Fótbolti Gunnar og Kaj Leo í landsliðshópi Færeyja Gunnar Nielsen, markvörður FH, og Kaj Leo í Bartalsstovu, vængmaður Íslandsmeistara Vals, hafa verið valdir í færeyska landsliðið sem mun spila þrjá leiki í undankeppni HM 2022 í upphafi næsta mánaðar. Fótbolti 23.8.2021 15:01 Erlingur fann fyrir óþægindum og var tekinn af velli Erlingur Agnarsson, leikmaður Víkings, var tekinn af velli í fyrri hálfleik á 2-1 sigri á Íslandsmeisturum Vals í gær. Erlingur og Haukur Páll Sigurðsson skullu saman með þeim afleiðingum að Erlingur þurfti að yfirgefa völlinn snemma leiks. Íslenski boltinn 23.8.2021 13:00 Um ótrúlega björgun Sölva Geirs: Talandi um að vera stríðsmaður og fórna sér fyrir málstaðinn Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkinga, var óvænt í stöðu hægri bakvarðar í stórleik Víkings og Vals í Pepsi Max deild karla. Þessi 37 ára gamli leysti það verkefni óaðfinnanlega að mati Reynis Leóssonar, sérfræðings Pepsi Max Stúkunnar. Íslenski boltinn 23.8.2021 09:45 Landsliðsfyrirliðinn með veiruna Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, er með kórónuveiruna. Stutt er í næstu leiki landsliðsins sem verða í undankeppni HM 2022. Óvíst er hvort þetta hafi áhrif á komandi verkefni. Fótbolti 23.8.2021 09:20 Stoltur og „ligeglad“ Ísak Óli spenntur fyrir framhaldinu þrátt fyrir undarlegar fyrstu vikur hjá Esbjerg Ísak Óli Ólafsson, miðvörður danska knattspyrnuliðsins Esbjerg, hefur staðið í ströngu í ár. Hann hóf það í frystinum hjá SønderjyskE, fór á EM U-21 árs landsliða, lék sinn fyrsta A-landsleik, spilaði með uppeldisfélaginu Keflavík, fór til Esbjerg og nokkrum vikum síðar sagði þjálfarinn upp sem sótti hann til félagsins. Fótbolti 23.8.2021 09:00 Sjáðu mörkin er Víkingur jafnaði Val að stigum á toppi deildarinnar Víkingur lagði Íslandsmeistara Val 2-1 í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Valsarar voru heppnir að tapa með aðeins einu marki og halda í toppsætið sem stendur þökk sé markatölu. Hér að neðan má sjá mörkin þrjú sem skoruð voru. Íslenski boltinn 23.8.2021 08:01 Manchester United jafnaði útivallarmet Arsenal um helgina Manchester United gerði 1-1 jafntefli við Southampton á St. Mary´s-vellinum um helgina er liðin mættust í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Með því jafnaði liðið met Arsenal yfir flesta leiki í röð á útivelli án þess að bíða ósigurs. Enski boltinn 23.8.2021 07:30 Leik Nice og Marseille frestað eftir að Payet kastaði flösku upp í stúku Það var allt á suðupunkti þegar að Nice tók á móti Marseille í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Hætta þurfti leik þegar að stuðningsmenn ruddust inn á völlinn eftir að Dimitri Payet, leikmaður Marseille, fékk flösku í bakið og kastaði henni aftur upp í stúku. Fótbolti 23.8.2021 07:01 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Valur 2-1 | Víkingar frábærir er þeir jöfnuðu Valsmenn að stigum á topp deildarinnar Víkingur átti einn besta hálfleik sem sést hefur til að vinna Valsmenn á heimavelli fyrr í kvöld 2-1. Kwame Quee og Viktor Örlygur Arnarson sáu um að skora en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik sem var algjörlega í eign hiemamanna sem létu Valsmenn líta mjög illa út. Leikurinn jafnaðist í seinni hálfleik en Víkingur var heilt yfir betra liðið og unnu leikinn verðskuldað. Íslenski boltinn 22.8.2021 18:51 Vinicius Junior bjargaði stigi fyrir Madrídinga í sex marka leik Real Madrid heimsótti Levante í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Fimm mörk voru skoruð og eitt rautt spjald fór á loft í seinni hálfleik þegar að liðin skildu jöfn 3-3. Fótbolti 22.8.2021 19:31 Spánarmeistarar Atlético byrja á sigri Angel Correa sá til þess að Spánarmeistarar Atlético Madrid hófu tímabilið á sigri er liðið mætti Elche í fyrstu umferð La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar. Lokatölur 1-0, einkar óvænt eða hitt þó heldur. Fótbolti 