Fótbolti Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. Innlent 20.7.2021 13:06 Spilaði síðustu þrjá leikina á EM rifbeinsbrotinn Enski varnarmaðurinn Luke Shaw spilaði síðustu þrjá leiki Evrópumótsins í knattspyrnu rifbeinsbrotinn. Hann brotnaði gegn Þýskalandi í 16-liða úrslitum mótsins. The Telegraph greindi fyrst frá í Englandi. Enski boltinn 20.7.2021 13:01 Forysta KSÍ ræddi um Gylfa í morgun Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að sambandið hafi ekki fengið upplýsingar um hvort knattspyrnumaðurinn sem lögregla í Manchester handtók á föstudag hafi verið Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. Innlent 20.7.2021 10:43 Hann er ótrúlega skemmtilegur, daðrar við boltann og er að skemmta okkur Andrés Ramiro Escobar fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína í 2-0 sigri Leiknis Reykjavíkur á Stjörnunni í Pepsi Max deild karla í gærkvöld. Kjartan Atli Kjartansson, og sérfræðingar Stúkunnar voru sammála um að Escobar gæfi mikið af sér og væri skemmtilegur áhorfs. Íslenski boltinn 20.7.2021 10:00 Segir Varane ákveðinn í því að yfirgefa Real Madrid Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano fullyrðir að franski miðvörðurinn Raphaël Varane ætli sér að yfirgefa félagið og stefni á að spila í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United ku vera líklegasti áfangastaður kappans. Enski boltinn 20.7.2021 08:30 Sjáðu mörk Sævars Atla og Hjalta ásamt endurkomu Víkinga í Keflavík Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Leiknir Reykjavík vann 2-0 sigur á Stjörnunni og Víkingur kom til baka gegn Keflavík og vann 2-1 seiglusigur. Íslenski boltinn 20.7.2021 08:00 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - Stjarnan 2-0 | Auðvelt hjá Breiðhyltingum Leiknir vann 2-0 sigur á Stjörnunni í fallbaráttuslag kvöldsins í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Leiknismenn slíta sig rækilega frá botnbaráttunni með sigrinum. Íslenski boltinn 19.7.2021 18:30 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Víkingur 1-2 | Víkingar stigi frá toppnum eftir endurkomusigur Víkingur vann 2-1 endurkomusigur á Keflavík á heimavelli þeirra síðarnefndu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingar eru eftir sigurinn aðeins stigi frá toppliði Vals. Íslenski boltinn 19.7.2021 18:30 Segir Varane vanan að spila aðeins átta erfiða deildarleiki á ári Franski miðvörðurinn Raphaël Varane er áfram orðaður við Manchester United en ekki eru allir á allt vissir hvort leikmaðurinn henti liðinu eða passi einfaldlega inn í ensku úrvalsdeildina. Fótbolti 19.7.2021 16:31 Lendir í því að sogast einhvern veginn að boltanum Farið var yfir mark KR í 1-1 jafntefli liðsins við Breiðablik í Stúkunni að loknum leikjunum í Pepsi Max deild karla á sunnudagskvöld. Varnarmenn Breiðabliks virtust aðeins gleyma sér og var í kjölfarið refsað. Íslenski boltinn 19.7.2021 13:30 Sambandsdeildin fær jákvæð viðbrögð Sambandsdeild Evrópu er ný Evrópukeppni innan knattspyrnuflóru álfunnar. Önnur umferð undankeppninnar hefst í vikunni og Ísland á þrjá fulltrúa þar: Val, FH og Breiðablik. Fótbolti 19.7.2021 12:01 Það er þetta mark sem skilur á milli Íslandsmeistarar Vals töpuðu óvænt fyrir botnliði ÍA í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu um helgina. Valur varð fyrir því óláni að skora tvö sjálfsmörk en varnarleikur liðsins í síðara marki ÍA var til umræðu í Stúkunni að leik loknum. Íslenski boltinn 19.7.2021 10:01 Solskjær ekki búinn að ákveða hvort Rashford fari í aðgerð á