Fótbolti

Fréttamynd

Endurtekið tekinn á amfetamíni undir stýri

Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka endurtekið undir áhrifum fíkniefna og þjófnað. Ólafur hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn en hann var bæði afreksmaður í körfubolta og fótbolta á sínum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Davíð Þór segir FH vilja halda Þóri Jóhanni

Miðjumaðurinn öflugi Þórir Jóhann Helgason verður samningslaus í haust og hefur verið umræða á kreiki um að hann muni yfirgefa lið sitt FH er samningurinn rennur út. Davíð Þór Viðarsson, þjálfari FH var spurður út í samningsmál Þóris að loknum 1-0 sigri FH á Sligo Rovers í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Stjarnan með betra lið en taflan gefur til kynna

Keith Long, þjálfari Bohemian FC sem mætir Stjörnunni í Sambandsdeild UEFA í kvöld, er spenntur fyrir leik liðanna. Hann reiknar með hörkuleik í Garðabænum í kvöld og segir sína menn þurfa að vera upp á sitt besta til að eiga möguleika á að komast áfram.

Fótbolti
Fréttamynd

Kwame Quee með malaríu

Kwame Quee, leikmaður Víkings í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, hefur greinst með malaríu. Hann mun því að öllum líkindum missa af næstu leikjum Víkinga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ítalía lík­legri til að vinna EM

Samkvæmt tölfræðilíkani Stats Perform er Ítalía töluvert líklegri til að vinna Evrópumótið í knattspyrnu heldur England. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Sænsk lands­liðs­kona til Barcelona

Evrópu- og Spánarmeistarar Barcelona hafa samið við hina sænsku Fridolina Rolfö. Semur hún til tveggja ára. Kemur hún frá Wolfsburg líkt og hin norska Ingrid Engen sem samdi við Barcelona í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfara­t­eymi Ítalíu vekur at­hygli

Segja má að þjálfarateymi ítalska landsliðsins hafi stolið senunni á Evrópumótinu í knattspyrnu. Þó svo að frammistaða liðsins inn á vellinum hafi verið frábær hafa mennirnir á hliðarlínunni einnig fengið mikið lof.

Fótbolti
Fréttamynd

Spáir því að Saka komi inn fyrir Sancho

David Ornstein, blaðamaður hjá The Athletic, spáir því að Bukayo Saka komi inn í byrjunarlið enska landsliðsins á kostnað Jadon Sancho í undanúrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Kol­beinn spenntur fyrir komu hins þaul­reynda Marcus Berg

Samherji Kolbeins Sigþórssonar hjá IFK Gautaborg segir hann einn besta framherja sænsku úrvalsdeildarinnar þegar hann er meiðslalaus. Sænski landsliðsframherjinn Marcus Berg mun ganga til liðs við félagið á næstunni og gæti sæti Kolbeins í byrjunarliðinu verið í hættu.

Fótbolti