Fótbolti

Fréttamynd

Ó­vissa með fram­tíð Lingard

Knattspyrnumaðurinn Jesse Lingard stóð sig frábærlega eftir að hann var lánaður til West Ham United í janúar síðastliðnum. Hann er í dag leikmaður Manchester United en forráðamenn liðsins virðast ekki vita hvað þeir eigi að gera við leikmanninn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sveinn Aron æfir með SønderjyskE

Knattspyrnumaðurinn Sveinn Aron Guðjohnsen æfir nú með danska úrvalsdeildarfélaginu SønderjyskE í þeirri von um að vinna sér inn samning hjá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Einn af bestu mark­vörðum EM í sam­keppni við Ögmund

Grikklandsmeistarar Olympiacos hafa samið við tékkneska markvörðinn Tomáš Vaclík. Hann á að fylla skarð José Sá sem er á leið til enska félagsins Wolves. Vaclík stóð vaktina í liði Tékklands á Evrópumótinu í knattspyrnu sem lauk fyrir skömmu.

Fótbolti
Fréttamynd

Bjarki Már á­fram í Katar

Bjarki Már Ólafsson verður áfram hjá knattspyrnufélaginu Al Arabi í Katar þó svo að Heimir Hallgrímsson og Freyr Alexandersson séu horfnir á braut.

Fótbolti
Fréttamynd

Di María nýtti tækifærið og steig út úr skugga Messi

Ángel Di María skoraði markið sem tryggði Argentínu 1-0 sigur á Brasilíu í úrslitum Suður-Ameríkubikarsins. Hann hefur nær alltaf leikið aukahlutverk í liðum sínum enda lítið annað hægt þegar Lionel Messi, Cristiano Ronaldo, Neymar og Kylian Mbappé eru samherjar manns.

Fótbolti
Fréttamynd

Tugir handteknir, slasaðir lögreglumenn og rasísku níði rignir

Rasískum skilaboðum hefur ringt yfir þá þrjá ensku landsliðsmenn í knattspyrnu sem brenndu af vítaspyrnum sínum í úrslitaleik EM karla í gærkvöldi. Forsætisráðherra Bretlands fordæmir hatursorðræðuna en sætir sjálfur gagnrýni. Nítján lögreglumenn slösuðust í átökum við fótboltabullur og voru 49 handteknir. 

Erlent
Fréttamynd

Ítalska liðið heldur í hefðirnar

Fótboltamenn og íþróttafólk almennt á það til að vera mjög vanafast og í raun hjátrúafullt. Þetta hefur ítalska landsliðið í knattspyrnu sannað það sem af er Evrópumótinu í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir Conor Coa­dy leik­mann mótsins

Val Steve Holland, aðstoðarþjálfara Englands, á besta leikmanni Evrópumótsins í fótbolta kom töluvert á óvart en að hans mati er Conor Coady, leikmaður Wolves, besti leikmaður Englands til þessa. Coady hefur ekkert spilað á mótinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sagan ekki með Eng­lendingum

Það verður seint sagt að sagan sé Englendingum hliðholl fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. England hefur skotið sögunni ref fyrir rass til þessa á mótinu og þurfa að gera það enn eina ferðina í úrslitaleiknum gegn Ítalíu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikurinn sem þær þurftu virkilega að vinna

Valur, topplið Pepsi Max deildar kvenna í knattspyrnu, vann góðan 2-1 útisigur á Selfossi í síðustu umferð. Selfyssingar hefðu þurft þrjú stig til að hleypa toppbaráttu deildarinnar í algjört uppnám en Valsliðið náði að sigla heim torsóttum sigri.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hún er svona ekta nía, sníkjudýr í teignum

Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir er mjög hrifin af Bryndísi Örnu Níelsdóttur, framherja Fylkis. Markið sem Bryndís Arna skoraði í 1-2 tapi Fylkis gegn ÍBV var til umræðu í Pepsi Max Mörkunum og þar fór Margrét Lára fögrum orðum um framherjann unga.

Íslenski boltinn