öxl Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, gæti verið frá þangað til í október fari hann í aðgerð á öxl. Rashford hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði en Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, segist ekki viss hvort Rashford fari í aðgerð áður en nýtt tímabil hefst. Enski boltinn 19.7.2021 09:01 Sjáðu mörkin úr óvæntum sigri ÍA, fyrstu mörk sumarsins á Greifavelli, sigurmark Lennon og glæsimark Höskuldar Hér að neðan má sjá mörkin úr síðustu fjórum leikjum Pepsi Max deildar karla. Íslenski boltinn 19.7.2021 08:30 Juventus og Arsenal berjast um eina af stjörnum Ítalíu Ítalski miðjumaðurinn Manuel Locatelli virðist vera á leið til Juventus ef marka má frétt The Guardian. Arsenal hefur einnig mikinn áhuga á leikmanninum en Locatelli vill spila í Meistaradeild Evrópu og því kemur Lundúnaliðið ekki til greina sem stendur. Fótbolti 19.7.2021 07:30 Umfjöllun og viðtöl: FH - Fylkir 1-0 | Fyrsti sigur FH í deildinni síðan 17. maí FH unnu sinn fyrsta sigur síðan 17. maí. FH ingar fengu hvert dauðafærið á fætur öðru í fyrri hálfleik sem Aron Snær Friðriksson varði. Steven Lennon gerði fyrsta mark leiksins eftir tæplega 78 mínútna leik og mátti sjá að miklu fargi hafi verið létt af leikmönnum FH eftir að hafa farið illa með ansi mörg dauðafæri. Íslenski boltinn 18.7.2021 18:30 Umfjöllun og viðtöl: KA - HK 2-0 | KA vann í fyrsta leik sínum á Akureyri KA-menn lögðu HK-inga að velli í 13.umferð Pepsi Max deildarinnar á Akureyri í dag. Íslenski boltinn 18.7.2021 15:15 Van Dijk sendir blaðamanni tóninn: „Skammastu þín“ Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool og hollenska landsliðsins, er allt annað en sáttur með vinnubrögð enska miðilsins The Mirror og þá sér í lagi blaðamannsins Simon Mullock. Fótbolti 18.7.2021 11:31 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-3 | Lygilegur uppbótartími og Breiðablik í úrslit Breiðablik mætir Þrótti í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna eftir ótrúlega dramatík í Kópavogi. Íslenski boltinn 16.7.2021 23:21 Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - FH 4-0 | Þróttur í bikarúrslit í fyrsta skipti í sögunni Þróttur tryggðu sér sæti í úrslitum Mjólkurbikars kvenna með 4-0 sigri á FH í Laugardal í kvöld. Leikurinn var sá fyrsti í sögu Þróttar í undanúrslitum en bæði lið gátu með sigri komið sér í sinn fyrsta úrslitaleik. Íslenski boltinn 16.7.2021 17:16 Esbjerg kært til vinnumálaeftirlitsins Íslendingaliðið Esbjerg hefur verið kært til vinnumálaeftirlits Danmerkur af leikmannasamtökum þar í landi. Fótbolti 16.7.2021 18:01 Frá Man United til félags sem hefur ekki enn spilað sinn fyrsta leik Casey Stoney, fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Manchester United, mun stýra San Diego í NWSL-deildinni í Bandaríkjunum á næstu leiktíð. Félagið er sem stendur ekki í deildarkeppni. Fótbolti 16.7.2021 15:00 Sádi-Arabía vill halda HM 2030 með aðstoð Ítalíu Sádi-Arabía ætlar að fá Ítalíu með sér í lið og halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2030 saman. Rúmlega 5000 kílómetrar eru á milli landanna en það virðist litlu máli skipta. Fótbolti 16.7.2021 14:01 Ted Lasso styður við bakið á Jadon, Marcus og Bukayo Ted Lasso, þjálfari enska knattspyrnuliðsins AFC Richmond, styður við bakið á ensku landsliðsmönnunum þremur sem klúðruðu vítaspyrnum er England laut í gras gegn Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins. Enski boltinn 16.7.2021 12:30 Messi sendi 100 ára gömlum aðdáenda hjartnæma kveðju