22.8.2021 17:01 Juventus kastaði frá sér tveggja marka forskoti Juventus tapaði niður tveggja marka forskoti þegar að liðið gerði 2-2 jafntefli á útivelli gegn Udinese í fyrstu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í dag. Fótbolti 22.8.2021 16:00 Lukaku enduropnaði markareikning sinn á Englandi Chelsea vann góðan 2-0 sigur gegn Arsenal í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. Chelsea hefur því unnið báða leiki sína í upphafi tímabils, á meðan að Arsenal er enn í leit að sínum fyrstu stigum. Enski boltinn 22.8.2021 15:00 Greenwood bjargaði stigi fyrir United Southampton og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli er þau mættust í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á St. Mary's á suðurströnd Englands í dag. Mark Masons Greenwood bjargaði stigi fyrir United. Enski boltinn 22.8.2021 12:31 Memphis skoraði sitt fyrsta mark og bjargaði stigi fyrir Barcelona Barcelona heimsótti Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Memphis Depay skoraði sitt fyrsta mark fyrir Barcelona í 1-1 jafntefli. Fótbolti 21.8.2021 19:30 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KA 2-0 | Blikar einu stigi frá toppnum Breiðablik og KA mættust í virkilega mikilvægum leik í toppslag Pepsi Max deildar karla í kvöld. Lokatölur 2-0 sigur Blika og Kópavogsstrákarnir eru nú aðeins einu stigi á eftir toppliði Vals. Íslenski boltinn 21.8.2021 17:15 Í beinni: Inter - Genoa | Mikið breytt lið Ítalíumeistaranna mætir til leiks Það hefur mikið gengið á hjá Ítalíumeisturum Inter í sumar og fjöldi leikmanna yfirgefið félagið. Það verður því spennandi að sjá hvernig liðið kemur til leiks í fyrsta leik Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, í dag er Genoa kemur í heimsókn. Fótbolti 21.8.2021 16:00 Grealish komst á blað í stórsigri City Englandsmeistarar Manchester City eru komnir á sigurbraut eftir 5-0 heimasigur á nýliðum Norwich City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Jack Grealish skoraði sitt fyrsta mark fyrir City eftir skiptin frá Aston Villa í sumar. Enski boltinn 21.8.2021 13:31 Jota og Mané á skotskónum í sigri á Burnley Liverpool vann 2-0 sigur á Burnley er liðin mættust í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á Anfield í dag. Sigur liðsins var síst of stór. Enski boltinn 21.8.2021 11:00 Tveir Íslendingaslagir í Meistaradeild Evrópu um helgina og Blikar í beinni Tveir Íslendingaslagir verða í forkeppni Meistaradeild Evrópu á morgun, laugardag. Einnig er Breiðablik í baráttunni um að komast áfram í keppninni. Fótbolti 20.8.2021 17:01 Reglur um fjárhagslega háttvísi á bak og burt svo moldríkir eigendur geti eytt eins og þeim sýnist Reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi (FFP) eru á leiðinni í grunna gröf. Unnið er að nýju regluverki til að passa upp á eyðslu knattspyrnuliða í Evrópu. Félögin sem voru á bakvið hugmyndina að svokallaðri ofurdeild munu vinna saman að nýju regluverki. Fótbolti 20.8.2021 16:00 Valskonur koma brosandi heim eftir góðan sigur á Zürich Valskonur tryggðu sér þriðja sætið í sínum riðli í undankeppni Meistaradeildarinnar með 3-1 sigri á heimakonum í Zürich í dag. Fótbolti 20.8.2021 13:53 Með skaddað liðband og óvíst með þátttöku hans í komandi landsleikjum Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er með sködduð liðbönd í ökkla og verður að öllum líkindum ekki með íslenska landsliðinu er það spilar þrjá leiki í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í byrjun septembermánaðar. Fótbolti 20.8.2021 13:32 Ásakaðir um að hafa slegið og sparkað í unga svarta leikmenn Chelsea á tíunda áratugnum The Athletic hefur undir höndum dómsskjöl sem sýna fram á skelfilegt kynþáttaníð sem ungir svartir leikmenn enska knattspyrnufélagsins Chelsea urðu fyrir á tíunda áratug síðustu aldar. Gerendurnir eru þjálfari leikmannanna sem og yfirmaður unglingastarfs félagsins. Enski