafði mikið að segja um samning hans við Val. Hann er spenntur fyrir komandi leiktíð í Bestu deildinni sem fer senn að bresta á.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vals­menn unnu eins marks sigur í Rúmeníu

Evrópuævintýri Valsmanna heldur áfram en liðið mætti Steaua Búkrarest í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í Búkarest og hafði að lokum eins marks sigur, 35-36.

Handbolti
Fréttamynd

Finnur Freyr: Fengum á baukinn í kvöld

Toppið Vals í Subway deild karla í körfubolta mátti þola sitt fyrsta tap síðan í október síðastliðnum þegar Grindvíkingar tóku þá í karphúsið í kvöld í Smáranum. Leikar enduðu 98-67 og sáu Valsarar aldrei til sólar. Þjálfari Vals Finnur Freyr Stefánsson var að öllum líkindum búinn að jafna sig á reiðinni þegar hann hitti blaðamann eftir leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Um­fjöllun, myndir og við­töl: Grinda­vík - Valur 98-67 | Grind­víkingar rassskelltu toppliðið

Grindvíkingar stöðvuðu ellefu leikja sigurgöngu Valsmanna með sannfærandi 31 stigs sigur á toppliðinu í Smáranum í kvöld, 98-67. Fyrir vikið eru sjóðheitir Grindvíkingar búnir að vinna tíu leiki í röð í Subway deild karla í körfubolta. Grindavík tók ekki aðeins bæði stigin í boði heldur vann liðið einnig upp þrettán stiga tap á móti Val í fyrri leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Kröfurnar um titil minnki klár­­lega ekki með inn­komu Gylfa

Arnar Grétars­son, þjálfari Vals, er þakk­látur fólkinu í knatt­spyrnu­deild fé­lagsins fyrir að hafa landað Gylfa Þór Sigurðs­syni sem skrifaði undir tveggja ára samning í gær. Gylfi sé á á­kveðinni per­sónu­legri veg­ferð, vilji á sama tíma vinna titla með Val og segir Arnar að kröfurnar um að hann fari að skila inn titlum sem þjálfari liðsins minnki klár­lega ekki með inn­komu Gylfa Þórs.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Það sem maður er spenntastur fyrir en á sama tíma óttast hvað mest“

Fé­lags­skipti Gylfa Þórs Sigurðs­sonar eru klár­lega stærstu fé­lags­skiptin í sögu ís­lenska boltans að mati Baldurs Sigurðs­sonar, sér­fræðings Stöðvar 2 Sport um Bestu deildina. Lyfti­stöng fyrir fé­lagið og ís­lenska boltann í heild sinni. Hvaða Gylfa Þór erum við að fara sjá inn á vellinum? Og hversu mikið fáum við að sjá til hans? 

Íslenski boltinn