Hinn 100 ára gamli Don Hernan er einn almesti Lionel Messi aðdáandi sem fyrirfinnst. Hernan fékk hjartnæma kveðju frá landa sínum eftir að Argentína hrósaði sigri í Suður-Ameríkubikarnum. Fótbolti 16.7.2021 11:00 Svekkelsið frá því í fyrra rekur FH áfram Tuttugu ár eru síðan FH var síðast í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í fótbolta. Þróttur Reykjavík stendur í vegi fyrir þeim en leiki Hafnfirðingar sama leik og á síðustu leiktíð bíður þeirra úrslitaleikur á Laugardalsvelli gegn Val eða Breiðabliki. Íslenski boltinn 16.7.2021 10:00 Knattspyrnustjörnur framtíðarinnar á N1 mótinu á Akureyri: Sjáðu þáttinn Stefán Árni Pálsson skellti sér norður á Akureyri þar sem að N1 mótið í knattspyrnu fór fram í 35.sinn. Þar voru mætt 216 lið frá 42 félögum. Fótbolti 16.7.2021 07:01 Fyrrum landsliðskona Andorra aðstoðardómari í leik FH í kvöld FH mætir Sligo Rovers í síðari leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Athygli vekur að annar af aðstoðardómurum leiksins er hin 22 ára gamla Marta San Juan Casado, fyrrum landsliðskona Andorra. Fótbolti 15.7.2021 16:01 Griezmann á leið aftur til Atlético í skiptidíl Franski framherjinn Antoine Griezmann er á leið aftur til Spánarmeistara Atlético Madríd eftir tveggja ára dvöl í Katalóníu hjá Barcelona. Miðjumaðurinn Saúl Ñíguez fer á móti í skiptidíl sem hefur vakið töluverða athygli. Fótbolti 15.7.2021 14:30 Fylgir þessu mikil ábyrgð og pressa Þrátt fyrir ungan aldur hefur Álfhildur Rósa Kjartansdóttir verið fyrirliði Þróttar Reykjavíkur síðan 2019. Á morgun, föstudag, mun hún gera nokkuð sem enginn fyrirliði kvennaliðs Þróttar Reykjavíkur hefur gert áður: leiða lið sitt út í undanúrslitaleik bikarkeppninnar. Íslenski boltinn 15.7.2021 12:00 « ‹ 256 257 258 259 260 261 262 263 264 … 334 ›
Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. Innlent 20.7.2021 13:06
Spilaði síðustu þrjá leikina á EM rifbeinsbrotinn Enski varnarmaðurinn Luke Shaw spilaði síðustu þrjá leiki Evrópumótsins í knattspyrnu rifbeinsbrotinn. Hann brotnaði gegn Þýskalandi í 16-liða úrslitum mótsins. The Telegraph greindi fyrst frá í Englandi. Enski boltinn 20.7.2021 13:01
Forysta KSÍ ræddi um Gylfa í morgun Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að sambandið hafi ekki fengið upplýsingar um hvort knattspyrnumaðurinn sem lögregla í Manchester handtók á föstudag hafi verið Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. Innlent 20.7.2021 10:43
Hann er ótrúlega skemmtilegur, daðrar við boltann og er að skemmta okkur Andrés Ramiro Escobar fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína í 2-0 sigri Leiknis Reykjavíkur á Stjörnunni í Pepsi Max deild karla í gærkvöld. Kjartan Atli Kjartansson, og sérfræðingar Stúkunnar voru sammála um að Escobar gæfi mikið af sér og væri skemmtilegur áhorfs. Íslenski boltinn 20.7.2021 10:00
Segir Varane ákveðinn í því að yfirgefa Real Madrid Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano fullyrðir að franski miðvörðurinn Raphaël Varane ætli sér að yfirgefa félagið og stefni á að spila í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United ku vera líklegasti áfangastaður kappans. Enski boltinn 20.7.2021 08:30
Sjáðu mörk Sævars Atla og Hjalta ásamt endurkomu Víkinga í Keflavík Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Leiknir Reykjavík vann 2-0 sigur á Stjörnunni og Víkingur kom til baka gegn Keflavík og vann 2-1 seiglusigur. Íslenski boltinn 20.7.2021 08:00
