Fram

Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina
Valsmenn komust upp í annað sæti Olís deildar karla í handbolta eftir öruggan sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Fram.

Myndasyrpa frá fögnuði Fram
Fram varð á laugardag bikarmeistari karlaí handbolta. Anton Brink ljósmyndari Vísis var á staðnum og myndaði fögnuðinn.

Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali
Karen Knútsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik á ferlinum. Hún tilkynnti þetta eftir leik Fram og Hauka í úrslitum Powerade bikars kvenna í gær.


„Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“
Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar hefði viljað nýta meðbyrinn sem félagið var með um miðjan seinni hálfleikinn betur en Stjarnan tapaði 31-25 fyrir Fram í úrslitum Powerade-bikarsins í dag.

„Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“
Einar Jónsson sagði mikla og góða uppbyggingu hafa átt sér stað hjá Fram síðustu árin. Að uppskera bikartitil væri stórkostlegt. Hann hrósaði félaginu í heild í hástert í viðtali við Vísi eftir leik.

„Ég er bara klökkur“
Rúnar Kárason var eitt sólskinsbros eftir sigur Framara á Stjörunni í úrslitum Powerade-bikarsins í handknattleik. Hann sagði frábært að sjá góða niðurstöðu eftir mikla vinnu hjá félaginu.

Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari
Fram er bikarmeistari karla í handbolta árið 2025. Þeir lögðu Stjörnuna að velli 31-25 í spennandi úrslitaleik að Ásvöllum. Þetta er annar bikartitill Framara og sá fyrsti síðan árið 2000.

Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár
Haukar urðu í dag bikarmeistarar kvenna í handbolta eftir fimm marka sigur á Fram, 20-25, í úrslitaleik á Ásvöllum. Haukar hófu leikinn af miklum krafti og unnu sér upp forystu í fyrri hálfleik sem þær létu ekki af hendi í þeim seinni.

Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni
Óhætt er að segja að Fram hafi gengið brösuglega í bikarúrslitum karla í handbolta. Framarar hafa tapað ellefu af tólf bikarúrslitaleikjum sem þeir hafa komist í.

„Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann”
Framarar sigruðu Val í spennuþrungnum undanúrslitaleik á Ásvöllum í kvöld og leika til úrslita í Powerade-bikarkeppni kvenna í handbolta á laugardaginn.

Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit
Fram gerði sér lítið fyrir og sigraði Val með tveimur mörkum í undanúrslitum Powerade-bikarkeppni kvenna í handbolta. Síðustu mínútur leiksins voru spennuþrungnar en Framarar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og sigruðu 22-20.

„Litla höggið í sjálfstraustið“
„Það er mikil tilhlökkun í hópnum og spenna fyrir þessum leik. Það er svolítið síðan við vorum þarna síðast svo það er auka spenna í loftinu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, sem mætir Val í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna að Ásvöllum klukkan 18:00 í kvöld.

Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga
29. maí 2022 urðu Framkonur Íslandsmeistarar í handbolta kvenna eftir sigur í fjórða leik á móti Val. Þær unnu titilinn á heimavelli Vals og lyftu Íslandsbikarnum fyrir framan Valskonur. Nú eru næstum því 33 mánuðir liðnir og Fram hefur enn ekki unnið Valsliðið aftur.

Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit
Einar Jónsson og lærisveinar hans í Fram eru komnir í bikarúrslitaleikinn eftir sigur í svakalegum undanúrslitaleik á móti Aftureldingu á Ásvöllum í gær.

Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu
Fram vann þriggja marka sigur gegn Aftureldingu 36-33. Leikurinn fór alla leið í framlengingu þar sem Framarar höfðu betur og mæta Stjörnunni í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn. Uppgjör og viðtöl væntanleg.

„Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“
Fram vann þriggja marka sigur gegn Aftureldingu 36-33 eftir framlengingu. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var afar ánægður með sigurinn og var spenntur að mæta Stjörnunni í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn.

Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár
Undanúrslit Poweradebikars karla í handbolta fara fram á Ásvöllum í kvöld en þar berjast fjögur lið um sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Eitt af þeim er lið ÍBV en Eyjamenn eru erfiðir við að eiga þegar sjálfur bikarúrslitaleikurinn er í augsýn.

Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum
Lið Þór/KA vann í dag öruggan sigur á Fram þegar liðin mættust í A-deild Lengjubikars kvenna í Boganum.

Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn
Framkonur voru nálægt því að kasta frá sér sigrinum gegn Selfossi í Olís-deild kvenna í handbolta í dag en lokatölur urðu 30-29 eftir að Fram hafði verið 17-11 yfir í hálfleik.

Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni
Afturelding vann 6-3 sigur á FH í Lengjubikar karla í fótbolta í kvöld en nýliðarnir komust í 6-0 í leiknum.

Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri
Framarar eru komnir á toppinn í Olís deild karla í handbolta eftir sigur á KA fyrir norðan. Afturelding og Stjarnan unnu líka leiki sína í kvöld.

Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum
Framkonur fylgja efstu liðunum áfram eftir í Olís deild kvenna en Grafarholtsliðið vann tveggja marka heimasigur á Stjörnunni í kvöld.

Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum
Það tók ekki langan tíma fyrir Fram að losna af lista FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, yfir félög í félagaskiptabanni. Grótta er hins vegar enn í banni.

„Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“
Einar Jónsson, þjálfari Fram, var kampakátur í leikslok eftir ótrúlega endurkomu Fram er liðið sigraði Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í dag. Á tímapunkti í leiknum hafði hann litla sem enga trú á að liðið gæti snúið blaðinu við.

Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin
Lið Hauka og Fram áttu ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade bikars kvenna í handbolta í kvöld. Grótta var síðan fjórða liðið til að komast þangað.

Framarar lausir við Frambanann
HK hefur tryggt sér þjónustu Þorsteins Arons Antonssonar næsta sumar en hann var á láni hjá félaginu í Bestu deildinni síðasta sumar.

Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum
Nýliðar Fram í Bestu deild kvenna eru að styrkja liðið sitt fyrir fyrsta tímabilið í efstu deild síðan 1988. Nýjasti leikmaðurinn kemur frá FH og er boðin velkomin í Dal draumanna á miðlum Fram.

Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks
Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks þegar liðin hófu leik í Lengjubikar karla í knattspyrnu. Lokatölur í Fífunni í Kópavogi 1-3.

FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita
FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur sett bæði Fram og Gróttu í félagaskiptabann í að hámarki næstu þrjá félagaskiptaglugga. Félögin og KSÍ furða sig á samskiptaleysi af hálfu FIFA en ekki mun vera um alvarleg brot að ræða og talið auðleyst að losa félögin úr banni.