boltinn 20.8.2021 10:31 Afganskur fótboltamaður lést eftir fall úr flugvél Bandaríkjahers Afganski unglinglandsliðsmaðurinn Zaki Anwari lést á mánudaginn eftir að hafa fall úr flugvél sem var á leiðinni í burtu frá Kabul flugvellinum í Afganistan. Fótbolti 20.8.2021 07:30 Segir tíma sinn hjá Esbjerg lyginni líkastan og að þjálfarateymið hafi ekki gert neitt rangt Fyrrum styrktarþjálfari Íslendingaliðs Esbjerg segir tíma sinn hjá félaginu vera lyginni líkastan. Hann telur leikmenn hafa snúist gegn Peter Hyballa, þáverandi þjálfara, vegna eigin hagsmuna og ekkert til í ásökunum þeirra. Fótbolti 19.8.2021 17:00 Rifti samningi sínum við Roma og samdi við erkifjendurna í Lazio Spánverjinn Pedro er genginn í raðir ítalska knattspyrnufélagsins Lazio. Það sem vekur athygli við þessi félagaskipti er að Pedro lék með Roma á síðustu leiktíð en hefur nú skipt um félag í Rómarborg, eitthvað sem fáir hafa gert í gegnum tíðina. Fótbolti 19.8.2021 16:31 Klopp biður stuðningsfólk Liverpool um að hætta níðsöngvum um samkynhneigð Jurgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnuliðsins Liverpool, hefur beðið stuðningsfólk félagsins um að hætta öllum hómófóbískum söngvum. Slíkir söngvum var beint að Billy Gilmour, leikmanni Norwich City, í leik liðanna um liðna helgi. Enski boltinn 19.8.2021 15:01 Lewandowski vill nýja áskorun og ætlar að yfirgefa Bayern Framherjinn Robert Lewandowski hefur gefið það út að hann sé í leit að nýrri áskorun og vilji því yfirgefa herbúðir Þýskalandsmeistara Bayern München. Þýska félagið er talið vilja fá rúmlega 100 milljónir punda fyrir þennan magnaða leikmann. Fótbolti 19.8.2021 08:14 Arnór Ingvi rekinn af velli á Gillette Stadium í nótt New England Revolution tókst að landa sigri í MLS-deildinni þrátt fyrir að vera manni færri í átján mínútur. Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason hafði fengið sitt annað gula spjald. Fótbolti 19.8.2021 07:31 « ‹ 250 251 252 253 254 255 256 257 258 … 334 ›
Gunnar og Kaj Leo í landsliðshópi Færeyja Gunnar Nielsen, markvörður FH, og Kaj Leo í Bartalsstovu, vængmaður Íslandsmeistara Vals, hafa verið valdir í færeyska landsliðið sem mun spila þrjá leiki í undankeppni HM 2022 í upphafi næsta mánaðar. Fótbolti 23.8.2021 15:01
Erlingur fann fyrir óþægindum og var tekinn af velli Erlingur Agnarsson, leikmaður Víkings, var tekinn af velli í fyrri hálfleik á 2-1 sigri á Íslandsmeisturum Vals í gær. Erlingur og Haukur Páll Sigurðsson skullu saman með þeim afleiðingum að Erlingur þurfti að yfirgefa völlinn snemma leiks. Íslenski boltinn 23.8.2021 13:00
Um ótrúlega björgun Sölva Geirs: Talandi um að vera stríðsmaður og fórna sér fyrir málstaðinn Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkinga, var óvænt í stöðu hægri bakvarðar í stórleik Víkings og Vals í Pepsi Max deild karla. Þessi 37 ára gamli leysti það verkefni óaðfinnanlega að mati Reynis Leóssonar, sérfræðings Pepsi Max Stúkunnar. Íslenski boltinn 23.8.2021 09:45
Landsliðsfyrirliðinn með veiruna Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, er með kórónuveiruna. Stutt er í næstu leiki landsliðsins sem verða í undankeppni HM 2022. Óvíst er hvort þetta hafi áhrif á komandi verkefni. Fótbolti 23.8.2021 09:20
Stoltur og „ligeglad“ Ísak Óli spenntur fyrir framhaldinu þrátt fyrir undarlegar fyrstu vikur hjá Esbjerg Ísak Óli Ólafsson, miðvörður danska knattspyrnuliðsins Esbjerg, hefur staðið í ströngu í ár. Hann hóf það í frystinum hjá SønderjyskE, fór á EM U-21 árs landsliða, lék sinn fyrsta A-landsleik, spilaði með uppeldisfélaginu Keflavík, fór til Esbjerg og nokkrum vikum síðar sagði þjálfarinn upp sem sótti hann til félagsins. Fótbolti 23.8.2021 09:00
Sjáðu mörkin er Víkingur jafnaði Val að stigum á toppi deildarinnar Víkingur lagði Íslandsmeistara Val 2-1 í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Valsarar voru heppnir að tapa með aðeins einu marki og halda í toppsætið sem stendur þökk sé markatölu. Hér að neðan má sjá mörkin þrjú sem skoruð voru. Íslenski boltinn 23.8.2021 08:01