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - Stjarnan 2-0 | Auðvelt hjá Breiðhyltingum Leiknir vann 2-0 sigur á Stjörnunni í fallbaráttuslag kvöldsins í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Leiknismenn slíta sig rækilega frá botnbaráttunni með sigrinum. Íslenski boltinn 19.7.2021 18:30
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Víkingur 1-2 | Víkingar stigi frá toppnum eftir endurkomusigur Víkingur vann 2-1 endurkomusigur á Keflavík á heimavelli þeirra síðarnefndu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingar eru eftir sigurinn aðeins stigi frá toppliði Vals. Íslenski boltinn 19.7.2021 18:30
Segir Varane vanan að spila aðeins átta erfiða deildarleiki á ári Franski miðvörðurinn Raphaël Varane er áfram orðaður við Manchester United en ekki eru allir á allt vissir hvort leikmaðurinn henti liðinu eða passi einfaldlega inn í ensku úrvalsdeildina. Fótbolti 19.7.2021 16:31
Lendir í því að sogast einhvern veginn að boltanum Farið var yfir mark KR í 1-1 jafntefli liðsins við Breiðablik í Stúkunni að loknum leikjunum í Pepsi Max deild karla á sunnudagskvöld. Varnarmenn Breiðabliks virtust aðeins gleyma sér og var í kjölfarið refsað. Íslenski boltinn 19.7.2021 13:30
Sambandsdeildin fær jákvæð viðbrögð Sambandsdeild Evrópu er ný Evrópukeppni innan knattspyrnuflóru álfunnar. Önnur umferð undankeppninnar hefst í vikunni og Ísland á þrjá fulltrúa þar: Val, FH og Breiðablik. Fótbolti 19.7.2021 12:01
Það er þetta mark sem skilur á milli Íslandsmeistarar Vals töpuðu óvænt fyrir botnliði ÍA í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu um helgina. Valur varð fyrir því óláni að skora tvö sjálfsmörk en varnarleikur liðsins í síðara marki ÍA var til umræðu í Stúkunni að leik loknum. Íslenski boltinn 19.7.2021 10:01
Solskjær ekki búinn að ákveða hvort Rashford fari í aðgerð á öxl Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, gæti verið frá þangað til í október fari hann í aðgerð á öxl. Rashford hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði en Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, segist ekki viss hvort Rashford fari í aðgerð áður en nýtt tímabil hefst. Enski boltinn 19.7.2021 09:01
Sjáðu mörkin úr óvæntum sigri ÍA, fyrstu mörk sumarsins á Greifavelli, sigurmark Lennon og glæsimark Höskuldar Hér að neðan má sjá mörkin úr síðustu fjórum leikjum Pepsi Max deildar karla. Íslenski boltinn 19.7.2021 08:30
Juventus og Arsenal berjast um eina af stjörnum Ítalíu Ítalski miðjumaðurinn Manuel Locatelli virðist vera á leið til Juventus ef marka má frétt The Guardian. Arsenal hefur einnig mikinn áhuga á leikmanninum en Locatelli vill spila í Meistaradeild Evrópu og því kemur Lundúnaliðið ekki til greina sem stendur. Fótbolti 19.7.2021 07:30
Umfjöllun og viðtöl: FH - Fylkir 1-0 | Fyrsti sigur FH í deildinni síðan 17. maí FH unnu sinn fyrsta sigur síðan 17. maí. FH ingar fengu hvert dauðafærið á fætur öðru í fyrri hálfleik sem Aron Snær Friðriksson varði. Steven Lennon gerði fyrsta mark leiksins eftir tæplega 78 mínútna leik og mátti sjá að miklu fargi hafi verið létt af leikmönnum FH eftir að hafa farið illa með ansi mörg dauðafæri. Íslenski boltinn 18.7.2021 18:30
Umfjöllun og viðtöl: KA - HK 2-0 | KA vann í fyrsta leik sínum á Akureyri KA-menn lögðu HK-inga að velli í 13.umferð Pepsi Max deildarinnar á Akureyri í dag. Íslenski boltinn 18.7.2021 15:15
Van Dijk sendir blaðamanni tóninn: „Skammastu þín“ Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool og hollenska landsliðsins, er allt annað en sáttur með vinnubrögð enska miðilsins The Mirror og þá sér í lagi blaðamannsins Simon Mullock. Fótbolti 18.7.2021 11:31
