Fótbolti

Fréttamynd

„Mjög gott lið og þetta verður svakalegur leikur“

„Hér eru leikmenn framtíðarinnar að spila, úrslitaleik á heimavelli. Þetta eru efnilegir strákar sem að munu spila góða rullu fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni. Það er tími til að koma hingað [í dag] og horfa á tvö góð lið og flotta leikmenn spila fótbolta.“

Fótbolti
Fréttamynd

„Erum með íslensku þjóðina á bakvið okkur hérna“

„Við erum með mjög gott lið og höfum fulla trú á okkur sjálfum. Við vitum hvað við getum gert sem lið, keyrum á þá og gerum okkar allra besta til að ná í úrslit,“ segir framherjinn ungi Orri Óskarsson fyrir einvígið við Tékkland sem hefst í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Markvörður inn fyrir meiddan varnarmann

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á sínum hópi nú þegar rúmur sólarhringur er í leikinn mikilvæga við Tékkland á Víkingsvelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Svava Rós á skotskónum en Rosengård í kjör­stöðu

Íslendingalið Brann og Rosengård gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði mark Brann en Guðrún Arnarsdóttir stóð vaktina í vörn gestanna. Þá var Selma Sól Magnúsdóttir í byrjunarliði Rosenborg sem fékk Real Madríd í heimsókn.

Fótbolti
Fréttamynd

Í bann fyrir rasisma á Ólafsfirði

Ivan Jelic, markvörður Reynis Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm leikja bann eftir ljót ummæli sem hann lét falla í garð andstæðings í 8-3 tapinu gegn KF í 2. deildinni í fótbolta fyrr í þessum mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara og stöllur þurfa sigur á heimavelli

Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Juventus þurfa á sigri að halda á heimavelli í síðari viðureign liðsins gegn HB Køge í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að liðin gerðu 1-1 jafntefli í Danmörku í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hvernig brýtur maður hnéskel?“

Franska blaðið Le Parisien hefur birt hálfótrúlegar upplýsingar úr lögregluskýrslu sem renna stoðum undir það að knattspyrnukonan Aminata Diallo hafi skipulagt árásina á liðsfélaga sinn í PSG, Kheiru Hamraoui, til að losna við samkeppni um stöðu í liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þróttur 2-0 | Stjarnan heldur áfram að setja pressu á Breiðablik

Stjarnan vann afar mikilvægan sigur á Þrótti 2-0. Betsy Hasett kom Stjörnunni yfir með afar laglegu marki í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fékk Stjarnan víti og Gyða Kristín bætti við örðu marki Stjörnunnar og þar við sat.Stjarnan heldur þriðja sætinu og er aðeins tveimur stigum frá Breiðabliki sem er í öðru sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Nökkvi Þeyr kom að flestum mörkum | Schram komið í veg fyrir flest mörk

Nökkvi Þeyr Þórisson kom að flestum mörkum í Bestu deild karla í fótbolta á leiktíðinni. Þar á eftir koma Ísak Snær Þorvaldsson og Guðmundur Magnússon. Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað hálft tímabilið þá er Frederik Schram sá markvörður sem hefur komið í veg fyrir flest mörk af markvörðum deildarinnar.

Fótbolti