Manchester United jafnaði útivallarmet Arsenal um helgina Manchester United gerði 1-1 jafntefli við Southampton á St. Mary´s-vellinum um helgina er liðin mættust í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Með því jafnaði liðið met Arsenal yfir flesta leiki í röð á útivelli án þess að bíða ósigurs. Enski boltinn 23.8.2021 07:30
Leik Nice og Marseille frestað eftir að Payet kastaði flösku upp í stúku Það var allt á suðupunkti þegar að Nice tók á móti Marseille í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Hætta þurfti leik þegar að stuðningsmenn ruddust inn á völlinn eftir að Dimitri Payet, leikmaður Marseille, fékk flösku í bakið og kastaði henni aftur upp í stúku. Fótbolti 23.8.2021 07:01
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Valur 2-1 | Víkingar frábærir er þeir jöfnuðu Valsmenn að stigum á topp deildarinnar Víkingur átti einn besta hálfleik sem sést hefur til að vinna Valsmenn á heimavelli fyrr í kvöld 2-1. Kwame Quee og Viktor Örlygur Arnarson sáu um að skora en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik sem var algjörlega í eign hiemamanna sem létu Valsmenn líta mjög illa út. Leikurinn jafnaðist í seinni hálfleik en Víkingur var heilt yfir betra liðið og unnu leikinn verðskuldað. Íslenski boltinn 22.8.2021 18:51
Vinicius Junior bjargaði stigi fyrir Madrídinga í sex marka leik Real Madrid heimsótti Levante í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Fimm mörk voru skoruð og eitt rautt spjald fór á loft í seinni hálfleik þegar að liðin skildu jöfn 3-3. Fótbolti 22.8.2021 19:31
Spánarmeistarar Atlético byrja á sigri Angel Correa sá til þess að Spánarmeistarar Atlético Madrid hófu tímabilið á sigri er liðið mætti Elche í fyrstu umferð La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar. Lokatölur 1-0, einkar óvænt eða hitt þó heldur. Fótbolti 22.8.2021 17:01
Juventus kastaði frá sér tveggja marka forskoti Juventus tapaði niður tveggja marka forskoti þegar að liðið gerði 2-2 jafntefli á útivelli gegn Udinese í fyrstu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í dag. Fótbolti 22.8.2021 16:00
Lukaku enduropnaði markareikning sinn á Englandi Chelsea vann góðan 2-0 sigur gegn Arsenal í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. Chelsea hefur því unnið báða leiki sína í upphafi tímabils, á meðan að Arsenal er enn í leit að sínum fyrstu stigum. Enski boltinn 22.8.2021 15:00
Greenwood bjargaði stigi fyrir United Southampton og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli er þau mættust í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á St. Mary's á suðurströnd Englands í dag. Mark Masons Greenwood bjargaði stigi fyrir United. Enski boltinn 22.8.2021 12:31
Memphis skoraði sitt fyrsta mark og bjargaði stigi fyrir Barcelona Barcelona heimsótti Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Memphis Depay skoraði sitt fyrsta mark fyrir Barcelona í 1-1 jafntefli. Fótbolti 21.8.2021 19:30
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KA 2-0 | Blikar einu stigi frá toppnum Breiðablik og KA mættust í virkilega mikilvægum leik í toppslag Pepsi Max deildar karla í kvöld. Lokatölur 2-0 sigur Blika og Kópavogsstrákarnir eru nú aðeins einu stigi á eftir toppliði Vals. Íslenski boltinn 21.8.2021 17:15
Í beinni: Inter - Genoa | Mikið breytt lið Ítalíumeistaranna mætir til leiks Það hefur mikið gengið á hjá Ítalíumeisturum Inter í sumar og fjöldi leikmanna yfirgefið félagið. Það verður því spennandi að sjá hvernig liðið kemur til leiks í fyrsta leik Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, í dag er Genoa kemur í heimsókn. Fótbolti 21.8.2021 16:00
