Fótbolti

Fréttamynd

For­ysta KSÍ ræddi um Gylfa í morgun

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að sambandið hafi ekki fengið upplýsingar um hvort knattspyrnumaðurinn sem lögregla í Manchester handtók á föstudag hafi verið Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. 

Innlent
Fréttamynd

Það er þetta mark sem skilur á milli

Íslandsmeistarar Vals töpuðu óvænt fyrir botnliði ÍA í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu um helgina. Valur varð fyrir því óláni að skora tvö sjálfsmörk en varnarleikur liðsins í síðara marki ÍA var til umræðu í Stúkunni að leik loknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Juventus og Arsenal berjast um eina af stjörnum Ítalíu

Ítalski miðjumaðurinn Manuel Locatelli virðist vera á leið til Juventus ef marka má frétt The Guardian. Arsenal hefur einnig mikinn áhuga á leikmanninum en Locatelli vill spila í Meistaradeild Evrópu og því kemur Lundúnaliðið ekki til greina sem stendur.

Fótbolti
Fréttamynd

Svekkelsið frá því í fyrra rekur FH áfram

Tuttugu ár eru síðan FH var síðast í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í fótbolta.  Þróttur Reykjavík stendur í vegi fyrir þeim en leiki Hafnfirðingar sama leik og á síðustu leiktíð bíður þeirra úrslitaleikur á Laugardalsvelli gegn Val eða Breiðabliki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gri­ezmann á leið aftur til Atlético í skiptidíl

Franski framherjinn Antoine Griezmann er á leið aftur til Spánarmeistara Atlético Madríd eftir tveggja ára dvöl í Katalóníu hjá Barcelona. Miðjumaðurinn Saúl Ñíguez fer á móti í skiptidíl sem hefur vakið töluverða athygli.

Fótbolti
Fréttamynd

Fylgir þessu mikil ábyrgð og pressa

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Álfhildur Rósa Kjartansdóttir verið fyrirliði Þróttar Reykjavíkur síðan 2019. Á morgun, föstudag, mun hún gera nokkuð sem enginn fyrirliði kvennaliðs Þróttar Reykjavíkur hefur gert áður: leiða lið sitt út í undanúrslitaleik bikarkeppninnar.

Íslenski boltinn