Besta deild karla

Fréttamynd

Dagskráin í dag: Bestu mörk Atla, Halldórs og Ingimundar

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Sport
Fréttamynd

„Hvað var planið hjá Gústa í fyrra?“

Fjölmiðlamaðurinn Þorkell Máni Pétursson spyr sig hvaða markmið Ágúst Gylfason hafi verið með hjá Breiðabliki í fyrra og hver leikstíll liðsins hafi verið. Breiðablik var eitt þeirra liða sem var rætt í Sportinu í kvöld þar sem Rikki G fékk þá Atla Viðar Björnsson og Þorkel Mána í heimsókn.

Fótbolti
Fréttamynd

„Neita að trúa því að Óskar Hrafn fái fríspil“

Markahrókurinn Atli Viðar Björnsson neitar að trúa því að Óskar Hrafn Þorvaldsson fari pressulaus inn í tímabilið sem þjálfari Blika en Óskar Hrafn tók við af Ágústi Gylfasyni í vetur sem hafði lent í 2. sæti síðustu tvö tímabil.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir Guardiola B-hliðina af Bielsa

Þorkell Máni Pétursson, fjölmiðlamaður og mikill stuðningsmaður Leeds, sagði í Sportinu í kvöld að Pep Guardiola væri einfaldlega bara B-hliðin af stjóra Leeds, hinum áhugaverða Marcelo Bielsa.

Fótbolti
Fréttamynd

Vonast til þess að heila­starf­semi móta­stjóra KSÍ verði rann­sökuð er hann hættir: „Ó­trú­legt verk“

Þorkell Máni Pétursson, fjölmiðlamaður, vonast eftir því að heilastarfsemi Birkis Sveinssonar, mótastjóra KSÍ, verði rannsakað er hann hættir en Birkir tilkynnti í gær drög að Íslandsmótinu 2020. Spilaðir verða tæplega fimm þúsund leikir á vegum KSÍ í sumar og hefur því verið nóg að gera hjá Birki undanfarnar vikur.

Fótbolti