Grealish komst á blað í stórsigri City Englandsmeistarar Manchester City eru komnir á sigurbraut eftir 5-0 heimasigur á nýliðum Norwich City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Jack Grealish skoraði sitt fyrsta mark fyrir City eftir skiptin frá Aston Villa í sumar. Enski boltinn 21.8.2021 13:31
Jota og Mané á skotskónum í sigri á Burnley Liverpool vann 2-0 sigur á Burnley er liðin mættust í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á Anfield í dag. Sigur liðsins var síst of stór. Enski boltinn 21.8.2021 11:00
Tveir Íslendingaslagir í Meistaradeild Evrópu um helgina og Blikar í beinni Tveir Íslendingaslagir verða í forkeppni Meistaradeild Evrópu á morgun, laugardag. Einnig er Breiðablik í baráttunni um að komast áfram í keppninni. Fótbolti 20.8.2021 17:01
Reglur um fjárhagslega háttvísi á bak og burt svo moldríkir eigendur geti eytt eins og þeim sýnist Reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi (FFP) eru á leiðinni í grunna gröf. Unnið er að nýju regluverki til að passa upp á eyðslu knattspyrnuliða í Evrópu. Félögin sem voru á bakvið hugmyndina að svokallaðri ofurdeild munu vinna saman að nýju regluverki. Fótbolti 20.8.2021 16:00
Valskonur koma brosandi heim eftir góðan sigur á Zürich Valskonur tryggðu sér þriðja sætið í sínum riðli í undankeppni Meistaradeildarinnar með 3-1 sigri á heimakonum í Zürich í dag. Fótbolti 20.8.2021 13:53
Með skaddað liðband og óvíst með þátttöku hans í komandi landsleikjum Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er með sködduð liðbönd í ökkla og verður að öllum líkindum ekki með íslenska landsliðinu er það spilar þrjá leiki í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í byrjun septembermánaðar. Fótbolti 20.8.2021 13:32
Ásakaðir um að hafa slegið og sparkað í unga svarta leikmenn Chelsea á tíunda áratugnum The Athletic hefur undir höndum dómsskjöl sem sýna fram á skelfilegt kynþáttaníð sem ungir svartir leikmenn enska knattspyrnufélagsins Chelsea urðu fyrir á tíunda áratug síðustu aldar. Gerendurnir eru þjálfari leikmannanna sem og yfirmaður unglingastarfs félagsins. Enski boltinn 20.8.2021 10:31
Afganskur fótboltamaður lést eftir fall úr flugvél Bandaríkjahers Afganski unglinglandsliðsmaðurinn Zaki Anwari lést á mánudaginn eftir að hafa fall úr flugvél sem var á leiðinni í burtu frá Kabul flugvellinum í Afganistan. Fótbolti 20.8.2021 07:30
Segir tíma sinn hjá Esbjerg lyginni líkastan og að þjálfarateymið hafi ekki gert neitt rangt Fyrrum styrktarþjálfari Íslendingaliðs Esbjerg segir tíma sinn hjá félaginu vera lyginni líkastan. Hann telur leikmenn hafa snúist gegn Peter Hyballa, þáverandi þjálfara, vegna eigin hagsmuna og ekkert til í ásökunum þeirra. Fótbolti 19.8.2021 17:00
Rifti samningi sínum við Roma og samdi við erkifjendurna í Lazio Spánverjinn Pedro er genginn í raðir ítalska knattspyrnufélagsins Lazio. Það sem vekur athygli við þessi félagaskipti er að Pedro lék með Roma á síðustu leiktíð en hefur nú skipt um félag í Rómarborg, eitthvað sem fáir hafa gert í gegnum tíðina. Fótbolti 19.8.2021 16:31
Klopp biður stuðningsfólk Liverpool um að hætta níðsöngvum um samkynhneigð Jurgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnuliðsins Liverpool, hefur beðið stuðningsfólk félagsins um að hætta öllum hómófóbískum söngvum. Slíkir söngvum var beint að Billy Gilmour, leikmanni Norwich City, í leik liðanna um liðna helgi. Enski boltinn 19.8.2021 15:01
Lewandowski vill nýja áskorun og ætlar að yfirgefa Bayern Framherjinn Robert Lewandowski hefur gefið það út að hann sé í leit að nýrri áskorun og vilji því yfirgefa herbúðir Þýskalandsmeistara Bayern München. Þýska félagið er talið vilja fá rúmlega 100 milljónir punda fyrir þennan magnaða leikmann. Fótbolti 19.8.2021 08:14
Arnór Ingvi rekinn af velli á Gillette Stadium í nótt New England Revolution tókst að landa sigri í MLS-deildinni þrátt fyrir að vera manni færri í átján mínútur. Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason hafði fengið sitt annað gula spjald. Fótbolti 19.8.2021 07:31