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-3 | Lygilegur uppbótartími og Breiðablik í úrslit Breiðablik mætir Þrótti í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna eftir ótrúlega dramatík í Kópavogi. Íslenski boltinn 16.7.2021 23:21
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - FH 4-0 | Þróttur í bikarúrslit í fyrsta skipti í sögunni Þróttur tryggðu sér sæti í úrslitum Mjólkurbikars kvenna með 4-0 sigri á FH í Laugardal í kvöld. Leikurinn var sá fyrsti í sögu Þróttar í undanúrslitum en bæði lið gátu með sigri komið sér í sinn fyrsta úrslitaleik. Íslenski boltinn 16.7.2021 17:16
Esbjerg kært til vinnumálaeftirlitsins Íslendingaliðið Esbjerg hefur verið kært til vinnumálaeftirlits Danmerkur af leikmannasamtökum þar í landi. Fótbolti 16.7.2021 18:01
Frá Man United til félags sem hefur ekki enn spilað sinn fyrsta leik Casey Stoney, fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Manchester United, mun stýra San Diego í NWSL-deildinni í Bandaríkjunum á næstu leiktíð. Félagið er sem stendur ekki í deildarkeppni. Fótbolti 16.7.2021 15:00
Sádi-Arabía vill halda HM 2030 með aðstoð Ítalíu Sádi-Arabía ætlar að fá Ítalíu með sér í lið og halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2030 saman. Rúmlega 5000 kílómetrar eru á milli landanna en það virðist litlu máli skipta. Fótbolti 16.7.2021 14:01
Ted Lasso styður við bakið á Jadon, Marcus og Bukayo Ted Lasso, þjálfari enska knattspyrnuliðsins AFC Richmond, styður við bakið á ensku landsliðsmönnunum þremur sem klúðruðu vítaspyrnum er England laut í gras gegn Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins. Enski boltinn 16.7.2021 12:30
Messi sendi 100 ára gömlum aðdáenda hjartnæma kveðju Hinn 100 ára gamli Don Hernan er einn almesti Lionel Messi aðdáandi sem fyrirfinnst. Hernan fékk hjartnæma kveðju frá landa sínum eftir að Argentína hrósaði sigri í Suður-Ameríkubikarnum. Fótbolti 16.7.2021 11:00
Svekkelsið frá því í fyrra rekur FH áfram Tuttugu ár eru síðan FH var síðast í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í fótbolta. Þróttur Reykjavík stendur í vegi fyrir þeim en leiki Hafnfirðingar sama leik og á síðustu leiktíð bíður þeirra úrslitaleikur á Laugardalsvelli gegn Val eða Breiðabliki. Íslenski boltinn 16.7.2021 10:00
Knattspyrnustjörnur framtíðarinnar á N1 mótinu á Akureyri: Sjáðu þáttinn Stefán Árni Pálsson skellti sér norður á Akureyri þar sem að N1 mótið í knattspyrnu fór fram í 35.sinn. Þar voru mætt 216 lið frá 42 félögum. Fótbolti 16.7.2021 07:01
Fyrrum landsliðskona Andorra aðstoðardómari í leik FH í kvöld FH mætir Sligo Rovers í síðari leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Athygli vekur að annar af aðstoðardómurum leiksins er hin 22 ára gamla Marta San Juan Casado, fyrrum landsliðskona Andorra. Fótbolti 15.7.2021 16:01
Griezmann á leið aftur til Atlético í skiptidíl Franski framherjinn Antoine Griezmann er á leið aftur til Spánarmeistara Atlético Madríd eftir tveggja ára dvöl í Katalóníu hjá Barcelona. Miðjumaðurinn Saúl Ñíguez fer á móti í skiptidíl sem hefur vakið töluverða athygli. Fótbolti 15.7.2021 14:30
Fylgir þessu mikil ábyrgð og pressa Þrátt fyrir ungan aldur hefur Álfhildur Rósa Kjartansdóttir verið fyrirliði Þróttar Reykjavíkur síðan 2019. Á morgun, föstudag, mun hún gera nokkuð sem enginn fyrirliði kvennaliðs Þróttar Reykjavíkur hefur gert áður: leiða lið sitt út í undanúrslitaleik bikarkeppninnar. Íslenski boltinn 15.7.2021 12:00